Flautuþristur og þristamet frá Lillard Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 07:30 Lillard var hetjan í nótt vísir/getty Toronto Raptors, Portland Trail Blazers og Philadelphia 76ers tryggðu sæti sín í annari umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver Nuggets tók forystuna gegn San Antonio Spurs. Það liggur orðið fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir leiki næturinnar. Milwaukee Bucks mætir Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætir Toronto Raptors. Í Vesturdeildinni er hins vegar bara Portland Trail Blazers komið áfram. Damian Lillard var hetja Trail Blazers gegn Oklahoma City Thunder þegar langur flautuþristur hans rétt framan við miðju fór ofan í körfuna og tryggði heimamönnum 118-115 sigur og þar með sigur í einvíginu 4-1.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 Lillard skoraði 50 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik á ferlinum, þar af komu 10 þriggja stiga körfur sem er met í NBA deildinni. Oklahoma hefur ekki komist lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar síðustu þrjú tímabil og tapið í kvöld var það tólfta í röð á útivelli. Það var minni dramatík í Philadelphia þar sem heimamenn unnu öruggan 122-100 sigur á Brooklyn Nets og tóku einvígið 4-1. Philadelphia sýndi sóknarafl sitt í leiknum og byrjaði leikinn af miklum krafti. Fjórtán fyrstu stig leiksins voru heimamanna og staðan varð fljótt 20-2. Sóknarkraftur Philadelphia hélt áfram og í hálfleik var staðan 60-31 og leikurinn í höndum heimamanna. Joel Embiid og Ben Simmons fóru fyrir liði Philadelphia með 23 og 13 stig. Embiid bætti 13 fráköstum við en náði ekki þrennunni því hann átti aðeins tvær stoðsendingar. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum við Orlando Magic vann Toronto Raptors fjórða leikinn í röð í nótt og tryggði sæti sitt í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Kawhi Leonard var með 27 stig og Pascal Siakam 24 í 115-96 sigri Raptors. Sigurinn var aldrei í hættu en heimamenn komust mest í 37 stiga forystu. Denver Nuggets var eitt besta liðið í deildarkeppninni en hefur farið höktandi af stað í úrslitakeppninni. Það var þó ekkert hökt í nótt þegar Nuggets tók forystuna í einvígi sínu við San Antonio Spurs með 108-90 sigri á heimavelli. Nikola Jokic og Jamal Murray náðu einstaklega vel saman í leiknum og margar af átta stoðsendingum Jokic voru fyrir Murray. Murray endaði með 23 stig, Jokic var nálægt þrennunni með 16 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Staðan í einvíginu er nú 3-2 og getur Denver klárað málið á fimmtudag í San Antonio. NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Toronto Raptors, Portland Trail Blazers og Philadelphia 76ers tryggðu sæti sín í annari umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver Nuggets tók forystuna gegn San Antonio Spurs. Það liggur orðið fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir leiki næturinnar. Milwaukee Bucks mætir Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætir Toronto Raptors. Í Vesturdeildinni er hins vegar bara Portland Trail Blazers komið áfram. Damian Lillard var hetja Trail Blazers gegn Oklahoma City Thunder þegar langur flautuþristur hans rétt framan við miðju fór ofan í körfuna og tryggði heimamönnum 118-115 sigur og þar með sigur í einvíginu 4-1.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 Lillard skoraði 50 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik á ferlinum, þar af komu 10 þriggja stiga körfur sem er met í NBA deildinni. Oklahoma hefur ekki komist lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar síðustu þrjú tímabil og tapið í kvöld var það tólfta í röð á útivelli. Það var minni dramatík í Philadelphia þar sem heimamenn unnu öruggan 122-100 sigur á Brooklyn Nets og tóku einvígið 4-1. Philadelphia sýndi sóknarafl sitt í leiknum og byrjaði leikinn af miklum krafti. Fjórtán fyrstu stig leiksins voru heimamanna og staðan varð fljótt 20-2. Sóknarkraftur Philadelphia hélt áfram og í hálfleik var staðan 60-31 og leikurinn í höndum heimamanna. Joel Embiid og Ben Simmons fóru fyrir liði Philadelphia með 23 og 13 stig. Embiid bætti 13 fráköstum við en náði ekki þrennunni því hann átti aðeins tvær stoðsendingar. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum við Orlando Magic vann Toronto Raptors fjórða leikinn í röð í nótt og tryggði sæti sitt í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Kawhi Leonard var með 27 stig og Pascal Siakam 24 í 115-96 sigri Raptors. Sigurinn var aldrei í hættu en heimamenn komust mest í 37 stiga forystu. Denver Nuggets var eitt besta liðið í deildarkeppninni en hefur farið höktandi af stað í úrslitakeppninni. Það var þó ekkert hökt í nótt þegar Nuggets tók forystuna í einvígi sínu við San Antonio Spurs með 108-90 sigri á heimavelli. Nikola Jokic og Jamal Murray náðu einstaklega vel saman í leiknum og margar af átta stoðsendingum Jokic voru fyrir Murray. Murray endaði með 23 stig, Jokic var nálægt þrennunni með 16 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Staðan í einvíginu er nú 3-2 og getur Denver klárað málið á fimmtudag í San Antonio.
NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira