Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 20:28 Ástþór Magnússon stendur baki hugmyndar um nýtt íslenskt flugfélag. Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. Verkefnið hefur þegar tryggt sér aðgang að flugvélaflota Airbus að sögn Jóels Kristinssonar, talsmanns verkefnisins, en hann er fenginn í gegn um flugvélaleiguna Jet Banus en Ástþór kemur að rekstri þessa fyrirtækis ásamt portúgölskum félögum sínum. Á vefsíðunni er hugmyndinni að verkefninu lýst þannig að FlyIcelandic sé til þess gert að koma fólki og fyrirtækjum saman sem „vilja gerast þátttakendur í nýju flugfélagi sem farþegar, fjárfestar og samstarfsaðilar.“ Þá eru fyrrum starfsmenn WOW air sérstaklega hvattir til að taka þátt í verkefninu. Flugfélagið á að vera laust við einnota plastnotkun og er þar kynnt að máltíðir sem boðið yrði upp á yrðu bornar fram með vistvænum hætti. Þátttakendur í verkefninu fengju tækifæri til að kaupa svokallaðar EcoMiles sem samkvæmt vef verkefnisins eru „flugmílur á heildsöluverði.“ Í samtali við mbl.is sagði Jóel kerfið byggja á rafmyntakerfi sem gerði fólki kleift að „taka þátt í að selja og fljúga og annað.“ Á vefsíðunni er fyrirhuguð þjónusta félagsins útlistuð en þar eru meðal plastlausu máltíðanna hugmyndir um að eigendur EcoMiles geti keypt svokölluð hopp sæti á lágu verði stuttu fyrir flug, að þeir fái forgang á VIP þjónustu, geti fengið innritaðan aukafarangur endurgjaldslaust o.fl. Vefsíða FlyIcelandic og kynning hennar er kostuð af Valhalla ehf., sem er félag sem stofnað er af Ástþóri Magnússyni og vinnur að uppbyggingu íslensks samfélags í Portúgal. Á heimasíðu Valhalla stendur að samfélagið sé fyrir ellilífeyrisþega sem „vilja nýta sér nýjar skattareglur Portugal og tvísköttunarsamning við Ísland til að eignast heimili í sólinni sem greitt er fyrir með skatthagræðingu.“ Í samtali við fréttastofu sagðist Ástþór hafa unnið mikið að því að koma Block-Chain kerfi inn í flugrekstur, og það jákvæða við það væri að einstaklingar gætu sjálfir keypt og selt á netinu, án þess að þurfa að borga fyrir það vegna þess að þeir gerðu það sjálfir og ekki væri hægt að falsa flugmiðana í þessu kerfi. Aðspurður um hans hlutverk í FlyIcelandic verkefninu sagðist hann ekki ætla að flytja aftur til Íslands til að fara í flugrekstur. Hann kæmi hins vegar með áratuga reynslu að borðinu, „það sem getur verið hættulegt í flugrekstri er ef fólk er ekki með næga reynslu í því, það er eitt sem háði WOW, það byggði ekki á þessari löngu reynslu sem ég get komið með að borðinu í samstarfi við félaga mína.“ „Þegar WOW var að falla bauð ég þeim 4-5 vélar ef þau vildu, en svo varð ekkert úr því.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32 Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. 24. apríl 2019 19:15 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. Verkefnið hefur þegar tryggt sér aðgang að flugvélaflota Airbus að sögn Jóels Kristinssonar, talsmanns verkefnisins, en hann er fenginn í gegn um flugvélaleiguna Jet Banus en Ástþór kemur að rekstri þessa fyrirtækis ásamt portúgölskum félögum sínum. Á vefsíðunni er hugmyndinni að verkefninu lýst þannig að FlyIcelandic sé til þess gert að koma fólki og fyrirtækjum saman sem „vilja gerast þátttakendur í nýju flugfélagi sem farþegar, fjárfestar og samstarfsaðilar.“ Þá eru fyrrum starfsmenn WOW air sérstaklega hvattir til að taka þátt í verkefninu. Flugfélagið á að vera laust við einnota plastnotkun og er þar kynnt að máltíðir sem boðið yrði upp á yrðu bornar fram með vistvænum hætti. Þátttakendur í verkefninu fengju tækifæri til að kaupa svokallaðar EcoMiles sem samkvæmt vef verkefnisins eru „flugmílur á heildsöluverði.“ Í samtali við mbl.is sagði Jóel kerfið byggja á rafmyntakerfi sem gerði fólki kleift að „taka þátt í að selja og fljúga og annað.“ Á vefsíðunni er fyrirhuguð þjónusta félagsins útlistuð en þar eru meðal plastlausu máltíðanna hugmyndir um að eigendur EcoMiles geti keypt svokölluð hopp sæti á lágu verði stuttu fyrir flug, að þeir fái forgang á VIP þjónustu, geti fengið innritaðan aukafarangur endurgjaldslaust o.fl. Vefsíða FlyIcelandic og kynning hennar er kostuð af Valhalla ehf., sem er félag sem stofnað er af Ástþóri Magnússyni og vinnur að uppbyggingu íslensks samfélags í Portúgal. Á heimasíðu Valhalla stendur að samfélagið sé fyrir ellilífeyrisþega sem „vilja nýta sér nýjar skattareglur Portugal og tvísköttunarsamning við Ísland til að eignast heimili í sólinni sem greitt er fyrir með skatthagræðingu.“ Í samtali við fréttastofu sagðist Ástþór hafa unnið mikið að því að koma Block-Chain kerfi inn í flugrekstur, og það jákvæða við það væri að einstaklingar gætu sjálfir keypt og selt á netinu, án þess að þurfa að borga fyrir það vegna þess að þeir gerðu það sjálfir og ekki væri hægt að falsa flugmiðana í þessu kerfi. Aðspurður um hans hlutverk í FlyIcelandic verkefninu sagðist hann ekki ætla að flytja aftur til Íslands til að fara í flugrekstur. Hann kæmi hins vegar með áratuga reynslu að borðinu, „það sem getur verið hættulegt í flugrekstri er ef fólk er ekki með næga reynslu í því, það er eitt sem háði WOW, það byggði ekki á þessari löngu reynslu sem ég get komið með að borðinu í samstarfi við félaga mína.“ „Þegar WOW var að falla bauð ég þeim 4-5 vélar ef þau vildu, en svo varð ekkert úr því.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32 Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. 24. apríl 2019 19:15 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32
Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. 24. apríl 2019 19:15
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28