Kosið aftur í Tyrklandi eftir tap AKP Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Imamoglu þarf að berjast aftur fyrir sætinu. Nordicphotos/AFP Kosið verður á ný um borgarstjóra tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl þann 23. júní. Svo úrskurðaði landskjörstjórn í gær. Lýðveldisflokkurinn (CHP), stærsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrkja, hafði betur þegar kosningarnar voru fyrst haldnar þann 31. mars síðastliðinn. Ekrem Imamoglu fékk þá 48,77 prósent atkvæða en Binali Yildirim, fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi stjórnarliða úr Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), fékk 48,61 prósent. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sagði Recep Ozel, fulltrúi AKP í landskjörstjórn, að ýmsir meðlimir kjörstjórnar í Istanbúl hefðu ekki verið opinberir starfsmenn líkt og lög kveða á um. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP, heldur því hins vegar fram að ákvörðunin sýni einfaldlega fram á að það sé „ólöglegt að hafa betur gegn AKP“ og að ákvörðunin sé til marks um að Tyrkland sé einræðisríki. Recep Tayyip Erdogan, forseti og AKP-liði, fagnaði ákvörðun landskjörstjórnar í gær enda hafði hann ítrekað krafist þess að kosningarnar yrðu ógiltar og svo endurteknar. „Þessi úrskurður mun útrýma öllum vafa um niðurstöðurnar í Istanbúl og þar með styrkja tyrkneskt lýðræði,“ sagði hann. Forsetinn sagði einnig að það væri ósatt að AKP væri ósáttur við niðurstöðurnar. „Við erum handviss um að skipulögð glæpastarfsemi, spilling, lögleysi og brestir hafi verið í framkvæmd kosninganna í Istanbúl,“ hafði tyrkneski ríkismiðillinn eftir forseta sínum. Reuters greindi frá því að tyrkneska líran hefði hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal eftir að tilkynnt var um ákvörðunina. Við því brást Erdogan með því að segja að spellvirki væru vísvitandi unnin á tyrkneska hagkerfinu. „Hvernig ætlum við að bregðast við því? Á sama hátt og við höfum gert við hryðjuverkamönnum.“ Ekrem Imamoglu, fyrrnefndur frambjóðandi CHP, fordæmdi ákvörðunina í ræðu sem sýnd var í beinni á samfélagsmiðlum. „Við munum aldrei gefa prinsipp okkar upp á bátinn. Tyrkland byggja 82 milljónir föðurlandsvina sem munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir tyrkneskt lýðræði,“ sagði frambjóðandinn á meðan samtök stuðningsmanna hans hvöttu til stillingar og sögðust fullviss um að sigur myndi vinnast á ný. Evrópusambandið brást sömuleiðis illa við ákvörðun tyrknesku landskjörstjórnarinnar. Federica Mogherini utanríkismálastjóri kallaði eftir tafarlausum útskýringum. „Það að tryggja frjálst, gegnsætt og sanngjarnt kosningaferli er lykilatriði fyrir hvert lýðræðisríki. Þessi afstaða er grundvallaratriði í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands,“ sagði Mogherini. ESB hefur áður lent upp á kant við Tyrki vegna tyrknesks lýðræðis. Fyrr á þessu ári samþykkti meirihluti Evrópuþingsins að frysta aðildarviðræður Tyrkja vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Þetta gerði Evrópuþingið einnig árið 2016 eftir að tyrkneska ríkisstjórnin handtók og rak fjölmarga opinbera starfsmenn vegna meintra tengsla við hreyfingu útlæga klerksins Fethullah Gülen, sem Erdogan-stjórnin telur hafa staðið á bak við valdaránstilraun fyrr sama ár. Forsetinn og aðrir úr flokki hans hafa einnig gert athugasemdir við framkvæmd borgarstjórakosninga í höfuðborginni Ankara og í Izmir. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið að endurtaka kosningar í þeim borgum. Birtist í Fréttablaðinu Tyrkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Kosið verður á ný um borgarstjóra tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl þann 23. júní. Svo úrskurðaði landskjörstjórn í gær. Lýðveldisflokkurinn (CHP), stærsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrkja, hafði betur þegar kosningarnar voru fyrst haldnar þann 31. mars síðastliðinn. Ekrem Imamoglu fékk þá 48,77 prósent atkvæða en Binali Yildirim, fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi stjórnarliða úr Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), fékk 48,61 prósent. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sagði Recep Ozel, fulltrúi AKP í landskjörstjórn, að ýmsir meðlimir kjörstjórnar í Istanbúl hefðu ekki verið opinberir starfsmenn líkt og lög kveða á um. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP, heldur því hins vegar fram að ákvörðunin sýni einfaldlega fram á að það sé „ólöglegt að hafa betur gegn AKP“ og að ákvörðunin sé til marks um að Tyrkland sé einræðisríki. Recep Tayyip Erdogan, forseti og AKP-liði, fagnaði ákvörðun landskjörstjórnar í gær enda hafði hann ítrekað krafist þess að kosningarnar yrðu ógiltar og svo endurteknar. „Þessi úrskurður mun útrýma öllum vafa um niðurstöðurnar í Istanbúl og þar með styrkja tyrkneskt lýðræði,“ sagði hann. Forsetinn sagði einnig að það væri ósatt að AKP væri ósáttur við niðurstöðurnar. „Við erum handviss um að skipulögð glæpastarfsemi, spilling, lögleysi og brestir hafi verið í framkvæmd kosninganna í Istanbúl,“ hafði tyrkneski ríkismiðillinn eftir forseta sínum. Reuters greindi frá því að tyrkneska líran hefði hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal eftir að tilkynnt var um ákvörðunina. Við því brást Erdogan með því að segja að spellvirki væru vísvitandi unnin á tyrkneska hagkerfinu. „Hvernig ætlum við að bregðast við því? Á sama hátt og við höfum gert við hryðjuverkamönnum.“ Ekrem Imamoglu, fyrrnefndur frambjóðandi CHP, fordæmdi ákvörðunina í ræðu sem sýnd var í beinni á samfélagsmiðlum. „Við munum aldrei gefa prinsipp okkar upp á bátinn. Tyrkland byggja 82 milljónir föðurlandsvina sem munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir tyrkneskt lýðræði,“ sagði frambjóðandinn á meðan samtök stuðningsmanna hans hvöttu til stillingar og sögðust fullviss um að sigur myndi vinnast á ný. Evrópusambandið brást sömuleiðis illa við ákvörðun tyrknesku landskjörstjórnarinnar. Federica Mogherini utanríkismálastjóri kallaði eftir tafarlausum útskýringum. „Það að tryggja frjálst, gegnsætt og sanngjarnt kosningaferli er lykilatriði fyrir hvert lýðræðisríki. Þessi afstaða er grundvallaratriði í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands,“ sagði Mogherini. ESB hefur áður lent upp á kant við Tyrki vegna tyrknesks lýðræðis. Fyrr á þessu ári samþykkti meirihluti Evrópuþingsins að frysta aðildarviðræður Tyrkja vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Þetta gerði Evrópuþingið einnig árið 2016 eftir að tyrkneska ríkisstjórnin handtók og rak fjölmarga opinbera starfsmenn vegna meintra tengsla við hreyfingu útlæga klerksins Fethullah Gülen, sem Erdogan-stjórnin telur hafa staðið á bak við valdaránstilraun fyrr sama ár. Forsetinn og aðrir úr flokki hans hafa einnig gert athugasemdir við framkvæmd borgarstjórakosninga í höfuðborginni Ankara og í Izmir. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið að endurtaka kosningar í þeim borgum.
Birtist í Fréttablaðinu Tyrkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira