Leikmenn Liverpool áttu sumir erfitt með sig í klefanum eftir leikinn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 14:00 Trent Alexander-Arnold átti mikinn þátt í sigrinum í gærkvöldi. Mynd/Twitter/@LFC Það voru miklar tilfinningar í gangi meðal leikmanna Liverpool liðsins eftir ótrúlegan endurkomusigur á stórliði Barcelona á Anfield í gærkvöldi. Það spáðu fáir því að Liverpool kæmist áfram eftir 3-0 tap á móti Barcelona í fyrri leiknum á Spáni. Leikmenn Liverpool þurftu því að þjappa sér saman og halda trúnni á hvern annan og liðið. Ekki hjálpaði til að liðið missti bæði Mohamed Salah og Roberto Firmino í meiðsli fyrir þennan mikilvæga leik. Hvernig átti lið án tveggja bestu sóknarmanna sinn að skora fjögur mörk hjá Barcelona og það sem meira er að gera það án þess að mega fá á sig mark? Það ótrúlega gerðist og Liverpool tókst að framkalla kraftaverk á stórbrotnu Evrópukvöldi á Anfield. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr búningsklefa Liverpool eftir leikinn en það birtist á samfélagsmiðlum Liverpool sem fengu örugglega mikla umferð eftir leikinn í gær. Inside the dressing room at full-time with our Reds... pic.twitter.com/n8BePcDHfY — Liverpool FC (@LFC) May 7, 2019Þar mátti sjá að margir leikmenn Liverpool áttu erfitt með sig í klefanum eftir leikinn. Þar á meðal var hinn tvítugi Trent Alexander-Arnold sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. Í myndbandinu hér fyrir ofan má einnig sjá að enginn brosti breiðara en Mohamed Salah sem missti af leiknum vegna höfuðhöggs um síðustu helgi. Egyptinn lék við hvern sinn fingur í Liverpool klefanum í gær. Það mátti sjá Mohamed Salah meðal annars grínast við James Milner sem hafði tárast í leikslok. Salah spurði Milner hvort að hann hafi nokkuð verið búinn að plana sumarfríið sitt. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Madrid 1. júní en ef Liverpool hefði tapað í gærkvöldi þá hefði tímabilið endað sunnudaginn 12. maí. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefán Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Það voru miklar tilfinningar í gangi meðal leikmanna Liverpool liðsins eftir ótrúlegan endurkomusigur á stórliði Barcelona á Anfield í gærkvöldi. Það spáðu fáir því að Liverpool kæmist áfram eftir 3-0 tap á móti Barcelona í fyrri leiknum á Spáni. Leikmenn Liverpool þurftu því að þjappa sér saman og halda trúnni á hvern annan og liðið. Ekki hjálpaði til að liðið missti bæði Mohamed Salah og Roberto Firmino í meiðsli fyrir þennan mikilvæga leik. Hvernig átti lið án tveggja bestu sóknarmanna sinn að skora fjögur mörk hjá Barcelona og það sem meira er að gera það án þess að mega fá á sig mark? Það ótrúlega gerðist og Liverpool tókst að framkalla kraftaverk á stórbrotnu Evrópukvöldi á Anfield. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr búningsklefa Liverpool eftir leikinn en það birtist á samfélagsmiðlum Liverpool sem fengu örugglega mikla umferð eftir leikinn í gær. Inside the dressing room at full-time with our Reds... pic.twitter.com/n8BePcDHfY — Liverpool FC (@LFC) May 7, 2019Þar mátti sjá að margir leikmenn Liverpool áttu erfitt með sig í klefanum eftir leikinn. Þar á meðal var hinn tvítugi Trent Alexander-Arnold sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. Í myndbandinu hér fyrir ofan má einnig sjá að enginn brosti breiðara en Mohamed Salah sem missti af leiknum vegna höfuðhöggs um síðustu helgi. Egyptinn lék við hvern sinn fingur í Liverpool klefanum í gær. Það mátti sjá Mohamed Salah meðal annars grínast við James Milner sem hafði tárast í leikslok. Salah spurði Milner hvort að hann hafi nokkuð verið búinn að plana sumarfríið sitt. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Madrid 1. júní en ef Liverpool hefði tapað í gærkvöldi þá hefði tímabilið endað sunnudaginn 12. maí.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefán Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00
Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30
Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00
Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30