Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 23:44 Landamæravörður heldur hér á drengnum. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. Hann er eitt þeirra 9000 barna sem hafa verið stöðvuð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó frá áramótum. Bandarískir landamæraverðir gengu fram á drenginn í dal einum skammt frá borginni Brownsville í Texas á þriðjudagsmorgunn. Að sögn bandarískra miðla var búið að skrifa nafn drengsins og símanúmer á skósóla hans en þrátt fyrir það hefur ekki tekist að hafa upp á aðstandendum drengsins. Talið er að hann hafi verið hluti hóps sem hugði á nýtt líf í Bandaríkjunum en að hópurinn hafi tvístrast þegar hann varð landamæravarða var. Drengurinn hefur sjálfur ekki getað varpað ljósi á þessar kenningar. Hann dvelur nú í landamæramiðstöð í Texas undir handleiðslu félagsráðgjafa og fulltrúa bandarískra barnaverndaryfirvalda, sem segja drenginn vera við hestaheilsu og algjörlega óskaddaðan eftir ferðalagið. Hann er einn þeirra rúmlega 200 þúsund einstaklinga sem bandarískir landamæraverðir hafa stöðvað frá ársbyrjun, þar af voru um 9000 fylgdarlaus börn. Þetta er mesti fjöldi sem stöðvaður hefur verið á suðvesturlandamærum Bandaríkjanna frá árinu 2014 og segja talsmenn landamæraeftirlitsins að þeir eigi í mestu vandræðum með að greiða úr málum þessa fjölmenna hóps. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Fóru til að hitta börn sín en hafa verið í haldi í mánuð Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. 29. mars 2019 14:46 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. Hann er eitt þeirra 9000 barna sem hafa verið stöðvuð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó frá áramótum. Bandarískir landamæraverðir gengu fram á drenginn í dal einum skammt frá borginni Brownsville í Texas á þriðjudagsmorgunn. Að sögn bandarískra miðla var búið að skrifa nafn drengsins og símanúmer á skósóla hans en þrátt fyrir það hefur ekki tekist að hafa upp á aðstandendum drengsins. Talið er að hann hafi verið hluti hóps sem hugði á nýtt líf í Bandaríkjunum en að hópurinn hafi tvístrast þegar hann varð landamæravarða var. Drengurinn hefur sjálfur ekki getað varpað ljósi á þessar kenningar. Hann dvelur nú í landamæramiðstöð í Texas undir handleiðslu félagsráðgjafa og fulltrúa bandarískra barnaverndaryfirvalda, sem segja drenginn vera við hestaheilsu og algjörlega óskaddaðan eftir ferðalagið. Hann er einn þeirra rúmlega 200 þúsund einstaklinga sem bandarískir landamæraverðir hafa stöðvað frá ársbyrjun, þar af voru um 9000 fylgdarlaus börn. Þetta er mesti fjöldi sem stöðvaður hefur verið á suðvesturlandamærum Bandaríkjanna frá árinu 2014 og segja talsmenn landamæraeftirlitsins að þeir eigi í mestu vandræðum með að greiða úr málum þessa fjölmenna hóps.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Fóru til að hitta börn sín en hafa verið í haldi í mánuð Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. 29. mars 2019 14:46 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45
Fóru til að hitta börn sín en hafa verið í haldi í mánuð Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. 29. mars 2019 14:46
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48