Harry Kane vonast til að ná úrslitaleiknum á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2019 11:00 Harry Kane fagnar sigri Tottenham í gær og var ekkert mikið að hlífa ökklanum. Getty/Charlotte Wilson Stuðningsmenn Tottenham gátu ekki bara glaðst yfir frábærum sigri sinna manna í Amsterdam í gær því þeir sáu líka stjörnuframherjann Harry Kane hlaupa um í fagnaðarlátunum. Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan að hann meiddist á ökkla 9. apríl síðastliðinn en það var augljóst á fögnuði hans í gær að það styttist í endurkomuna. „Endurhæfingin gengur vel,“ sagði Harry Kane við blaðamann BBC. „Ég byrjaði að hlaupa í beinni línu í þessari viku og ég er farinn að æfa meira til að sanna mig fyrir stjóranum,“ sagði Kane. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham og komst svo í 2-0 í seinni leiknum í gærkvöldi. Þrjú mörk frá Tottenham, þar af það síðasta í uppbótatíma, tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Liverpool í Madrid. Kane meiddist í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Manchester City. Hann var í heiðursstúkunni þegar Lucas Moura skoraði þriðja markið á sjöttu mínútu í uppbótatíma en dreif sig þá niður á völl. Hann var kominn þangað þegar lokaflautið gall.Harry Kane says he is "hopeful" he'll be fit for the #ChampionsLeague final against Liverpool next month. In full: https://t.co/oR0BdV7BlN#Spurs#LFC#THFC#bbcfootballpic.twitter.com/2Yfr3wGwvl — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019 „Ég er fyrst og fremst stuðningsmaður og ég veit hversu miklu máli þetta skipti klúbbinn,“ sagði Harry Kane en Tottenham hefur aldrei áður spilað til úrslita í Meistaradeildinni. „Fyrri hálfleikurinn voru vonbrigði og við leyfðum þeim að spila sinn leik. Ég fór í klefann í hálfleik og við vissum allir að þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Við áttum hins vegar inni 45 mínútur til að gefa allt í þetta,“ sagði Kane. „Strákarnir köfuðu djúpt og sýndu ástríðu. Það er ekki hægt að biðja um meira. Við urðum að bíða eftir þriðja markinu fram á lokamínútuna en við fundum leiðina. Um þetta snýst fótboltinn og nú erum við á leiðinni í úrslitaleikinn,“ sagði Kane. Kane er vongóður um að ná úrslitaleiknum sem fer fram 1. júní næstkomandi eða eftir 23 daga. Kane fær því rúmar þrjár vikur til að koma sér í gang á ný. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira
Stuðningsmenn Tottenham gátu ekki bara glaðst yfir frábærum sigri sinna manna í Amsterdam í gær því þeir sáu líka stjörnuframherjann Harry Kane hlaupa um í fagnaðarlátunum. Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan að hann meiddist á ökkla 9. apríl síðastliðinn en það var augljóst á fögnuði hans í gær að það styttist í endurkomuna. „Endurhæfingin gengur vel,“ sagði Harry Kane við blaðamann BBC. „Ég byrjaði að hlaupa í beinni línu í þessari viku og ég er farinn að æfa meira til að sanna mig fyrir stjóranum,“ sagði Kane. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham og komst svo í 2-0 í seinni leiknum í gærkvöldi. Þrjú mörk frá Tottenham, þar af það síðasta í uppbótatíma, tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Liverpool í Madrid. Kane meiddist í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Manchester City. Hann var í heiðursstúkunni þegar Lucas Moura skoraði þriðja markið á sjöttu mínútu í uppbótatíma en dreif sig þá niður á völl. Hann var kominn þangað þegar lokaflautið gall.Harry Kane says he is "hopeful" he'll be fit for the #ChampionsLeague final against Liverpool next month. In full: https://t.co/oR0BdV7BlN#Spurs#LFC#THFC#bbcfootballpic.twitter.com/2Yfr3wGwvl — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019 „Ég er fyrst og fremst stuðningsmaður og ég veit hversu miklu máli þetta skipti klúbbinn,“ sagði Harry Kane en Tottenham hefur aldrei áður spilað til úrslita í Meistaradeildinni. „Fyrri hálfleikurinn voru vonbrigði og við leyfðum þeim að spila sinn leik. Ég fór í klefann í hálfleik og við vissum allir að þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Við áttum hins vegar inni 45 mínútur til að gefa allt í þetta,“ sagði Kane. „Strákarnir köfuðu djúpt og sýndu ástríðu. Það er ekki hægt að biðja um meira. Við urðum að bíða eftir þriðja markinu fram á lokamínútuna en við fundum leiðina. Um þetta snýst fótboltinn og nú erum við á leiðinni í úrslitaleikinn,“ sagði Kane. Kane er vongóður um að ná úrslitaleiknum sem fer fram 1. júní næstkomandi eða eftir 23 daga. Kane fær því rúmar þrjár vikur til að koma sér í gang á ný.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira