Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 15:07 Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, og repúblikani. Vísir/AP Ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum skrifaði í dag undir umdeilt frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita af því að þær eru þungaðar. Georgía er nú með ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum. Frumvarpið sem repúblikanar á ríkisþingi Georgíu samþykktu í mars kveður á um að þungunarrof sé óheimilt eftir að hjartsláttur fósturs greinist. Það þýðir að þegar margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar verður þeim bannað með lögum að gangast undir þungunarrof. Repúblikaninn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, skrifaði undir frumvarpið í dag og urðu þau þar með að lögum í ríkinu. Við undirskriftina sagðist Kemp standa við loforð sitt um að koma „strangasta þungunarrofsfrumvarpi landsins“ í framkvæmd. Áður var þungunarrof bannað í Georgíu eftir tuttugustu viku meðgöngu. Nær öruggt þykir að kvenréttindasamtök og samtök lækna eigi eftir skjóta málinu til dómstóla. Kemp viðurkenndi að það yrði líklegasta niðurstaðan. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) hafa þegar boðað málsókn gegn Kemp.Sambærileg frumvörp felld úr gildi annars staðar Réttindasamtök hafa gagnrýnt frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að flytjendur þess ætli sér beinlínis að það komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar sitja nú íhaldssamir dómarar í öruggum meirihluta eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo dómara við réttinn. Þeir gætu snúið við fordæmi Hæstaréttar sem hefur sagt konur eiga rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Mótmælendur klæddir í rauða kufla og hvíta hatta eins og persónur úr bókinni „Sögu þernunnar“ eftir Margaret Atwood gengu að ríkisþinghúsinu í Atlanta og andæfðu frumvarpinu í dag. Bókin, sem nýlega var gerð að sjónvarpsþætti, fjallar um framtíðarmartraðarríki þar sem konu eru hnepptar í þrældóm til að ala upp börn.Washington Post segir að læknar sem eru andsnúnir lögunum hafi bent á að það sem virðist vera hjartsláttur í sjöttu viku meðgöngu sé aðeins titringur í vef sem væri ekki til staðar án móðurinnar. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þau hafa orðið að lögum í Kentucky, Mississippi og Ohio. Dómari lagði lögbann við gildistöku laganna í Kentucky. Ríkisdómstólar í Iowa og Norður-Dakóta töldu frumvörpin stangast á við stjórnarskrá þeirra. Nýju lögin í Georgíu fela í sér undantekningar vegna sifjaspells, nauðgana og þegar líf konu er í hættu. Ólíkt frumvörpum sem hafa verið lögð fyrir eða samþykkt annars staðar skilgreina lögin í Georgíu fóstur sem „manneskju“ eftir að hjartsláttur greinist. Bandaríkin Tengdar fréttir Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum skrifaði í dag undir umdeilt frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita af því að þær eru þungaðar. Georgía er nú með ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum. Frumvarpið sem repúblikanar á ríkisþingi Georgíu samþykktu í mars kveður á um að þungunarrof sé óheimilt eftir að hjartsláttur fósturs greinist. Það þýðir að þegar margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar verður þeim bannað með lögum að gangast undir þungunarrof. Repúblikaninn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, skrifaði undir frumvarpið í dag og urðu þau þar með að lögum í ríkinu. Við undirskriftina sagðist Kemp standa við loforð sitt um að koma „strangasta þungunarrofsfrumvarpi landsins“ í framkvæmd. Áður var þungunarrof bannað í Georgíu eftir tuttugustu viku meðgöngu. Nær öruggt þykir að kvenréttindasamtök og samtök lækna eigi eftir skjóta málinu til dómstóla. Kemp viðurkenndi að það yrði líklegasta niðurstaðan. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) hafa þegar boðað málsókn gegn Kemp.Sambærileg frumvörp felld úr gildi annars staðar Réttindasamtök hafa gagnrýnt frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að flytjendur þess ætli sér beinlínis að það komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar sitja nú íhaldssamir dómarar í öruggum meirihluta eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo dómara við réttinn. Þeir gætu snúið við fordæmi Hæstaréttar sem hefur sagt konur eiga rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Mótmælendur klæddir í rauða kufla og hvíta hatta eins og persónur úr bókinni „Sögu þernunnar“ eftir Margaret Atwood gengu að ríkisþinghúsinu í Atlanta og andæfðu frumvarpinu í dag. Bókin, sem nýlega var gerð að sjónvarpsþætti, fjallar um framtíðarmartraðarríki þar sem konu eru hnepptar í þrældóm til að ala upp börn.Washington Post segir að læknar sem eru andsnúnir lögunum hafi bent á að það sem virðist vera hjartsláttur í sjöttu viku meðgöngu sé aðeins titringur í vef sem væri ekki til staðar án móðurinnar. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þau hafa orðið að lögum í Kentucky, Mississippi og Ohio. Dómari lagði lögbann við gildistöku laganna í Kentucky. Ríkisdómstólar í Iowa og Norður-Dakóta töldu frumvörpin stangast á við stjórnarskrá þeirra. Nýju lögin í Georgíu fela í sér undantekningar vegna sifjaspells, nauðgana og þegar líf konu er í hættu. Ólíkt frumvörpum sem hafa verið lögð fyrir eða samþykkt annars staðar skilgreina lögin í Georgíu fóstur sem „manneskju“ eftir að hjartsláttur greinist.
Bandaríkin Tengdar fréttir Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39