Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 14:25 Lögreglan mun ræða við drengi og foreldra þeirra vegna málsins. Vísir/Vilhelm Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar meinta árás hóps ungmenna á ungling í Langarima í Grafarvogi um klukkan fimm í gærdag. Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi og íbúi í Grafarvogi tilkynnti málið til lögreglu og greindi frá því í hópi sem ætlaður er íbúum Grafarvogs á Facebook.Sigurður segir mennina hafa tekið árásina upp á síma. Þegar hann hafi reynt að skakka leikinn hafi honum ógnandi verið tjáð að þetta kæmi honum ekki við en piltarnir létu sér ekki segjast fyrr en Sigurður tók símann upp og hringdi á lögregluna. „Fórnarlambið, sem er af erlendum uppruna, var augljóslega skelkað og niðurbrotið,“ segir Sigurður sem beið hjá drengnum þar til lögreglan kom. Drengurinn býr ekki í hverfinu en Sigurður segir hann hafa tjáð sér og lögreglu að hann hefði veri plataður á staðinn í gegnum netið þar sem drengir á aldrinum þrettán ára til fimmtán ára hefðu beðið hans. „Hann sagði mér og lögreglu að einhver úr hópnum hefði kallað hann skítugan útlending (eða eitthvað í þá áttina) og skipað honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann og fékk hann meðal annars högg í andlitið. Einhverjir þarna voru með hnúajárn og nokkrir voru að taka atvikið upp (þetta sá ég þegar ég kom að keyrandi),“ skrifaði Sigurður. Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu ætla að ræða við hlutaðeigandi í dag og næstu daga til að ná utan um atburðarásina. Ætlar lögreglan að ræða við nokkra einstaklinga, foreldra þeirra og barnaverndaryfirvöld. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar meinta árás hóps ungmenna á ungling í Langarima í Grafarvogi um klukkan fimm í gærdag. Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi og íbúi í Grafarvogi tilkynnti málið til lögreglu og greindi frá því í hópi sem ætlaður er íbúum Grafarvogs á Facebook.Sigurður segir mennina hafa tekið árásina upp á síma. Þegar hann hafi reynt að skakka leikinn hafi honum ógnandi verið tjáð að þetta kæmi honum ekki við en piltarnir létu sér ekki segjast fyrr en Sigurður tók símann upp og hringdi á lögregluna. „Fórnarlambið, sem er af erlendum uppruna, var augljóslega skelkað og niðurbrotið,“ segir Sigurður sem beið hjá drengnum þar til lögreglan kom. Drengurinn býr ekki í hverfinu en Sigurður segir hann hafa tjáð sér og lögreglu að hann hefði veri plataður á staðinn í gegnum netið þar sem drengir á aldrinum þrettán ára til fimmtán ára hefðu beðið hans. „Hann sagði mér og lögreglu að einhver úr hópnum hefði kallað hann skítugan útlending (eða eitthvað í þá áttina) og skipað honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann og fékk hann meðal annars högg í andlitið. Einhverjir þarna voru með hnúajárn og nokkrir voru að taka atvikið upp (þetta sá ég þegar ég kom að keyrandi),“ skrifaði Sigurður. Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu ætla að ræða við hlutaðeigandi í dag og næstu daga til að ná utan um atburðarásina. Ætlar lögreglan að ræða við nokkra einstaklinga, foreldra þeirra og barnaverndaryfirvöld.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira