Bensínverð ekki verið hærra í fjögur og hálft ár: „Það er meiri samkeppni en áður“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. apríl 2019 19:00 Runólfur Ólafsson, formaður FÍB, segir fólk geta sparað hátt í sjötíu þúsund á ári með því að velja vel við hverja er verlsað Vísir/Baldur Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Formaður félags íslenskra bifreiðareigenda segir samkeppnina þó orðna meiri. Bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. Í dag er meðalverð á bensíni um 234 krónur lítrinn og eru fjögur og hálft ár síðan verðið var svo hátt. „Í október 2014 og þá vorum við með lítraverð í kring um svipað og það er núna,“ segir Runólafur Ólafsson, formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir að á þeim tíma hafi kostnaðurinn á heimsmarkaði fyrir hvern lítra þó verið átta til níu krónum hærri. „Þannig að álagningin er svipuð þannig við erum að sjá að mismunurinn er hækkun skatta á þessu tímabili,“ segir Runólfur. Þá sé veiking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og heimsmarkaðsverð á olíu það sem hafi áhrif á þróunina. „Og svo jú álagning olíufélaganna og við búum enn við það að álagning íslensku olíufélaganna er sú hæsta á norðurhjara veraldar,“ segir Runólfur. Hæsta bensínverð á landinu í dag er hjá N1, þar sem lítrinn kostar 237 krónur. „Við erum reyndar að sjá meiri samkeppni sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis er lítraverðið hjá Costo 201,9 þannig það er hægt að sækja eldsneyti aðeins yfir lækinn og fá það á betra verði,“ segir Runólfur og bætir við að bensínstöðvar í grennd við Costco bjóði einnig lægra verð. „Eins og markaðurinn er núna getur venjulegur bíleigandi eða fjölskylda sparað sér kannski á milli sextíu til sjötíu þúsund krónur fyrir skatt ef fólk hefur tök á því að beina viðskiptum að einum aðila fremur en öðrum,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Formaður félags íslenskra bifreiðareigenda segir samkeppnina þó orðna meiri. Bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. Í dag er meðalverð á bensíni um 234 krónur lítrinn og eru fjögur og hálft ár síðan verðið var svo hátt. „Í október 2014 og þá vorum við með lítraverð í kring um svipað og það er núna,“ segir Runólafur Ólafsson, formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir að á þeim tíma hafi kostnaðurinn á heimsmarkaði fyrir hvern lítra þó verið átta til níu krónum hærri. „Þannig að álagningin er svipuð þannig við erum að sjá að mismunurinn er hækkun skatta á þessu tímabili,“ segir Runólfur. Þá sé veiking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og heimsmarkaðsverð á olíu það sem hafi áhrif á þróunina. „Og svo jú álagning olíufélaganna og við búum enn við það að álagning íslensku olíufélaganna er sú hæsta á norðurhjara veraldar,“ segir Runólfur. Hæsta bensínverð á landinu í dag er hjá N1, þar sem lítrinn kostar 237 krónur. „Við erum reyndar að sjá meiri samkeppni sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis er lítraverðið hjá Costo 201,9 þannig það er hægt að sækja eldsneyti aðeins yfir lækinn og fá það á betra verði,“ segir Runólfur og bætir við að bensínstöðvar í grennd við Costco bjóði einnig lægra verð. „Eins og markaðurinn er núna getur venjulegur bíleigandi eða fjölskylda sparað sér kannski á milli sextíu til sjötíu þúsund krónur fyrir skatt ef fólk hefur tök á því að beina viðskiptum að einum aðila fremur en öðrum,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira