Handtekinn fyrir hryðjuverkaárás í norðurkóresku sendiráði Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 12:42 Ráðist var inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Bandarísk yfirvöld hafa handtekið fyrrum landgönguliða sjóhersins sem var hluti hóps sem á að hafa ráðist inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd í febrúar og stolið raftækjum. Frá þessu er greint á vef Reuters. Christopher Ahn var handtekinn á fimmtudag og færður fyrir ríkisdómstól í Los Angeles á föstudag. Auk þess réðust útsendarar bandaríska ríkisins inn í íbúð Adrian Chong, sem er forystumaður Cheolima Civil Defense hreyfingarinnar, sem berst fyrir því að koma Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu af valdastóli. Haft er eftir heimildarmanni að Adrian hafi ekki verið viðstaddur þegar farið var inn á heimili hans. Að minnsta kosti tíu manns eiga að hafa ráðist inn í sendiráðið, haldið starfsfólki föngum í marga klukkutíma sem og ráðist að einhverjum þeirra áður en þau flýðu sendiráðið, skv. spænskum yfirvöldum. Árásarmennirnir eiga þá að hafa tekið með sér tölvur og harða diska áður en þau flúðu til Bandaríkjanna þar sem þau létu alríkislögreglunni efnið í hendur. Nú hefur efninu öllu verið skilað til norðurkóreskra yfirvalda en Cheolima hópurinn, sem kallar sig einnig Free Joseon, sagði að innrásin hafi ekki verið árás heldur hafi hópnum verið boðið í sendiráðið. Árásin var gerð aðeins nokkrum dögum fyrir annan fund Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, en engar framfarir urðu á fundinum þar sem Trump reyndi að fá Norður-Kóreu til að yfirgefa kjarnorkuáætlun sína. Norðurkóresk yfirvöld hafa sagt árásina alvarlega hryðjuverkaárás og hafa nefnt orðróma um að alríkislögregla Bandaríkjanna standi á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað þeim ásökunum. Spænsk réttargögn greina frá því að þrír árásarmannanna hafi leitt einn starfsmanna sendiráðsins niður í kjallara þess þar sem þeir reyndu að fá hann til að flýja land sitt. Gögnin greina einnig frá því að nokkrir þeirra sem voru í hópnum hafi flúið til Bandaríkjanna, en ekki er vitað hvar þessir einstaklingar eru staðsettir að svo stöddu. Spænsk yfirvöld hafa krafist þess að þeir einstaklingar sem við koma málinu verði sendir aftur til Spánar til að koma fyrir dóm. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur neitað að tjá sig um málið. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa handtekið fyrrum landgönguliða sjóhersins sem var hluti hóps sem á að hafa ráðist inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd í febrúar og stolið raftækjum. Frá þessu er greint á vef Reuters. Christopher Ahn var handtekinn á fimmtudag og færður fyrir ríkisdómstól í Los Angeles á föstudag. Auk þess réðust útsendarar bandaríska ríkisins inn í íbúð Adrian Chong, sem er forystumaður Cheolima Civil Defense hreyfingarinnar, sem berst fyrir því að koma Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu af valdastóli. Haft er eftir heimildarmanni að Adrian hafi ekki verið viðstaddur þegar farið var inn á heimili hans. Að minnsta kosti tíu manns eiga að hafa ráðist inn í sendiráðið, haldið starfsfólki föngum í marga klukkutíma sem og ráðist að einhverjum þeirra áður en þau flýðu sendiráðið, skv. spænskum yfirvöldum. Árásarmennirnir eiga þá að hafa tekið með sér tölvur og harða diska áður en þau flúðu til Bandaríkjanna þar sem þau létu alríkislögreglunni efnið í hendur. Nú hefur efninu öllu verið skilað til norðurkóreskra yfirvalda en Cheolima hópurinn, sem kallar sig einnig Free Joseon, sagði að innrásin hafi ekki verið árás heldur hafi hópnum verið boðið í sendiráðið. Árásin var gerð aðeins nokkrum dögum fyrir annan fund Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, en engar framfarir urðu á fundinum þar sem Trump reyndi að fá Norður-Kóreu til að yfirgefa kjarnorkuáætlun sína. Norðurkóresk yfirvöld hafa sagt árásina alvarlega hryðjuverkaárás og hafa nefnt orðróma um að alríkislögregla Bandaríkjanna standi á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað þeim ásökunum. Spænsk réttargögn greina frá því að þrír árásarmannanna hafi leitt einn starfsmanna sendiráðsins niður í kjallara þess þar sem þeir reyndu að fá hann til að flýja land sitt. Gögnin greina einnig frá því að nokkrir þeirra sem voru í hópnum hafi flúið til Bandaríkjanna, en ekki er vitað hvar þessir einstaklingar eru staðsettir að svo stöddu. Spænsk yfirvöld hafa krafist þess að þeir einstaklingar sem við koma málinu verði sendir aftur til Spánar til að koma fyrir dóm. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur neitað að tjá sig um málið.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38
Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47
Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39
Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58