Alltaf fullt út úr dyrum hjá kaþólska prestinum á Ásbrú Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. apríl 2019 19:00 Séra Grzegorz Adamiak hefur starfað sem prestur á Íslandi síðan 2014 vísir/egill Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum. Kaþólski sóknarpresturinn, séra Grzegorz Adamiak, var fenginn til Íslands árið 2014 til að sinna kaþólskum Pólverjum á Suðurnesjunum þar sem mikil þörf þótti á slíkri þjónustu. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og býr stór hluti þeirra á Suðurnesjunum. Í dag tilheyra um tvö þúsund manns sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II á Ásbrú í Reykjanesbæ og er alltaf fullt út úr dyrum í messu hjá Grzegorz. Hann segir að það séu alltaf um tvö til þrjú hundruð manns í messu en þær eru þrjár um helgar, tvær á pólsku og ein á ensku.Fleiri börn fermast Grzegorz segir greinilegt að kaþólska samfélagið á Suðrnesjum fari ört stækkandi. Á hverju ári ganga fleiri börn fyrst til altaris en það gera kaþólikkar þegar þeir eru átta ára gamlir. Það er staðfesting þeirra á skírninni. „Síðan ég byrjaði árið 2014 hefur fjöldinn tvöfaldast. Fyrsta árið voru 19 krakkar og núna erum við að undirbú 53 krakka sem munu ganga til altaris í fyrsta sinn,“ segir Grzegorz. Börnin fermast svo 13 til 14 ára. „Ég er með ellefu krakka sem fermast í ár,“ segir Grzegorz en það eru líka fleiri börn en síðustu ár. Grzegorz, sem er mjög vel liðinn meðal samlanda sinna, segir starf sóknarkirkjunnar mikilvægt fyrir pólska samfélagið. Þá reyni hann alltaf að vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég verð glaður þegar fólk leitar til mín. Ég held ég geti sagt að fólk þurfi á mér að halda hér,“ segir Grzegorz Adamiak, sóknarprestur á Ásbrú. Reykjanesbær Trúmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum. Kaþólski sóknarpresturinn, séra Grzegorz Adamiak, var fenginn til Íslands árið 2014 til að sinna kaþólskum Pólverjum á Suðurnesjunum þar sem mikil þörf þótti á slíkri þjónustu. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og býr stór hluti þeirra á Suðurnesjunum. Í dag tilheyra um tvö þúsund manns sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II á Ásbrú í Reykjanesbæ og er alltaf fullt út úr dyrum í messu hjá Grzegorz. Hann segir að það séu alltaf um tvö til þrjú hundruð manns í messu en þær eru þrjár um helgar, tvær á pólsku og ein á ensku.Fleiri börn fermast Grzegorz segir greinilegt að kaþólska samfélagið á Suðrnesjum fari ört stækkandi. Á hverju ári ganga fleiri börn fyrst til altaris en það gera kaþólikkar þegar þeir eru átta ára gamlir. Það er staðfesting þeirra á skírninni. „Síðan ég byrjaði árið 2014 hefur fjöldinn tvöfaldast. Fyrsta árið voru 19 krakkar og núna erum við að undirbú 53 krakka sem munu ganga til altaris í fyrsta sinn,“ segir Grzegorz. Börnin fermast svo 13 til 14 ára. „Ég er með ellefu krakka sem fermast í ár,“ segir Grzegorz en það eru líka fleiri börn en síðustu ár. Grzegorz, sem er mjög vel liðinn meðal samlanda sinna, segir starf sóknarkirkjunnar mikilvægt fyrir pólska samfélagið. Þá reyni hann alltaf að vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég verð glaður þegar fólk leitar til mín. Ég held ég geti sagt að fólk þurfi á mér að halda hér,“ segir Grzegorz Adamiak, sóknarprestur á Ásbrú.
Reykjanesbær Trúmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira