Auka þarf trjárækt innan borgarmarkanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 13:06 Skipuleggja þarf græn svæði í borginni betur samkvæmt borgarhönnuði. Vísir Reykjavíkurborg stendur fyrir málþingi á morgun um lofslagsmál og er það liður úr fundarröðinni Liggur lífið á. Borgarhönnuður segir að auka þurfi skógrækt innan borgarinnar. Á fundinum eru rædd tengsl náttúruverndar og loftslagsmála. Hvað náttúrulausnir séu og hverju máli þær skipta og þá hvernig borgir geta verið náttúruvænni. Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður tekur þátt í umræðum. „Nú, við ætlum að skoða sérstaklega þessa náttúrulegu ferla sem við getum notað til að snúa við þessari þróun sem hefur orðið af mannavöldum meðal annars, en þarna taka til máls Snorri Sigurðsson, líffræðingur og Íris Þórarinsdóttir sem er verkfræðingur hjá Veitum og Veitur hafa einmitt verið að vinna að því að koma með blágrænar ofvatnslausnir sem er einmitt aðferð til að nota líffræðilega ferla til að hreinsa ofvatn af götum.“ Gísli segir að binda kolefni betur með skógrækt sé einn af þessum líffræðilegu ferlum sem nota þarf og að náttúran sé svarið við okkar vanda. „Í raun og veru fjallar þessi fundur um það hvernig við getum komið náttúrunni aftur inn í borgina að sem mestu leiti.“ Gísli segir að farið hafi verið að vissu leyti gegn þessu með fækkun grænna svæða í borginni „Að vissu leyti en á móti erum við kannski að spara land í upplandinu sem við þyrftum annars að brjóta undir nýja byggð. Ég held að þetta þurfi að vera í jafnvægi og mjög mikilvægt að þau svæði sem eftir verða við þéttingu byggðar séu í góðum gæðum og það sé vandað vel til verka og það sé sett svolítið fjármagn í að þau séu vel úr garði gerð því að mörg grænu svæðin okkar eru í rauninni bara eins og hús sem á eftir að innrétta, það þarf að setja marga fleiri innviði í garðana okkar til þess að þeir geti notið sín betur og verið áhugaverðari.“ Sagði Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður. Fundur Reykjavíkurborgar um loftslagsmál verður haldinn á Kjarvalsstöðum klukkan átta annað kvöld. Loftslagsmál Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Reykjavíkurborg stendur fyrir málþingi á morgun um lofslagsmál og er það liður úr fundarröðinni Liggur lífið á. Borgarhönnuður segir að auka þurfi skógrækt innan borgarinnar. Á fundinum eru rædd tengsl náttúruverndar og loftslagsmála. Hvað náttúrulausnir séu og hverju máli þær skipta og þá hvernig borgir geta verið náttúruvænni. Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður tekur þátt í umræðum. „Nú, við ætlum að skoða sérstaklega þessa náttúrulegu ferla sem við getum notað til að snúa við þessari þróun sem hefur orðið af mannavöldum meðal annars, en þarna taka til máls Snorri Sigurðsson, líffræðingur og Íris Þórarinsdóttir sem er verkfræðingur hjá Veitum og Veitur hafa einmitt verið að vinna að því að koma með blágrænar ofvatnslausnir sem er einmitt aðferð til að nota líffræðilega ferla til að hreinsa ofvatn af götum.“ Gísli segir að binda kolefni betur með skógrækt sé einn af þessum líffræðilegu ferlum sem nota þarf og að náttúran sé svarið við okkar vanda. „Í raun og veru fjallar þessi fundur um það hvernig við getum komið náttúrunni aftur inn í borgina að sem mestu leiti.“ Gísli segir að farið hafi verið að vissu leyti gegn þessu með fækkun grænna svæða í borginni „Að vissu leyti en á móti erum við kannski að spara land í upplandinu sem við þyrftum annars að brjóta undir nýja byggð. Ég held að þetta þurfi að vera í jafnvægi og mjög mikilvægt að þau svæði sem eftir verða við þéttingu byggðar séu í góðum gæðum og það sé vandað vel til verka og það sé sett svolítið fjármagn í að þau séu vel úr garði gerð því að mörg grænu svæðin okkar eru í rauninni bara eins og hús sem á eftir að innrétta, það þarf að setja marga fleiri innviði í garðana okkar til þess að þeir geti notið sín betur og verið áhugaverðari.“ Sagði Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður. Fundur Reykjavíkurborgar um loftslagsmál verður haldinn á Kjarvalsstöðum klukkan átta annað kvöld.
Loftslagsmál Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira