Klopp gæti notað nítján ára gutta í fyrsta sinn á móti Barcelona í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 15:00 Rhian Brewster. Getty/Nick Taylor Liverpool verður án tveggja af öflugustu sóknarmönnum sínum í seinni leiknum á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta gæti opnað möguleikann fyrir markakóng HM 17 ára landsliða frá 2017. Framlína Liverpool liðsins lítur ekkert allt of vel út eftir nýjustu forföllin. Mohamed Salah er að glíma við eftirmála höfuðhöggs og Roberto Firmino er tognaður á vöðva. Þeir verða hvorugur með á Anfield í kvöld. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.NEW: Jurgen Klopp confirms HUGE opportunity for Rhian Brewster vs. Barcelona https://t.co/xA0yI7Jl2L — This Is Anfield (@thisisanfield) May 7, 2019„Við getum ekki notað tvo af bestu framherjum heims og þurfum að skora fjögur mörk. Það gerir þetta ekki auðveldara fyrir okkur en á meðan við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum þá reynum við,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Enskir blaðamenn veltu upp möguleikanum á því að nota táninginn Rhian Brewster. Rhian Brewster sló í gegn með unglingalandsliði Englendinga en missti af undirbúningstímabilinu og stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla á ökkla og liðböndum í hné."He has been in outstanding shape for the last three or four weeks" Jurgen Klopp on Rhian Brewster.https://t.co/BK2eohgumg — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 6, 2019Rhian Brewster er fæddur 1. apríl árið 2000. Hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum með enska sautján ára landsliðinu á árunum 2016 til 2017 og varð heimsmeistari með liðinu í október 2017. Brewster varð líka markahæstur á mótinu með átta mörk en hann skoraði þrennu í undanúrslitaleiknum á móti Brasilíu og eitt mark í úrslitaleiknum á móti Spáni. Rhian Brewster meiddist hins vegar í leik með 23 ára liði Liverpool í janúar 2018 og það hefur tekið langan tíma fyrir hann að koma til baka.2nd leg tomorrow, time to show what @LFC are about! pic.twitter.com/UFMdCVltEp — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) May 6, 2019 Meiðslavandræðin í framlínunni þýða aftur á móti að Rhian Brewster er í hópnum í kvöld og gæti spilað. Þetta verður aðeins í annað skiptið sem Rhian Brewster er í leikmannahópnum hjá Klopp. Hann var áður ónotaður varamaður í leik á móti Crystal Palace í apríl 2017. „Það er góður möguleiki á því að hann verði með,“ sagði Jürgen Klopp aðspurður um hinn nítján ára gamla Rhian Brewster. Klopp hrósaði stráknum líka fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur. „Hann er tilbúinn. Kringumstæðurnar eru oft svona. Í fullkomnum heimi ertu alltaf með mun fleiri leikmenn en komast fyrir í hópnum,“ sagði Jürgen Klopp um Rhian Brewster. „Rhian er nú kominn til okkar eftir að hafa verið mikið meiddur. Hann hefur orðið betri og betri með hverjum deginum. Hann hefur verið í frábæru formi á æfingum síðustu þrjár til fjórar vikurnar en hann er ekki sá eini,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Liverpool verður án tveggja af öflugustu sóknarmönnum sínum í seinni leiknum á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta gæti opnað möguleikann fyrir markakóng HM 17 ára landsliða frá 2017. Framlína Liverpool liðsins lítur ekkert allt of vel út eftir nýjustu forföllin. Mohamed Salah er að glíma við eftirmála höfuðhöggs og Roberto Firmino er tognaður á vöðva. Þeir verða hvorugur með á Anfield í kvöld. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.NEW: Jurgen Klopp confirms HUGE opportunity for Rhian Brewster vs. Barcelona https://t.co/xA0yI7Jl2L — This Is Anfield (@thisisanfield) May 7, 2019„Við getum ekki notað tvo af bestu framherjum heims og þurfum að skora fjögur mörk. Það gerir þetta ekki auðveldara fyrir okkur en á meðan við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum þá reynum við,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Enskir blaðamenn veltu upp möguleikanum á því að nota táninginn Rhian Brewster. Rhian Brewster sló í gegn með unglingalandsliði Englendinga en missti af undirbúningstímabilinu og stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla á ökkla og liðböndum í hné."He has been in outstanding shape for the last three or four weeks" Jurgen Klopp on Rhian Brewster.https://t.co/BK2eohgumg — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 6, 2019Rhian Brewster er fæddur 1. apríl árið 2000. Hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum með enska sautján ára landsliðinu á árunum 2016 til 2017 og varð heimsmeistari með liðinu í október 2017. Brewster varð líka markahæstur á mótinu með átta mörk en hann skoraði þrennu í undanúrslitaleiknum á móti Brasilíu og eitt mark í úrslitaleiknum á móti Spáni. Rhian Brewster meiddist hins vegar í leik með 23 ára liði Liverpool í janúar 2018 og það hefur tekið langan tíma fyrir hann að koma til baka.2nd leg tomorrow, time to show what @LFC are about! pic.twitter.com/UFMdCVltEp — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) May 6, 2019 Meiðslavandræðin í framlínunni þýða aftur á móti að Rhian Brewster er í hópnum í kvöld og gæti spilað. Þetta verður aðeins í annað skiptið sem Rhian Brewster er í leikmannahópnum hjá Klopp. Hann var áður ónotaður varamaður í leik á móti Crystal Palace í apríl 2017. „Það er góður möguleiki á því að hann verði með,“ sagði Jürgen Klopp aðspurður um hinn nítján ára gamla Rhian Brewster. Klopp hrósaði stráknum líka fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur. „Hann er tilbúinn. Kringumstæðurnar eru oft svona. Í fullkomnum heimi ertu alltaf með mun fleiri leikmenn en komast fyrir í hópnum,“ sagði Jürgen Klopp um Rhian Brewster. „Rhian er nú kominn til okkar eftir að hafa verið mikið meiddur. Hann hefur orðið betri og betri með hverjum deginum. Hann hefur verið í frábæru formi á æfingum síðustu þrjár til fjórar vikurnar en hann er ekki sá eini,“ sagði Klopp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira