Alltaf fullt út úr dyrum hjá kaþólska prestinum á Ásbrú Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. apríl 2019 19:00 Séra Grzegorz Adamiak hefur starfað sem prestur á Íslandi síðan 2014 vísir/egill Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum. Kaþólski sóknarpresturinn, séra Grzegorz Adamiak, var fenginn til Íslands árið 2014 til að sinna kaþólskum Pólverjum á Suðurnesjunum þar sem mikil þörf þótti á slíkri þjónustu. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og býr stór hluti þeirra á Suðurnesjunum. Í dag tilheyra um tvö þúsund manns sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II á Ásbrú í Reykjanesbæ og er alltaf fullt út úr dyrum í messu hjá Grzegorz. Hann segir að það séu alltaf um tvö til þrjú hundruð manns í messu en þær eru þrjár um helgar, tvær á pólsku og ein á ensku.Fleiri börn fermast Grzegorz segir greinilegt að kaþólska samfélagið á Suðrnesjum fari ört stækkandi. Á hverju ári ganga fleiri börn fyrst til altaris en það gera kaþólikkar þegar þeir eru átta ára gamlir. Það er staðfesting þeirra á skírninni. „Síðan ég byrjaði árið 2014 hefur fjöldinn tvöfaldast. Fyrsta árið voru 19 krakkar og núna erum við að undirbú 53 krakka sem munu ganga til altaris í fyrsta sinn,“ segir Grzegorz. Börnin fermast svo 13 til 14 ára. „Ég er með ellefu krakka sem fermast í ár,“ segir Grzegorz en það eru líka fleiri börn en síðustu ár. Grzegorz, sem er mjög vel liðinn meðal samlanda sinna, segir starf sóknarkirkjunnar mikilvægt fyrir pólska samfélagið. Þá reyni hann alltaf að vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég verð glaður þegar fólk leitar til mín. Ég held ég geti sagt að fólk þurfi á mér að halda hér,“ segir Grzegorz Adamiak, sóknarprestur á Ásbrú. Reykjanesbær Trúmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum. Kaþólski sóknarpresturinn, séra Grzegorz Adamiak, var fenginn til Íslands árið 2014 til að sinna kaþólskum Pólverjum á Suðurnesjunum þar sem mikil þörf þótti á slíkri þjónustu. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og býr stór hluti þeirra á Suðurnesjunum. Í dag tilheyra um tvö þúsund manns sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II á Ásbrú í Reykjanesbæ og er alltaf fullt út úr dyrum í messu hjá Grzegorz. Hann segir að það séu alltaf um tvö til þrjú hundruð manns í messu en þær eru þrjár um helgar, tvær á pólsku og ein á ensku.Fleiri börn fermast Grzegorz segir greinilegt að kaþólska samfélagið á Suðrnesjum fari ört stækkandi. Á hverju ári ganga fleiri börn fyrst til altaris en það gera kaþólikkar þegar þeir eru átta ára gamlir. Það er staðfesting þeirra á skírninni. „Síðan ég byrjaði árið 2014 hefur fjöldinn tvöfaldast. Fyrsta árið voru 19 krakkar og núna erum við að undirbú 53 krakka sem munu ganga til altaris í fyrsta sinn,“ segir Grzegorz. Börnin fermast svo 13 til 14 ára. „Ég er með ellefu krakka sem fermast í ár,“ segir Grzegorz en það eru líka fleiri börn en síðustu ár. Grzegorz, sem er mjög vel liðinn meðal samlanda sinna, segir starf sóknarkirkjunnar mikilvægt fyrir pólska samfélagið. Þá reyni hann alltaf að vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég verð glaður þegar fólk leitar til mín. Ég held ég geti sagt að fólk þurfi á mér að halda hér,“ segir Grzegorz Adamiak, sóknarprestur á Ásbrú.
Reykjanesbær Trúmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira