Til skoðunar að lækka hámarkshraða á Snorrabraut, Langholtsvegi og víðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 11:41 Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar. Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl. Umferðaröryggisráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efndu í morgun til fundar um umferðaröryggi þar sem farið var yfir slysatölfræði fyrir árið 2018. Í fyrra skráði Samgöngustofa 197 tilvik þar sem hjólandi eða gangandi vegfarendur slösuðust eða létust. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, bendir á reiðhjólaumferð hafi aukist mikið og að árið 2017 hafi til að mynda sjö prósent allra vegfarenda í Reykjavík verið á hjóli. Samhliða þessu hafi slysum fjölgað og við því þurfi að bregðast. „Yfir fimmtíu prósent alvarlegra og banaslysa í Reykjavík eru á þessum mjúku vegfarendahópum [hjólandi og gangndi]. Þannig við þurfum að einblína mjög sterkt á að vernda þá betur og bæta öryggi þeirra með öllum tiltækum ráðum," segir Þorsteinn.Yfir helmingur þeirra sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni í Reykjavík í fyrra voru gangandi eða hjólandi.Vísir/GettyUndir þetta falla meðal annars vegfarendur sem eru á leið til og frá strætisvögnum. Þorsteinn gerir ráð fyrir að hópurinn haldi áfram að stækka og því þurfi að grípa til aðgerða, eigi að vera hægt að tryggja öryggi þeirra. „Það sem er gríðarlega mikilvægt í okkar huga er aukið hraðaeftirlit og rauðljósaeftirlit. Að bæta það og reyna helst að gera það með rafrænum hætti og nota tæknina í það. Hraðalækkun er gríðarlega mikilvæg, þannig að þegar að það verður slys, að þá sé ökutæki á sem minnstum hraða," segir Þorsteinn. Hann bendir á að átak í hraðalækknum í hverfum hafi skilað árangri, þar sem hámarkshraði var færður niður í þrjátíu. Nú eigi að ráðast í nýtt átak. „Við erum stöðugt að horfa á hvort við eigum að færa fleiri götur niður í þrjátíu. En það eru tengibrautir inni í borginni sem við viljum gjarnan fara að færa úr fimmtíu og niður í fjörtíu, sem lið í nýrri umferðaröryggisáætlun."Eins og hvaða brautir? „Við erum að tala um Snorrabraut, Lönguhlíð, Langholtsveg, svo ég nefni einhver einstök dæmi." Hvenær gæti þetta gerst? „Bara vonandi á þessu eða næsta ári," segir Þorsteinn. Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl. Umferðaröryggisráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efndu í morgun til fundar um umferðaröryggi þar sem farið var yfir slysatölfræði fyrir árið 2018. Í fyrra skráði Samgöngustofa 197 tilvik þar sem hjólandi eða gangandi vegfarendur slösuðust eða létust. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, bendir á reiðhjólaumferð hafi aukist mikið og að árið 2017 hafi til að mynda sjö prósent allra vegfarenda í Reykjavík verið á hjóli. Samhliða þessu hafi slysum fjölgað og við því þurfi að bregðast. „Yfir fimmtíu prósent alvarlegra og banaslysa í Reykjavík eru á þessum mjúku vegfarendahópum [hjólandi og gangndi]. Þannig við þurfum að einblína mjög sterkt á að vernda þá betur og bæta öryggi þeirra með öllum tiltækum ráðum," segir Þorsteinn.Yfir helmingur þeirra sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni í Reykjavík í fyrra voru gangandi eða hjólandi.Vísir/GettyUndir þetta falla meðal annars vegfarendur sem eru á leið til og frá strætisvögnum. Þorsteinn gerir ráð fyrir að hópurinn haldi áfram að stækka og því þurfi að grípa til aðgerða, eigi að vera hægt að tryggja öryggi þeirra. „Það sem er gríðarlega mikilvægt í okkar huga er aukið hraðaeftirlit og rauðljósaeftirlit. Að bæta það og reyna helst að gera það með rafrænum hætti og nota tæknina í það. Hraðalækkun er gríðarlega mikilvæg, þannig að þegar að það verður slys, að þá sé ökutæki á sem minnstum hraða," segir Þorsteinn. Hann bendir á að átak í hraðalækknum í hverfum hafi skilað árangri, þar sem hámarkshraði var færður niður í þrjátíu. Nú eigi að ráðast í nýtt átak. „Við erum stöðugt að horfa á hvort við eigum að færa fleiri götur niður í þrjátíu. En það eru tengibrautir inni í borginni sem við viljum gjarnan fara að færa úr fimmtíu og niður í fjörtíu, sem lið í nýrri umferðaröryggisáætlun."Eins og hvaða brautir? „Við erum að tala um Snorrabraut, Lönguhlíð, Langholtsveg, svo ég nefni einhver einstök dæmi." Hvenær gæti þetta gerst? „Bara vonandi á þessu eða næsta ári," segir Þorsteinn.
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira