Það var fjölmenni, vinir og ættingjar, sem heimsóttu Guðbjörgu, eða Böggu eins og hún er alltaf kölluð, á heimili hennar í Steinsholti í dag þegar hún fagnaði 100 ára afmæli sínu. Systkinin voru sex en eru aðeins tvö á lífi í dag, hún og Margrét, sem er 93 ára.
Bagga hefur alltaf búið ein og notið lífsins í sveitinni, hún er lífsglöð og alltaf hress.
„Ég hef verið frekar geðgóð, ég held að það sé óhætt að hafa það eftir mér en ég hef nú ekkert verið sérstaklega hraust eða dugleg en ég náði þessu þó“, segir Bagga og hlær.
Að sjálfsögðu var afmælissöngurin sunginn í tilefni dagsins.

„Við vorum ansi duglegar í ungmennafélaginu enda í miðri sveitinni svoleiðis að það var hægara að ná fólkinu saman heldur en upp í Þjórsárdal og fram á Sandlæk“.
Afmælisbarnið fékks heillaskeyti frá forseta Íslands eins og allir Íslendingar sem ná 100 ára aldri.
En hverju má þakka háum aldri Böggu, Þórir Haraldsson, uppeldissonur hennar á svar við því.
„Ég er eiginlega viss um það að það er vegna þess hvað hún hefur alltaf verið jákvæð og svo náttúrulega sveitaloftið og holt mataræði og reyndar mikil vinna en ég held að jákvæðni skipti höfuð máli“.