Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. apríl 2019 07:00 Núverandi höfuðstöðvar smálánafyrirtækjanna í Kaupmannahöfn. Neytendur Skiptum er lokið á þrotabúi smálánafyrirtækisins Smálán ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota þann 21. september 2016. Greint er frá skiptalokum í Lögbirtingablaðinu í gær. Þar kemur fram að lýstar kröfur í búið hafi numið ríflega 170 milljónum króna en að skiptastjórinn hafi samþykkt kröfur að fjárhæð 99,5 milljónir. Upp í þær kröfur fengust greiddar um 60 milljónir króna. Smálán er annað smálánafyrirtækið, sem laut sama dularfulla og flókna eignarhaldinu á sínum tíma, sem fer í þrot. Hitt var Kredia sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl 2017. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur þar upp á ríflega 250 milljónir króna. Bæði fyrirtæki voru á sínum tíma ítrekað sektuð fyrir brot á neytendum en voru á endanum keyrð í þrot af kröfuhöfum sínum. Heildarkröfur sem lýst var í búin tvö nema því á fimmta hundrað milljónum króna en síðast þegar vitað var voru félögin í eigu fjárfestis frá Slóvakíu, Mario Megela. Þrátt fyrir að íslenskar kennitölur smálánafyrirtækjanna alræmdu hafi nú verið gerðar upp og gjaldþrotaslóðin nemi hundruðum milljóna þá þýðir það ekki að fyrirtækin sjálf hafi lagt upp laupana. Þvert á móti virðast þau hafa sótt styrk við að sameinast. Líkt og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í lok mars eru helstu skyndilánafyrirtækin sem starfað hafa hér á landi komin í eina sæng og skráð í Danmörku. Kredia, Smálán, Hraðpeningar, 1909 og Múla eru nú öll skráð í eigu félagsins Ecommerce 2020. Eigandi þess er skráður Tékkinn Ondrej Smakal. Halda þau áfram að bjóða og lána nauðstöddum Íslendingum peninga með mörg hundruð prósenta okurvöxtum. Smálánafyrirtækin hafa í gegnum tíðina verið þyrnir í augum stofnana á borð við Umboðsmann skuldara en Fréttablaðið greindi frá því í desember síðastliðnum að ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fjölgi enn. Þá var hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun hjá stofnuninni sem voru með skyndilán 59 prósent. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði þá að áhersla sé nú lögð á forvarnir til að forða fólki frá því að festast í vítahring dýrra skyndilána. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Neytendur Smálán Tengdar fréttir Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09 Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Neytendur Skiptum er lokið á þrotabúi smálánafyrirtækisins Smálán ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota þann 21. september 2016. Greint er frá skiptalokum í Lögbirtingablaðinu í gær. Þar kemur fram að lýstar kröfur í búið hafi numið ríflega 170 milljónum króna en að skiptastjórinn hafi samþykkt kröfur að fjárhæð 99,5 milljónir. Upp í þær kröfur fengust greiddar um 60 milljónir króna. Smálán er annað smálánafyrirtækið, sem laut sama dularfulla og flókna eignarhaldinu á sínum tíma, sem fer í þrot. Hitt var Kredia sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl 2017. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur þar upp á ríflega 250 milljónir króna. Bæði fyrirtæki voru á sínum tíma ítrekað sektuð fyrir brot á neytendum en voru á endanum keyrð í þrot af kröfuhöfum sínum. Heildarkröfur sem lýst var í búin tvö nema því á fimmta hundrað milljónum króna en síðast þegar vitað var voru félögin í eigu fjárfestis frá Slóvakíu, Mario Megela. Þrátt fyrir að íslenskar kennitölur smálánafyrirtækjanna alræmdu hafi nú verið gerðar upp og gjaldþrotaslóðin nemi hundruðum milljóna þá þýðir það ekki að fyrirtækin sjálf hafi lagt upp laupana. Þvert á móti virðast þau hafa sótt styrk við að sameinast. Líkt og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í lok mars eru helstu skyndilánafyrirtækin sem starfað hafa hér á landi komin í eina sæng og skráð í Danmörku. Kredia, Smálán, Hraðpeningar, 1909 og Múla eru nú öll skráð í eigu félagsins Ecommerce 2020. Eigandi þess er skráður Tékkinn Ondrej Smakal. Halda þau áfram að bjóða og lána nauðstöddum Íslendingum peninga með mörg hundruð prósenta okurvöxtum. Smálánafyrirtækin hafa í gegnum tíðina verið þyrnir í augum stofnana á borð við Umboðsmann skuldara en Fréttablaðið greindi frá því í desember síðastliðnum að ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fjölgi enn. Þá var hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun hjá stofnuninni sem voru með skyndilán 59 prósent. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði þá að áhersla sé nú lögð á forvarnir til að forða fólki frá því að festast í vítahring dýrra skyndilána.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Neytendur Smálán Tengdar fréttir Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09 Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09
Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00