„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2019 12:47 Mjaldurinn vinalegi áður en beislið var tekið af honum. Vísir/EPA Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. Norskir sjómenn fundu umræddan mjaldur í sjónum úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Mjaldurinn vakti sérstaka athygli sökum þess hversu gæfur hann var og enn fremur vegna beislis sem hann hafði utan um sig. Á beislinu, sem var fjarlægt af mjaldrinum, stendur „búnaður Sankti Pétursborgar. Sérfræðingar töldu hvalinn að öllum líkindum á ábyrgð rússneska sjóhersins en ekki þarlendra vísindamanna. Sjá einnig: Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Leyfir fólki að klappa sér og leikur listir Mjaldurinn heldur nú til í firðinum Tufjord á eyjunni Rolvsøya í Finnmörku. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Linn Sæther, íbúa í Tufjord, að mjaldurinn sé afar gæfur og leyfi fólki að klappa sér á trjónuna. Þá leiki hann einnig listir sínar í firðinum, við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá sé mjaldurinn greinilega vel þjálfaður en hann sæki til dæmis fisk, sem kastað er til hans, og syndi með hann til baka. Þó éti hann fiskinn einnig með bestu lyst þegar þannig liggi á honum. Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord.Vísir/EPA Ekkert leyndarmál að Rússar þjálfi höfrunga Viktor Baranets, ofursti hjá rússneska hernum sem skrifað hefur um notkun hersins á sjávardýrum, gaf lítið fyrir áhyggjur Norðmanna af mjaldrinum í gær. Hann neitaði þó ekki í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Govorit Moskva að mjaldurinn gæti hafa sloppið frá rússneska sjóhernum. „[…] ef við værum að nota þetta dýr til að njósna, heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer með skilaboðunum „vinsamlegast hringið í þetta númer“?“ sagði Baranets, inntur eftir því hvort hvalurinn væri notaður til njósna. Beislið, sem fjarlægt var af mjaldrinum, var mertk Sankti Pétursborg.Vísir/EPA Þá sagði hann að Rússar þjálfuðu vissulega höfrunga til að nota í hernaði og það hefði aldrei verið feimnismál. Þessir höfrungar séu þjálfaðir í herstöðinni við Sevastópol á Krímskaga og notaðir til ýmissa verka. Setur mjaldurinn í samhengi við Keikó NRK ræðir við Audun Rikardsen, hvalasérfræðing við háskólann í Tromsø, sem segir erfitt að segja til um það á þessum tímapunkti hvernig mjaldrinum muni farnast villtum í náttúrunni. Dæmi séu um að hvalir sem sleppt er úr haldi manna spjari sig ágætlega en önnur dæmi sýni fram á annað. Í því samhengi nefnir hann hinn íslenska Keikó, sem verslaðist upp við Noregsstrendur árið 2003 eftir að hafa verið sleppt lausum frá Vestmannaeyjum árið áður. „Eitt í þessu er að hann þarf að læra að finna æti af sjálfsdáðum. Hitt er að þetta er líka félagsvera sem venjulega heldur til í hóp. Hann þarf þess vegna að finna sér hóp og það er ekki alltaf auðvelt ef hann hefur verið lengi í haldi manna og skilur kannski ekki samskiptareglurnar.“ Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. Norskir sjómenn fundu umræddan mjaldur í sjónum úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Mjaldurinn vakti sérstaka athygli sökum þess hversu gæfur hann var og enn fremur vegna beislis sem hann hafði utan um sig. Á beislinu, sem var fjarlægt af mjaldrinum, stendur „búnaður Sankti Pétursborgar. Sérfræðingar töldu hvalinn að öllum líkindum á ábyrgð rússneska sjóhersins en ekki þarlendra vísindamanna. Sjá einnig: Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Leyfir fólki að klappa sér og leikur listir Mjaldurinn heldur nú til í firðinum Tufjord á eyjunni Rolvsøya í Finnmörku. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Linn Sæther, íbúa í Tufjord, að mjaldurinn sé afar gæfur og leyfi fólki að klappa sér á trjónuna. Þá leiki hann einnig listir sínar í firðinum, við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá sé mjaldurinn greinilega vel þjálfaður en hann sæki til dæmis fisk, sem kastað er til hans, og syndi með hann til baka. Þó éti hann fiskinn einnig með bestu lyst þegar þannig liggi á honum. Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord.Vísir/EPA Ekkert leyndarmál að Rússar þjálfi höfrunga Viktor Baranets, ofursti hjá rússneska hernum sem skrifað hefur um notkun hersins á sjávardýrum, gaf lítið fyrir áhyggjur Norðmanna af mjaldrinum í gær. Hann neitaði þó ekki í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Govorit Moskva að mjaldurinn gæti hafa sloppið frá rússneska sjóhernum. „[…] ef við værum að nota þetta dýr til að njósna, heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer með skilaboðunum „vinsamlegast hringið í þetta númer“?“ sagði Baranets, inntur eftir því hvort hvalurinn væri notaður til njósna. Beislið, sem fjarlægt var af mjaldrinum, var mertk Sankti Pétursborg.Vísir/EPA Þá sagði hann að Rússar þjálfuðu vissulega höfrunga til að nota í hernaði og það hefði aldrei verið feimnismál. Þessir höfrungar séu þjálfaðir í herstöðinni við Sevastópol á Krímskaga og notaðir til ýmissa verka. Setur mjaldurinn í samhengi við Keikó NRK ræðir við Audun Rikardsen, hvalasérfræðing við háskólann í Tromsø, sem segir erfitt að segja til um það á þessum tímapunkti hvernig mjaldrinum muni farnast villtum í náttúrunni. Dæmi séu um að hvalir sem sleppt er úr haldi manna spjari sig ágætlega en önnur dæmi sýni fram á annað. Í því samhengi nefnir hann hinn íslenska Keikó, sem verslaðist upp við Noregsstrendur árið 2003 eftir að hafa verið sleppt lausum frá Vestmannaeyjum árið áður. „Eitt í þessu er að hann þarf að læra að finna æti af sjálfsdáðum. Hitt er að þetta er líka félagsvera sem venjulega heldur til í hóp. Hann þarf þess vegna að finna sér hóp og það er ekki alltaf auðvelt ef hann hefur verið lengi í haldi manna og skilur kannski ekki samskiptareglurnar.“
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23