Lykke Li með tónleika í Hörpu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 7. maí 2019 10:00 Þetta verða fyrstu tónleikar söngkonunnar á Íslandi. nordicphotos/Getty Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí í sumar. Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu og eru hluti af tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni So sad, so sexy, sem hefur hlotið einróma lof. Fyrsta EP-plata hennar, Little bit, kom út árið 2008 og varð þó nokkuð vinsæl hérlendis en stjarna Lykke Li hefur skinið skærar og skærar með árunum. Hennar helstu smellir eru til að mynda I follow rivers og No rest for the wicked. Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson og er fædd 11. mars árið 1986 í bænum Ystad á Skáni í Suður-Svíþjóð. Mamma hennar var ljósmyndari og pabbi hennar er í pönk-bandinu Dag Vag, svo ætla má að tónlistarhæfileikana hafi hún að einhverju leyti frá honum. Þegar söngkonan var 6 ára fluttist fjölskylda hennar til Stokkhólms og svo á fjallstopp í Portúgal þar sem hún dvaldi í 5 ár. Í kjölfarið bjó hún meðal annars í Lissabon í Portúgal, Marokkó, Nepal og Indlandi og því má segja að hún hafi átt nokkuð fjölbreytta æsku.Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson.Lykke Li lék í sinni fyrstu bíómynd árið 2014 en þá fór hún með hlutverk í sænsku krimmamyndinni Tommy. Árið 2017 lék hún svo í kvikmynd Terrence Malick, Song to Song, ásamt leikurunum Ryan Gosling, Natalie Portman og Michael Fassbender. Söngkonan segist vera undir áhrifum frá Neil Young, The Shangri-Las, Bítlunum og The Rolling Stones í tónlistargerð sinni. Hún er mikill aðdáandi hugleiðslu og segir hana hafa hjálpað sér mikið við lagasmíðar. „Áður fyrr gat ég bara skrifað örfáar setningar og svo varð ég að taka hlé frá skrifunum. Eftir að ég byrjaði að hugleiða breyttist það alveg og ég gat sest niður og klárað heilt lag á örskotsstund. Það var eins og einhver innri flóðgátt hefði opnast.“ Lykke Li eignaðist soninn Dion með tónlistarframleiðandanum Jeff Bhasker en hann hefur unnið með stórstjörnum á borð við Kanye West og Mark Ronson. Frekari upplýsingar um miðasölu verða kynntar síðar í mánuðinum. Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira
Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí í sumar. Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu og eru hluti af tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni So sad, so sexy, sem hefur hlotið einróma lof. Fyrsta EP-plata hennar, Little bit, kom út árið 2008 og varð þó nokkuð vinsæl hérlendis en stjarna Lykke Li hefur skinið skærar og skærar með árunum. Hennar helstu smellir eru til að mynda I follow rivers og No rest for the wicked. Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson og er fædd 11. mars árið 1986 í bænum Ystad á Skáni í Suður-Svíþjóð. Mamma hennar var ljósmyndari og pabbi hennar er í pönk-bandinu Dag Vag, svo ætla má að tónlistarhæfileikana hafi hún að einhverju leyti frá honum. Þegar söngkonan var 6 ára fluttist fjölskylda hennar til Stokkhólms og svo á fjallstopp í Portúgal þar sem hún dvaldi í 5 ár. Í kjölfarið bjó hún meðal annars í Lissabon í Portúgal, Marokkó, Nepal og Indlandi og því má segja að hún hafi átt nokkuð fjölbreytta æsku.Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson.Lykke Li lék í sinni fyrstu bíómynd árið 2014 en þá fór hún með hlutverk í sænsku krimmamyndinni Tommy. Árið 2017 lék hún svo í kvikmynd Terrence Malick, Song to Song, ásamt leikurunum Ryan Gosling, Natalie Portman og Michael Fassbender. Söngkonan segist vera undir áhrifum frá Neil Young, The Shangri-Las, Bítlunum og The Rolling Stones í tónlistargerð sinni. Hún er mikill aðdáandi hugleiðslu og segir hana hafa hjálpað sér mikið við lagasmíðar. „Áður fyrr gat ég bara skrifað örfáar setningar og svo varð ég að taka hlé frá skrifunum. Eftir að ég byrjaði að hugleiða breyttist það alveg og ég gat sest niður og klárað heilt lag á örskotsstund. Það var eins og einhver innri flóðgátt hefði opnast.“ Lykke Li eignaðist soninn Dion með tónlistarframleiðandanum Jeff Bhasker en hann hefur unnið með stórstjörnum á borð við Kanye West og Mark Ronson. Frekari upplýsingar um miðasölu verða kynntar síðar í mánuðinum.
Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira