Nágrönnum ofbýður yfirfullir nytjagámar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Fatnaður af ýmsum toga leyndist í hrúgunni. Eigandi ætlaði þeim annað líf hjá nauðþurftafólki en fötin enda væntanlega í ruslinu. fréttablaðið/anton brink Brjóstahaldarar, íþróttaskór og annar heillegur fatnaður liggur eins og hráviði í götunni við grenndarstöð Sorpu í Gnoðarvogi. Nágrannar segjast komnir með nóg af slæmri umgengni sem helgast af því hversu sjaldan gámarnir eru tæmdir. „Umgengnin á þessu er svo rosaleg að það nær ekki nokkru lagi. Við erum að þrífa garðinn hérna annan hvern dag ef það hreyfir vind. Það er gengið svo illa um þetta og gámurinn ekki losaður heldur,“ segir nágranni grenndarstöðvarinnar sem hafði samband við Fréttablaðið. Blaðamaður fór á vettvang á mánudag og það var ekki orðum aukið. Endurvinnslu- og fatasöfnunargámar allir barmafullir og letilegar tilraunir fólks til að koma rusli og fatagjöfum áleiðis þrátt fyrir það gjörsamlega misheppnaðar. Íbúinn segir fatasöfnunargám Rauða krossins ekki hafa verið tæmdan lengi. Þegar fólk komi svo ekki meiru ofan í hann leggi það fatapoka fyrir framan. Slíkar tilraunir enda með ósköpum. „Svo koma greinilega einhverjir, opna poka, hrista úr þessu og þetta liggur eins og hráviði um allt. Okkur of býður þetta alveg.“ Ástandið við endurvinnslugámana er litlu skárra. Þeir séu yfirleitt fljótir að fyllast og svo fýkur ruslið inn í nærliggjandi garða og svæði. Athugun blaðamanns staðfesti að svæðið í kringum grenndarstöðina mætti í besta falli teljast sóðalega og illa hirt. „En fatagámurinn er kjaftfullur og það kemst ekki ein drusla í hann til viðbótar. Það er alltaf verið að tala um að fólk sé að sóa og henda svo miklu svo að það reynir að gefa. En það verður ekkert úr þessu svona,“ segir íbúinn langþreyttur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Brjóstahaldarar, íþróttaskór og annar heillegur fatnaður liggur eins og hráviði í götunni við grenndarstöð Sorpu í Gnoðarvogi. Nágrannar segjast komnir með nóg af slæmri umgengni sem helgast af því hversu sjaldan gámarnir eru tæmdir. „Umgengnin á þessu er svo rosaleg að það nær ekki nokkru lagi. Við erum að þrífa garðinn hérna annan hvern dag ef það hreyfir vind. Það er gengið svo illa um þetta og gámurinn ekki losaður heldur,“ segir nágranni grenndarstöðvarinnar sem hafði samband við Fréttablaðið. Blaðamaður fór á vettvang á mánudag og það var ekki orðum aukið. Endurvinnslu- og fatasöfnunargámar allir barmafullir og letilegar tilraunir fólks til að koma rusli og fatagjöfum áleiðis þrátt fyrir það gjörsamlega misheppnaðar. Íbúinn segir fatasöfnunargám Rauða krossins ekki hafa verið tæmdan lengi. Þegar fólk komi svo ekki meiru ofan í hann leggi það fatapoka fyrir framan. Slíkar tilraunir enda með ósköpum. „Svo koma greinilega einhverjir, opna poka, hrista úr þessu og þetta liggur eins og hráviði um allt. Okkur of býður þetta alveg.“ Ástandið við endurvinnslugámana er litlu skárra. Þeir séu yfirleitt fljótir að fyllast og svo fýkur ruslið inn í nærliggjandi garða og svæði. Athugun blaðamanns staðfesti að svæðið í kringum grenndarstöðina mætti í besta falli teljast sóðalega og illa hirt. „En fatagámurinn er kjaftfullur og það kemst ekki ein drusla í hann til viðbótar. Það er alltaf verið að tala um að fólk sé að sóa og henda svo miklu svo að það reynir að gefa. En það verður ekkert úr þessu svona,“ segir íbúinn langþreyttur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira