Jóhann Örn Ásgeirsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, sagði í samtali við Vísi í dag að útlitið hafi verið slæmt þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang en bjarga þurfti fólki af svölum hússins. Aðrir komust út af sjálfsdáðum en engin slys urðu á fólki.
Sjá einnig: Fólk í hættu þegar eldurinn kom upp
Fimmtíu manns búa í húsinu en þar eru 25 herbergi. Íbúum var komið fyrir í strætisvagni á svæðinu og bíða þess að Rauði krossinn finni húsnæði fyrir þau að gista í í nótt.
Slökkviliðið mun áfram starfa á vettvangi til öryggis en verið er að meta tjónið en ljóst er að mikil vinna er fram undan.
Uppfært 20:40: Í fyrri frétt kom fram að tveir væru í haldi vegna málsins en hið rétta er að einn var yfirheyrður og sleppt að skýrslutöku lokinni.