Geimfar SpaceX ætlað mönnuðum geimferðum virðist hafa sprungið í tætlur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2019 21:51 Appelsínugulan reyk lagði frá prófunarsvæði SpaceX. AP/Craig Bailey Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim, virðist hafa sprungið í tætlur við prófanir í Flórída á laugardaginn. Geimfarið, sem nefnist Crew Dragon, hefur verið prófað á ýmsa vegu að undanförnu en óvissa ríkir nú um hvernig SpaceX mun bregðast við atvikinu.Tilkynnt var á laugardaginn að geimfarið hafi lent í„fráviki“við reglubundna prófun. Lítið annað var gefið upp utan þess að enginn hafi slasast. Miðað við myndband sem lekið var á netið, og sjá má hér að neðan, virðist frávikið hafa verið sprenging.Hvorki SpaceX né NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna, hafa staðfest að geimfarið hafi sprungið né hefur fengist staðfest að myndbandið sé ekta.Á vef tæknisíðunnar ArsTechnicasegir hins vegar að efni myndbandsins rími við frásagnir heimildarmanna síðunnar af atvikinu.Sjá mátti myndir af appelsínugulum reyk stíga upp frá prófunarsvæði SpaceX á Canaveral-höfða í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum ArsTechnica var prófunin á laugardaginn hluti af undirbúningi fyrir næsta stig prófunar geimfarsins sem áætluð er í sumar. Þá á að prófa hvort að geimfarið getið skotið sér frá eldflauginni sem flýgur með það út í geim, komi upp einhver vandræði með eldflaugina sjálfa.Geimfarið sem var í prófunum er það sama og flogið var til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og til baka í síðasta mánuði. Var það fyrsta tilraunaflug Crew Dragon.Þróun Crew Dragon er hluti af samningi SpaceX við NASA um mannaðar geimferðir auk þess sem að SpaceX hyggst sjálft hefja mannaðar geimferðir. Stefnt var að því að fyrsta mannaða geimferðin á vegum NASA með Crew Dragon yrði í október. Ljóst er að sprengingin mun setja strik í reikninginn og líklegt að geimfarar á vegum NASA ferðist ekki út í geim í Crew Dragon geimfari Space X fyrr en á næsta ári. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir SpaceX skaut öflugustu eldflaug heims á loft Þremur eldflaugum var lent í einu. 11. apríl 2019 22:15 SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15 Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32 NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og Boeing Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. 21. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim, virðist hafa sprungið í tætlur við prófanir í Flórída á laugardaginn. Geimfarið, sem nefnist Crew Dragon, hefur verið prófað á ýmsa vegu að undanförnu en óvissa ríkir nú um hvernig SpaceX mun bregðast við atvikinu.Tilkynnt var á laugardaginn að geimfarið hafi lent í„fráviki“við reglubundna prófun. Lítið annað var gefið upp utan þess að enginn hafi slasast. Miðað við myndband sem lekið var á netið, og sjá má hér að neðan, virðist frávikið hafa verið sprenging.Hvorki SpaceX né NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna, hafa staðfest að geimfarið hafi sprungið né hefur fengist staðfest að myndbandið sé ekta.Á vef tæknisíðunnar ArsTechnicasegir hins vegar að efni myndbandsins rími við frásagnir heimildarmanna síðunnar af atvikinu.Sjá mátti myndir af appelsínugulum reyk stíga upp frá prófunarsvæði SpaceX á Canaveral-höfða í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum ArsTechnica var prófunin á laugardaginn hluti af undirbúningi fyrir næsta stig prófunar geimfarsins sem áætluð er í sumar. Þá á að prófa hvort að geimfarið getið skotið sér frá eldflauginni sem flýgur með það út í geim, komi upp einhver vandræði með eldflaugina sjálfa.Geimfarið sem var í prófunum er það sama og flogið var til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og til baka í síðasta mánuði. Var það fyrsta tilraunaflug Crew Dragon.Þróun Crew Dragon er hluti af samningi SpaceX við NASA um mannaðar geimferðir auk þess sem að SpaceX hyggst sjálft hefja mannaðar geimferðir. Stefnt var að því að fyrsta mannaða geimferðin á vegum NASA með Crew Dragon yrði í október. Ljóst er að sprengingin mun setja strik í reikninginn og líklegt að geimfarar á vegum NASA ferðist ekki út í geim í Crew Dragon geimfari Space X fyrr en á næsta ári.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir SpaceX skaut öflugustu eldflaug heims á loft Þremur eldflaugum var lent í einu. 11. apríl 2019 22:15 SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15 Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32 NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og Boeing Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. 21. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15
Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32
NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og Boeing Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. 21. febrúar 2019 12:30