Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 11:30 LeBron James með Meistaradeildarbikarinn, Ætli hann mæti á úrslitaleikinn í Madrid? Getty/Andrew Powell Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. Stuðningsmenn Liverpool eru út um allan heim og sumir þeirra eru hetjur úr öðrum íþróttagreinum. Bandaríska körfuboltastjarnan LeBron James er ekki með í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í fjórtán ár og ætti því að hafa nægan tíma til að fylgjast með sínu félagi í enska boltanum. LeBron James eignaðist tveggja prósenta hlut í Liverpool árið 2011 og kostaði það hann um 6,5 milljónir dollara eða 796 milljónir íslenskra króna. James á enn þá þennan hlut en eftir frábært gengi Liverpool liðsins undanfarin ár þá er hlutur hans mikli verðmeiri í dag. Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð og háði harða baráttu við Manchester City um enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Bandaríski blaðamaðurinn Darren Rovell benti á það á Twitter að þessi tveggja prósenta hlutur LeBron James sé nú metinn á 35 milljónir dollara eða tæplega 4,3 milljarða íslenskra króna.Liverpool is going to the Champions League Final. LeBron owns 2% of the team. He paid $6.5 million for his original stake in 2011. Worth at least $35 million now. pic.twitter.com/mMtMlm6F7Q — Darren Rovell (@darrenrovell) May 7, 2019Það þýðir að hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast á þessum átta árum síðan að hann keypti í félaginu, farið úr 796 milljónum íslenskra króna upp í 4,3 milljarða. Ekki slæm ávöxtun þar á ferðinni. LeBron James fagnaði líka árangri sinna manna á Twitter eftir leikinn í gær.‼️‼️‼️‼️‼️‼️ AMAZING NIGHT FOR THE REDS. WOW‼️‼️ #YNWAhttps://t.co/n9tuwtaj8z — LeBron James (@KingJames) May 7, 2019Liverpool mætir annaðhvort Ajax eða Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid 1. júní næstkomandi. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. Stuðningsmenn Liverpool eru út um allan heim og sumir þeirra eru hetjur úr öðrum íþróttagreinum. Bandaríska körfuboltastjarnan LeBron James er ekki með í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í fjórtán ár og ætti því að hafa nægan tíma til að fylgjast með sínu félagi í enska boltanum. LeBron James eignaðist tveggja prósenta hlut í Liverpool árið 2011 og kostaði það hann um 6,5 milljónir dollara eða 796 milljónir íslenskra króna. James á enn þá þennan hlut en eftir frábært gengi Liverpool liðsins undanfarin ár þá er hlutur hans mikli verðmeiri í dag. Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð og háði harða baráttu við Manchester City um enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Bandaríski blaðamaðurinn Darren Rovell benti á það á Twitter að þessi tveggja prósenta hlutur LeBron James sé nú metinn á 35 milljónir dollara eða tæplega 4,3 milljarða íslenskra króna.Liverpool is going to the Champions League Final. LeBron owns 2% of the team. He paid $6.5 million for his original stake in 2011. Worth at least $35 million now. pic.twitter.com/mMtMlm6F7Q — Darren Rovell (@darrenrovell) May 7, 2019Það þýðir að hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast á þessum átta árum síðan að hann keypti í félaginu, farið úr 796 milljónum íslenskra króna upp í 4,3 milljarða. Ekki slæm ávöxtun þar á ferðinni. LeBron James fagnaði líka árangri sinna manna á Twitter eftir leikinn í gær.‼️‼️‼️‼️‼️‼️ AMAZING NIGHT FOR THE REDS. WOW‼️‼️ #YNWAhttps://t.co/n9tuwtaj8z — LeBron James (@KingJames) May 7, 2019Liverpool mætir annaðhvort Ajax eða Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid 1. júní næstkomandi.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30
Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00
Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30