Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 11:24 Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. Vísir/Getty Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Ríkisstjórnin þar í landi hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi, National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna. Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. Lögreglan hefur handtekið 24 í tengslum við rannsókn á þessu ódæði en sprenging átti sér stað nærri kirkju í höfuðborginni Colombo í dag en engar nánari fregnir hafa fengist að svo stöddu. „Við teljum ekki að þessar árásir hafi verið framkvæmdar af hópi fólks sem einskorðast við þetta land. Hópurinn hefur alþjóðlega tengingu en án hennar hefðu þessar árásir ekki verið mögulegar,“ hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar, Rajitha Senaratne. Er forseti landsins, Maithripala Sirisena, sagður hafa óskað eftir aðstoð erlendis frá við að finna þessa alþjóðlegu tengingu við hópinn. „Okkar upplýsingar gefa til kynna að erlend hryðjuverkasamtök séu að baki þessum innfæddu hryðjuverkamönnum. Þess vegna óskar forsetinn eftir aðstoð annarra þjóða,“ segir í tilkynningu frá embætti hans. National Thowheed Jamath á sér ekki sögu um stórar árásir en rataði þó í fréttirnar í fyrra fyrir skemmdarverk á Búddha-líkneskjum. Fregnir hafa borist af því að yfirvöld hafi haft upplýsingar um að verið væri að skipuleggja árásir þar í landi en ekkert gert í því. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Ríkisstjórnin þar í landi hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi, National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna. Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. Lögreglan hefur handtekið 24 í tengslum við rannsókn á þessu ódæði en sprenging átti sér stað nærri kirkju í höfuðborginni Colombo í dag en engar nánari fregnir hafa fengist að svo stöddu. „Við teljum ekki að þessar árásir hafi verið framkvæmdar af hópi fólks sem einskorðast við þetta land. Hópurinn hefur alþjóðlega tengingu en án hennar hefðu þessar árásir ekki verið mögulegar,“ hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar, Rajitha Senaratne. Er forseti landsins, Maithripala Sirisena, sagður hafa óskað eftir aðstoð erlendis frá við að finna þessa alþjóðlegu tengingu við hópinn. „Okkar upplýsingar gefa til kynna að erlend hryðjuverkasamtök séu að baki þessum innfæddu hryðjuverkamönnum. Þess vegna óskar forsetinn eftir aðstoð annarra þjóða,“ segir í tilkynningu frá embætti hans. National Thowheed Jamath á sér ekki sögu um stórar árásir en rataði þó í fréttirnar í fyrra fyrir skemmdarverk á Búddha-líkneskjum. Fregnir hafa borist af því að yfirvöld hafi haft upplýsingar um að verið væri að skipuleggja árásir þar í landi en ekkert gert í því.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira