Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 14:25 Lögreglan mun ræða við drengi og foreldra þeirra vegna málsins. Vísir/Vilhelm Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar meinta árás hóps ungmenna á ungling í Langarima í Grafarvogi um klukkan fimm í gærdag. Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi og íbúi í Grafarvogi tilkynnti málið til lögreglu og greindi frá því í hópi sem ætlaður er íbúum Grafarvogs á Facebook.Sigurður segir mennina hafa tekið árásina upp á síma. Þegar hann hafi reynt að skakka leikinn hafi honum ógnandi verið tjáð að þetta kæmi honum ekki við en piltarnir létu sér ekki segjast fyrr en Sigurður tók símann upp og hringdi á lögregluna. „Fórnarlambið, sem er af erlendum uppruna, var augljóslega skelkað og niðurbrotið,“ segir Sigurður sem beið hjá drengnum þar til lögreglan kom. Drengurinn býr ekki í hverfinu en Sigurður segir hann hafa tjáð sér og lögreglu að hann hefði veri plataður á staðinn í gegnum netið þar sem drengir á aldrinum þrettán ára til fimmtán ára hefðu beðið hans. „Hann sagði mér og lögreglu að einhver úr hópnum hefði kallað hann skítugan útlending (eða eitthvað í þá áttina) og skipað honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann og fékk hann meðal annars högg í andlitið. Einhverjir þarna voru með hnúajárn og nokkrir voru að taka atvikið upp (þetta sá ég þegar ég kom að keyrandi),“ skrifaði Sigurður. Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu ætla að ræða við hlutaðeigandi í dag og næstu daga til að ná utan um atburðarásina. Ætlar lögreglan að ræða við nokkra einstaklinga, foreldra þeirra og barnaverndaryfirvöld. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar meinta árás hóps ungmenna á ungling í Langarima í Grafarvogi um klukkan fimm í gærdag. Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi og íbúi í Grafarvogi tilkynnti málið til lögreglu og greindi frá því í hópi sem ætlaður er íbúum Grafarvogs á Facebook.Sigurður segir mennina hafa tekið árásina upp á síma. Þegar hann hafi reynt að skakka leikinn hafi honum ógnandi verið tjáð að þetta kæmi honum ekki við en piltarnir létu sér ekki segjast fyrr en Sigurður tók símann upp og hringdi á lögregluna. „Fórnarlambið, sem er af erlendum uppruna, var augljóslega skelkað og niðurbrotið,“ segir Sigurður sem beið hjá drengnum þar til lögreglan kom. Drengurinn býr ekki í hverfinu en Sigurður segir hann hafa tjáð sér og lögreglu að hann hefði veri plataður á staðinn í gegnum netið þar sem drengir á aldrinum þrettán ára til fimmtán ára hefðu beðið hans. „Hann sagði mér og lögreglu að einhver úr hópnum hefði kallað hann skítugan útlending (eða eitthvað í þá áttina) og skipað honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann og fékk hann meðal annars högg í andlitið. Einhverjir þarna voru með hnúajárn og nokkrir voru að taka atvikið upp (þetta sá ég þegar ég kom að keyrandi),“ skrifaði Sigurður. Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu ætla að ræða við hlutaðeigandi í dag og næstu daga til að ná utan um atburðarásina. Ætlar lögreglan að ræða við nokkra einstaklinga, foreldra þeirra og barnaverndaryfirvöld.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira