Manning neitað um lausn gegn tryggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. apríl 2019 12:31 Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól Vísir/getty Chelsea Manning, uppljóstrari og áður greinandi hjá leyniþjónustu bandaríska hersins, mun þurfa að dvelja áfram í fangelsi eftir að áfrýjunardómstóll alríkisins neitaði í gær að verða við beiðni hennar um lausn gegn tryggingu. Dómstóllinn staðfesti þá einnig niðurstöðu lægra dómsstigs þess efnis að hún yrði höfð í haldi vegna vanvirðingar við dóminn að því er fram kemur í frétt Reuters. Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir hópi kviðdómenda eða svokölluðum Grand jury í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á WikiLeaks og meintum brotum hins ástralska Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Kviðdómurinn leggur mat á það hvort mál séu byggð á nægilega sterkum sönnunargögnum til að réttlætanlegt sé að gefa út ákæru. Manning sagðist hafa sagt allt sem hún hefði um málið að segja þegar hún var leidd fyrir herrétt árið 2010. Hún hefði engu við fyrri vitnisburð sinn að bæta og engar frekari upplýsingar sem myndu varpa ljósi á málið. Talsmaður Manning sagði að niðurstaðan hefði valdið henni vonbrigðum. Hún gæti þó ennþá varið sig gegn bandaríkjastjórn sem hún segir að misnoti dómskerfið til að reyna að koma höggi á sig. Manning var dæmd til 35 ára fangelsisvistar fyrir að leka trúnaðarskjölum til WikiLeaks sem leiddu í ljós framferði bandaríkastjórnar í Írak og Afganistan. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði þó dóminn í sinni stjórnartíð og var hún leyst úr haldi vorið 2017. Bandaríkin Fjölmiðlar WikiLeaks Tengdar fréttir Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Chelsea Manning, uppljóstrari og áður greinandi hjá leyniþjónustu bandaríska hersins, mun þurfa að dvelja áfram í fangelsi eftir að áfrýjunardómstóll alríkisins neitaði í gær að verða við beiðni hennar um lausn gegn tryggingu. Dómstóllinn staðfesti þá einnig niðurstöðu lægra dómsstigs þess efnis að hún yrði höfð í haldi vegna vanvirðingar við dóminn að því er fram kemur í frétt Reuters. Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir hópi kviðdómenda eða svokölluðum Grand jury í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á WikiLeaks og meintum brotum hins ástralska Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Kviðdómurinn leggur mat á það hvort mál séu byggð á nægilega sterkum sönnunargögnum til að réttlætanlegt sé að gefa út ákæru. Manning sagðist hafa sagt allt sem hún hefði um málið að segja þegar hún var leidd fyrir herrétt árið 2010. Hún hefði engu við fyrri vitnisburð sinn að bæta og engar frekari upplýsingar sem myndu varpa ljósi á málið. Talsmaður Manning sagði að niðurstaðan hefði valdið henni vonbrigðum. Hún gæti þó ennþá varið sig gegn bandaríkjastjórn sem hún segir að misnoti dómskerfið til að reyna að koma höggi á sig. Manning var dæmd til 35 ára fangelsisvistar fyrir að leka trúnaðarskjölum til WikiLeaks sem leiddu í ljós framferði bandaríkastjórnar í Írak og Afganistan. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði þó dóminn í sinni stjórnartíð og var hún leyst úr haldi vorið 2017.
Bandaríkin Fjölmiðlar WikiLeaks Tengdar fréttir Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00
Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01
Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42