Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 20:28 Ástþór Magnússon stendur baki hugmyndar um nýtt íslenskt flugfélag. Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. Verkefnið hefur þegar tryggt sér aðgang að flugvélaflota Airbus að sögn Jóels Kristinssonar, talsmanns verkefnisins, en hann er fenginn í gegn um flugvélaleiguna Jet Banus en Ástþór kemur að rekstri þessa fyrirtækis ásamt portúgölskum félögum sínum. Á vefsíðunni er hugmyndinni að verkefninu lýst þannig að FlyIcelandic sé til þess gert að koma fólki og fyrirtækjum saman sem „vilja gerast þátttakendur í nýju flugfélagi sem farþegar, fjárfestar og samstarfsaðilar.“ Þá eru fyrrum starfsmenn WOW air sérstaklega hvattir til að taka þátt í verkefninu. Flugfélagið á að vera laust við einnota plastnotkun og er þar kynnt að máltíðir sem boðið yrði upp á yrðu bornar fram með vistvænum hætti. Þátttakendur í verkefninu fengju tækifæri til að kaupa svokallaðar EcoMiles sem samkvæmt vef verkefnisins eru „flugmílur á heildsöluverði.“ Í samtali við mbl.is sagði Jóel kerfið byggja á rafmyntakerfi sem gerði fólki kleift að „taka þátt í að selja og fljúga og annað.“ Á vefsíðunni er fyrirhuguð þjónusta félagsins útlistuð en þar eru meðal plastlausu máltíðanna hugmyndir um að eigendur EcoMiles geti keypt svokölluð hopp sæti á lágu verði stuttu fyrir flug, að þeir fái forgang á VIP þjónustu, geti fengið innritaðan aukafarangur endurgjaldslaust o.fl. Vefsíða FlyIcelandic og kynning hennar er kostuð af Valhalla ehf., sem er félag sem stofnað er af Ástþóri Magnússyni og vinnur að uppbyggingu íslensks samfélags í Portúgal. Á heimasíðu Valhalla stendur að samfélagið sé fyrir ellilífeyrisþega sem „vilja nýta sér nýjar skattareglur Portugal og tvísköttunarsamning við Ísland til að eignast heimili í sólinni sem greitt er fyrir með skatthagræðingu.“ Í samtali við fréttastofu sagðist Ástþór hafa unnið mikið að því að koma Block-Chain kerfi inn í flugrekstur, og það jákvæða við það væri að einstaklingar gætu sjálfir keypt og selt á netinu, án þess að þurfa að borga fyrir það vegna þess að þeir gerðu það sjálfir og ekki væri hægt að falsa flugmiðana í þessu kerfi. Aðspurður um hans hlutverk í FlyIcelandic verkefninu sagðist hann ekki ætla að flytja aftur til Íslands til að fara í flugrekstur. Hann kæmi hins vegar með áratuga reynslu að borðinu, „það sem getur verið hættulegt í flugrekstri er ef fólk er ekki með næga reynslu í því, það er eitt sem háði WOW, það byggði ekki á þessari löngu reynslu sem ég get komið með að borðinu í samstarfi við félaga mína.“ „Þegar WOW var að falla bauð ég þeim 4-5 vélar ef þau vildu, en svo varð ekkert úr því.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32 Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. 24. apríl 2019 19:15 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. Verkefnið hefur þegar tryggt sér aðgang að flugvélaflota Airbus að sögn Jóels Kristinssonar, talsmanns verkefnisins, en hann er fenginn í gegn um flugvélaleiguna Jet Banus en Ástþór kemur að rekstri þessa fyrirtækis ásamt portúgölskum félögum sínum. Á vefsíðunni er hugmyndinni að verkefninu lýst þannig að FlyIcelandic sé til þess gert að koma fólki og fyrirtækjum saman sem „vilja gerast þátttakendur í nýju flugfélagi sem farþegar, fjárfestar og samstarfsaðilar.“ Þá eru fyrrum starfsmenn WOW air sérstaklega hvattir til að taka þátt í verkefninu. Flugfélagið á að vera laust við einnota plastnotkun og er þar kynnt að máltíðir sem boðið yrði upp á yrðu bornar fram með vistvænum hætti. Þátttakendur í verkefninu fengju tækifæri til að kaupa svokallaðar EcoMiles sem samkvæmt vef verkefnisins eru „flugmílur á heildsöluverði.“ Í samtali við mbl.is sagði Jóel kerfið byggja á rafmyntakerfi sem gerði fólki kleift að „taka þátt í að selja og fljúga og annað.“ Á vefsíðunni er fyrirhuguð þjónusta félagsins útlistuð en þar eru meðal plastlausu máltíðanna hugmyndir um að eigendur EcoMiles geti keypt svokölluð hopp sæti á lágu verði stuttu fyrir flug, að þeir fái forgang á VIP þjónustu, geti fengið innritaðan aukafarangur endurgjaldslaust o.fl. Vefsíða FlyIcelandic og kynning hennar er kostuð af Valhalla ehf., sem er félag sem stofnað er af Ástþóri Magnússyni og vinnur að uppbyggingu íslensks samfélags í Portúgal. Á heimasíðu Valhalla stendur að samfélagið sé fyrir ellilífeyrisþega sem „vilja nýta sér nýjar skattareglur Portugal og tvísköttunarsamning við Ísland til að eignast heimili í sólinni sem greitt er fyrir með skatthagræðingu.“ Í samtali við fréttastofu sagðist Ástþór hafa unnið mikið að því að koma Block-Chain kerfi inn í flugrekstur, og það jákvæða við það væri að einstaklingar gætu sjálfir keypt og selt á netinu, án þess að þurfa að borga fyrir það vegna þess að þeir gerðu það sjálfir og ekki væri hægt að falsa flugmiðana í þessu kerfi. Aðspurður um hans hlutverk í FlyIcelandic verkefninu sagðist hann ekki ætla að flytja aftur til Íslands til að fara í flugrekstur. Hann kæmi hins vegar með áratuga reynslu að borðinu, „það sem getur verið hættulegt í flugrekstri er ef fólk er ekki með næga reynslu í því, það er eitt sem háði WOW, það byggði ekki á þessari löngu reynslu sem ég get komið með að borðinu í samstarfi við félaga mína.“ „Þegar WOW var að falla bauð ég þeim 4-5 vélar ef þau vildu, en svo varð ekkert úr því.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32 Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. 24. apríl 2019 19:15 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32
Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. 24. apríl 2019 19:15
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28