„Þetta er ekki dulbúið“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2019 16:38 Upplýsingafulltrúi Toyota segir af og frá að samstarf Toyota og Páls Óskars sé dulbúið. „Þetta er ekkert dulbúið, það vita allir að hann er ekki venjulegur bílkaupandi að auglýsa að hann hafi verið að fá sér bíl. Það er ákveðið samstarf okkar á milli,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, um mynd sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti af sér á samfélagsmiðlum. Þar stendur Páll Óskar, klæddur í rauð föt, við hliðina á nýrri rauðri Toyotu sem hann fékk hjá Toyota-umboði Íslands.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í dag að Neytendastofu hefði borist ábendingar um að hugsanlega sé birting myndarinnar dulin auglýsing. Páll Þorsteinsson segir Toyota-umboðið með viðskiptasamning við Páls Óskar sem leigir hjá þeim bíl og vinnur fyrir umboðið. „Við erum búin að eiga farsælt samstarf í einhver fjögur ár,“ segir Páll Þorsteinsson. Á myndinni sem Páll Óskar er ekki tekið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða, líkt og Neytendastofa hefur áður úrskurðað um. Er vert að minnast máls bílaumboðs Heklu og tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Neytendastofa lagði blátt bann við „duldum“ Audi-auglýsingum umboðsins og Emmsjé Gauta því ekki kom skýrt fram að um auglýsingu væri að ræða.Líkt og Emmsjé Gauti benti á þá fannst honum fremur augljóst að um auglýsingu væri að ræða þó svo að það væri ekki sagt með beinum hætti.Augljós auglýsing Það sama segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota. Hann telur að það sé nokkuð augljóst að myndbirting Páls Óskar sé auglýsing en hvergi er þó tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Páll Þorsteinsson segir sjálfsagt að bæta úr því ef athugasemdir berast frá Neytendastofu. Páll Óskar hélt tónleika hjá bílaumboði Toyota á laugardag þar sem hundruð létu sjá sig og ók hann síðan í burtu á nýrri Toyotu. Voru þessir tónleikar vel auglýstir í fjölmiðlum og fór ekki á milli mála að Páll væri í samstarfi við Toyota. Páll Þorsteinsson segir Neytendastofu hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig auglýsingum skuli hagað á samfélagsmiðlum. „Og eru í góðri trú að hugsa um hag neytenda,“ segir Páll Þorsteinsson. „Ég hef ekkert við það að athuga.“ Aðspurður hvort að Toyota sé að reyna að blekkja neytendur með þessari myndbirtingu svarar Páll: „Ég veit ekki hvernig það væri hægt. Það hefur verið stundað tugum árum saman að einstaklingar eru fulltrúar vörumerkja.“ Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Þetta er ekkert dulbúið, það vita allir að hann er ekki venjulegur bílkaupandi að auglýsa að hann hafi verið að fá sér bíl. Það er ákveðið samstarf okkar á milli,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, um mynd sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti af sér á samfélagsmiðlum. Þar stendur Páll Óskar, klæddur í rauð föt, við hliðina á nýrri rauðri Toyotu sem hann fékk hjá Toyota-umboði Íslands.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í dag að Neytendastofu hefði borist ábendingar um að hugsanlega sé birting myndarinnar dulin auglýsing. Páll Þorsteinsson segir Toyota-umboðið með viðskiptasamning við Páls Óskar sem leigir hjá þeim bíl og vinnur fyrir umboðið. „Við erum búin að eiga farsælt samstarf í einhver fjögur ár,“ segir Páll Þorsteinsson. Á myndinni sem Páll Óskar er ekki tekið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða, líkt og Neytendastofa hefur áður úrskurðað um. Er vert að minnast máls bílaumboðs Heklu og tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Neytendastofa lagði blátt bann við „duldum“ Audi-auglýsingum umboðsins og Emmsjé Gauta því ekki kom skýrt fram að um auglýsingu væri að ræða.Líkt og Emmsjé Gauti benti á þá fannst honum fremur augljóst að um auglýsingu væri að ræða þó svo að það væri ekki sagt með beinum hætti.Augljós auglýsing Það sama segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota. Hann telur að það sé nokkuð augljóst að myndbirting Páls Óskar sé auglýsing en hvergi er þó tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Páll Þorsteinsson segir sjálfsagt að bæta úr því ef athugasemdir berast frá Neytendastofu. Páll Óskar hélt tónleika hjá bílaumboði Toyota á laugardag þar sem hundruð létu sjá sig og ók hann síðan í burtu á nýrri Toyotu. Voru þessir tónleikar vel auglýstir í fjölmiðlum og fór ekki á milli mála að Páll væri í samstarfi við Toyota. Páll Þorsteinsson segir Neytendastofu hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig auglýsingum skuli hagað á samfélagsmiðlum. „Og eru í góðri trú að hugsa um hag neytenda,“ segir Páll Þorsteinsson. „Ég hef ekkert við það að athuga.“ Aðspurður hvort að Toyota sé að reyna að blekkja neytendur með þessari myndbirtingu svarar Páll: „Ég veit ekki hvernig það væri hægt. Það hefur verið stundað tugum árum saman að einstaklingar eru fulltrúar vörumerkja.“
Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira