Rekinn eftir að hafa birt mynd af apa í tengslum við fæðingu Archie Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2019 12:27 Danny Baker. Getty Breski fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Danny Baker hefur verið rekinn frá BBC eftir að hann birti mynd af simpansa á Twitter-síðu sinni með textanum „konunglega barnið yfirgefur sjúkrahúsið“. Baker hefur nú eytt tístinu og beðist afsökunar. „Ég hefði notað sömu heimskulegu mynd ef um annað konunglegt barn hefði verið að ræða, barn Boris Johnson eða þess vegna mitt eigið. Þetta er fyndin mynd,“ segir Baker. Á umræddri mynd, sem talin er vera frá þriðja áratug síðustu aldar, má sjá vel klætt par þar sem það leiðir simpansa íklæddum fötum. Margir gagnrýndu Baker eftir að hann birti myndina þar sem hún var talin rasísk vegna húðlitar Meghan. Doria Ragland, móðir Meghan sem kom sérstaklega frá Los Angeles vegna komu barnabarnsins, er svört, en faðir hennar hvítur.Meghan og Harry Bretaprins með Archie litla.GettyTalsmaður BBC segir Baker hafa sýnt fram á alvarlegan dómgreindarbrest og að tístið stríði gegn gildum BBC. Baker muni því ekki stýra vikulegum útvarpsþætti sínum hjá BBC framar. Hinn 61 árs Baker hefur beðist afsökunar og segir að með myndinni hafi hann ætlað sér að benda á að komið sé fram við meðlimi konungsfjölskyldunnar líkt og um sirkusdýr væri að ræða. Einnig segir hann BBC hafa „kastað honum fyrir rútu“. Arche Harrison Mountbatten-Windsor, sonur Meghan og Harry Bretaprins, kom í heiminn á mánudaginn. Að ósk foreldranna mun hann ekki fá sérstakan titil, „jarl“, heldur verður þess í stað kallaður Master. Að neðan má sjá tíst Baker þar sem hann biðst afsökunar.Once again. Sincere apologies for the stupid unthinking gag pic earlier. Was supposed to be joke about Royals vs circus animals in posh clothes but interpreted as about monkeys & race, so rightly deleted. Royal watching not my forte. Also, guessing it was my turn in the barrel. pic.twitter.com/86cQGbAhDc — Danny Baker (@prodnose) May 8, 2019 Bretland Kóngafólk Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Breski fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Danny Baker hefur verið rekinn frá BBC eftir að hann birti mynd af simpansa á Twitter-síðu sinni með textanum „konunglega barnið yfirgefur sjúkrahúsið“. Baker hefur nú eytt tístinu og beðist afsökunar. „Ég hefði notað sömu heimskulegu mynd ef um annað konunglegt barn hefði verið að ræða, barn Boris Johnson eða þess vegna mitt eigið. Þetta er fyndin mynd,“ segir Baker. Á umræddri mynd, sem talin er vera frá þriðja áratug síðustu aldar, má sjá vel klætt par þar sem það leiðir simpansa íklæddum fötum. Margir gagnrýndu Baker eftir að hann birti myndina þar sem hún var talin rasísk vegna húðlitar Meghan. Doria Ragland, móðir Meghan sem kom sérstaklega frá Los Angeles vegna komu barnabarnsins, er svört, en faðir hennar hvítur.Meghan og Harry Bretaprins með Archie litla.GettyTalsmaður BBC segir Baker hafa sýnt fram á alvarlegan dómgreindarbrest og að tístið stríði gegn gildum BBC. Baker muni því ekki stýra vikulegum útvarpsþætti sínum hjá BBC framar. Hinn 61 árs Baker hefur beðist afsökunar og segir að með myndinni hafi hann ætlað sér að benda á að komið sé fram við meðlimi konungsfjölskyldunnar líkt og um sirkusdýr væri að ræða. Einnig segir hann BBC hafa „kastað honum fyrir rútu“. Arche Harrison Mountbatten-Windsor, sonur Meghan og Harry Bretaprins, kom í heiminn á mánudaginn. Að ósk foreldranna mun hann ekki fá sérstakan titil, „jarl“, heldur verður þess í stað kallaður Master. Að neðan má sjá tíst Baker þar sem hann biðst afsökunar.Once again. Sincere apologies for the stupid unthinking gag pic earlier. Was supposed to be joke about Royals vs circus animals in posh clothes but interpreted as about monkeys & race, so rightly deleted. Royal watching not my forte. Also, guessing it was my turn in the barrel. pic.twitter.com/86cQGbAhDc — Danny Baker (@prodnose) May 8, 2019
Bretland Kóngafólk Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira