Jákvæðni skilaði Guðbjörgu 100 ára aldri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2019 21:00 Fimmti Íslendingurinn, sem nær hundrað ára aldri á þessu ári fagnaði afmælinu sínu í dag en það er Guðbjörg Eiríksdóttir, húsfreyja í Steinsholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Guðbjörg er mjög ern, býr heima og nýtur hvers dags brosandi og hress. Það var fjölmenni, vinir og ættingjar, sem heimsóttu Guðbjörgu, eða Böggu eins og hún er alltaf kölluð, á heimili hennar í Steinsholti í dag þegar hún fagnaði 100 ára afmæli sínu. Systkinin voru sex en eru aðeins tvö á lífi í dag, hún og Margrét, sem er 93 ára. Bagga hefur alltaf búið ein og notið lífsins í sveitinni, hún er lífsglöð og alltaf hress. „Ég hef verið frekar geðgóð, ég held að það sé óhætt að hafa það eftir mér en ég hef nú ekkert verið sérstaklega hraust eða dugleg en ég náði þessu þó“, segir Bagga og hlær. Að sjálfsögðu var afmælissöngurin sunginn í tilefni dagsins. Systurnar, Margrét 93 ára og Bagga (t.v.) 100 ára í afmælinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Margrét systir Böggu, sem býr í Eystra – Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppisegir segir þær alltaf hafa verið mjög góðar vinkonur. „Við vorum ansi duglegar í ungmennafélaginu enda í miðri sveitinni svoleiðis að það var hægara að ná fólkinu saman heldur en upp í Þjórsárdal og fram á Sandlæk“. Afmælisbarnið fékks heillaskeyti frá forseta Íslands eins og allir Íslendingar sem ná 100 ára aldri. En hverju má þakka háum aldri Böggu, Þórir Haraldsson, uppeldissonur hennar á svar við því. „Ég er eiginlega viss um það að það er vegna þess hvað hún hefur alltaf verið jákvæð og svo náttúrulega sveitaloftið og holt mataræði og reyndar mikil vinna en ég held að jákvæðni skipti höfuð máli“. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tímamót Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Fimmti Íslendingurinn, sem nær hundrað ára aldri á þessu ári fagnaði afmælinu sínu í dag en það er Guðbjörg Eiríksdóttir, húsfreyja í Steinsholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Guðbjörg er mjög ern, býr heima og nýtur hvers dags brosandi og hress. Það var fjölmenni, vinir og ættingjar, sem heimsóttu Guðbjörgu, eða Böggu eins og hún er alltaf kölluð, á heimili hennar í Steinsholti í dag þegar hún fagnaði 100 ára afmæli sínu. Systkinin voru sex en eru aðeins tvö á lífi í dag, hún og Margrét, sem er 93 ára. Bagga hefur alltaf búið ein og notið lífsins í sveitinni, hún er lífsglöð og alltaf hress. „Ég hef verið frekar geðgóð, ég held að það sé óhætt að hafa það eftir mér en ég hef nú ekkert verið sérstaklega hraust eða dugleg en ég náði þessu þó“, segir Bagga og hlær. Að sjálfsögðu var afmælissöngurin sunginn í tilefni dagsins. Systurnar, Margrét 93 ára og Bagga (t.v.) 100 ára í afmælinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Margrét systir Böggu, sem býr í Eystra – Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppisegir segir þær alltaf hafa verið mjög góðar vinkonur. „Við vorum ansi duglegar í ungmennafélaginu enda í miðri sveitinni svoleiðis að það var hægara að ná fólkinu saman heldur en upp í Þjórsárdal og fram á Sandlæk“. Afmælisbarnið fékks heillaskeyti frá forseta Íslands eins og allir Íslendingar sem ná 100 ára aldri. En hverju má þakka háum aldri Böggu, Þórir Haraldsson, uppeldissonur hennar á svar við því. „Ég er eiginlega viss um það að það er vegna þess hvað hún hefur alltaf verið jákvæð og svo náttúrulega sveitaloftið og holt mataræði og reyndar mikil vinna en ég held að jákvæðni skipti höfuð máli“.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tímamót Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda