Lykke Li með tónleika í Hörpu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 7. maí 2019 10:00 Þetta verða fyrstu tónleikar söngkonunnar á Íslandi. nordicphotos/Getty Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí í sumar. Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu og eru hluti af tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni So sad, so sexy, sem hefur hlotið einróma lof. Fyrsta EP-plata hennar, Little bit, kom út árið 2008 og varð þó nokkuð vinsæl hérlendis en stjarna Lykke Li hefur skinið skærar og skærar með árunum. Hennar helstu smellir eru til að mynda I follow rivers og No rest for the wicked. Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson og er fædd 11. mars árið 1986 í bænum Ystad á Skáni í Suður-Svíþjóð. Mamma hennar var ljósmyndari og pabbi hennar er í pönk-bandinu Dag Vag, svo ætla má að tónlistarhæfileikana hafi hún að einhverju leyti frá honum. Þegar söngkonan var 6 ára fluttist fjölskylda hennar til Stokkhólms og svo á fjallstopp í Portúgal þar sem hún dvaldi í 5 ár. Í kjölfarið bjó hún meðal annars í Lissabon í Portúgal, Marokkó, Nepal og Indlandi og því má segja að hún hafi átt nokkuð fjölbreytta æsku.Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson.Lykke Li lék í sinni fyrstu bíómynd árið 2014 en þá fór hún með hlutverk í sænsku krimmamyndinni Tommy. Árið 2017 lék hún svo í kvikmynd Terrence Malick, Song to Song, ásamt leikurunum Ryan Gosling, Natalie Portman og Michael Fassbender. Söngkonan segist vera undir áhrifum frá Neil Young, The Shangri-Las, Bítlunum og The Rolling Stones í tónlistargerð sinni. Hún er mikill aðdáandi hugleiðslu og segir hana hafa hjálpað sér mikið við lagasmíðar. „Áður fyrr gat ég bara skrifað örfáar setningar og svo varð ég að taka hlé frá skrifunum. Eftir að ég byrjaði að hugleiða breyttist það alveg og ég gat sest niður og klárað heilt lag á örskotsstund. Það var eins og einhver innri flóðgátt hefði opnast.“ Lykke Li eignaðist soninn Dion með tónlistarframleiðandanum Jeff Bhasker en hann hefur unnið með stórstjörnum á borð við Kanye West og Mark Ronson. Frekari upplýsingar um miðasölu verða kynntar síðar í mánuðinum. Tónlist Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí í sumar. Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu og eru hluti af tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni So sad, so sexy, sem hefur hlotið einróma lof. Fyrsta EP-plata hennar, Little bit, kom út árið 2008 og varð þó nokkuð vinsæl hérlendis en stjarna Lykke Li hefur skinið skærar og skærar með árunum. Hennar helstu smellir eru til að mynda I follow rivers og No rest for the wicked. Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson og er fædd 11. mars árið 1986 í bænum Ystad á Skáni í Suður-Svíþjóð. Mamma hennar var ljósmyndari og pabbi hennar er í pönk-bandinu Dag Vag, svo ætla má að tónlistarhæfileikana hafi hún að einhverju leyti frá honum. Þegar söngkonan var 6 ára fluttist fjölskylda hennar til Stokkhólms og svo á fjallstopp í Portúgal þar sem hún dvaldi í 5 ár. Í kjölfarið bjó hún meðal annars í Lissabon í Portúgal, Marokkó, Nepal og Indlandi og því má segja að hún hafi átt nokkuð fjölbreytta æsku.Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson.Lykke Li lék í sinni fyrstu bíómynd árið 2014 en þá fór hún með hlutverk í sænsku krimmamyndinni Tommy. Árið 2017 lék hún svo í kvikmynd Terrence Malick, Song to Song, ásamt leikurunum Ryan Gosling, Natalie Portman og Michael Fassbender. Söngkonan segist vera undir áhrifum frá Neil Young, The Shangri-Las, Bítlunum og The Rolling Stones í tónlistargerð sinni. Hún er mikill aðdáandi hugleiðslu og segir hana hafa hjálpað sér mikið við lagasmíðar. „Áður fyrr gat ég bara skrifað örfáar setningar og svo varð ég að taka hlé frá skrifunum. Eftir að ég byrjaði að hugleiða breyttist það alveg og ég gat sest niður og klárað heilt lag á örskotsstund. Það var eins og einhver innri flóðgátt hefði opnast.“ Lykke Li eignaðist soninn Dion með tónlistarframleiðandanum Jeff Bhasker en hann hefur unnið með stórstjörnum á borð við Kanye West og Mark Ronson. Frekari upplýsingar um miðasölu verða kynntar síðar í mánuðinum.
Tónlist Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira