Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til að þrýsta á innköllun Sighvatur Jónsson skrifar 26. apríl 2019 12:30 Eigandi Ópal sjávarfangs segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun til að koma í veg fyrir frekari listeríusmit í vinnslu fyrirtækisins. Vísir/Egill Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til Ópal sjávarfangs um innköllun á vörum fyrirtækisins þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun eftir að staðfest hafði verið um listeríu í afurðum. Eigandi Ópal sjávarfangs segir að fylgst sé með framleiðslu fyrirtækisins í samstarfi við Matvælastofnun og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit. Eftir andlát 48 ára konu með undirliggjandi ónæmisbælingu vegna neyslu á listeríusýktum laxi frá Ópal sjávarfangi hefur fréttastofa fjallað nánar um skoðun Matvælastofnunar á vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði. Matvælastofnun gerði alvarlega athugasemd við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að listeríusmit var staðfest hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu sem Ópal sjávarfang sendi fjölmiðlum í gær kemur fram að fyrirtækið hafi innkallað grafinn lax úr öllum verslunum um leið og niðurstöður úr ræktun sýna lágu fyrir.Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun.Fréttablaðið/AntonEkki brugðist við innköllun Matvælastofnun upplýsti fyrirtækið um jákvæða greiningu listeríu í afurðum þess 4. febrúar. Þegar Ópal sjávarfang brást ekki við innköllun var fyrirtækinu send stjórnvaldsákvörðun um innköllun daginn eftir og andmælafrestur veittur til klukkan tólf á hádegi 6. febrúar. Tölvupóstur hafi borist frá lögfræðingi Ópal klukkan 11.26 um frekari frest til andmæla. Því hafi verið hafnað klukkan 11.57. Andmæli hafi borist frá fyrirtækinu klukkan 12.10. Stuttu síðar hafi Ópal sjávarfang fallist á innköllun á graflaxi. Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að á öllum stigum hafi málið verið unnið með Matvælastofnun.Kannastu við stjórnvaldsákvörðun frá Matvælastofnun um innköllun 5. febrúar? „Já, ég kannast við það.“Þannig að það kemur til ykkar deginum fyrir 6. febrúar til að ýta á innköllun vörunnar? „Já, það getur verið.“Þannig að það er ljóst að þið brugðust ekki strax við og þegar ykkur var tilkynnt um smitið? „Þetta voru mikil og hröð samskipti á milli. Ég tel að við höfum í öllu farið eftir og unnið með Matvælastofnun að því að leysa málið og stofna til innköllunar.“En ekki um leið og Matvælastofnun fór fram á það? „Ef það eru þarna gögn sem sýna annað þá get ég ekki mótmælt þeim, en ég hef ekki séð þau.“„Við framleiðum góðar vörur“ Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að fyrirtækið hafi sent tillögu að eftirliti eftir hreinsun sem Matvælastofnun hafi samþykkt. Það kerfi hafi reynst ágætlega og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit hjá fyrirtækinu. Sala hefur dregist saman hjá Ópal sjávarfangi eftir fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um listeríusmit hjá fyrirtækinu. „Við framleiðlum góðar vörur og gerum það af natni og þekkingu. Maður verður bara að taka því hvernig neytendur og markaðurinn bregst við,“ segir Birgir Sævar, eigandi fyrirtækisins.Viðtal við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra að neðan. Innköllun Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30 Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00 Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til Ópal sjávarfangs um innköllun á vörum fyrirtækisins þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun eftir að staðfest hafði verið um listeríu í afurðum. Eigandi Ópal sjávarfangs segir að fylgst sé með framleiðslu fyrirtækisins í samstarfi við Matvælastofnun og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit. Eftir andlát 48 ára konu með undirliggjandi ónæmisbælingu vegna neyslu á listeríusýktum laxi frá Ópal sjávarfangi hefur fréttastofa fjallað nánar um skoðun Matvælastofnunar á vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði. Matvælastofnun gerði alvarlega athugasemd við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að listeríusmit var staðfest hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu sem Ópal sjávarfang sendi fjölmiðlum í gær kemur fram að fyrirtækið hafi innkallað grafinn lax úr öllum verslunum um leið og niðurstöður úr ræktun sýna lágu fyrir.Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun.Fréttablaðið/AntonEkki brugðist við innköllun Matvælastofnun upplýsti fyrirtækið um jákvæða greiningu listeríu í afurðum þess 4. febrúar. Þegar Ópal sjávarfang brást ekki við innköllun var fyrirtækinu send stjórnvaldsákvörðun um innköllun daginn eftir og andmælafrestur veittur til klukkan tólf á hádegi 6. febrúar. Tölvupóstur hafi borist frá lögfræðingi Ópal klukkan 11.26 um frekari frest til andmæla. Því hafi verið hafnað klukkan 11.57. Andmæli hafi borist frá fyrirtækinu klukkan 12.10. Stuttu síðar hafi Ópal sjávarfang fallist á innköllun á graflaxi. Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að á öllum stigum hafi málið verið unnið með Matvælastofnun.Kannastu við stjórnvaldsákvörðun frá Matvælastofnun um innköllun 5. febrúar? „Já, ég kannast við það.“Þannig að það kemur til ykkar deginum fyrir 6. febrúar til að ýta á innköllun vörunnar? „Já, það getur verið.“Þannig að það er ljóst að þið brugðust ekki strax við og þegar ykkur var tilkynnt um smitið? „Þetta voru mikil og hröð samskipti á milli. Ég tel að við höfum í öllu farið eftir og unnið með Matvælastofnun að því að leysa málið og stofna til innköllunar.“En ekki um leið og Matvælastofnun fór fram á það? „Ef það eru þarna gögn sem sýna annað þá get ég ekki mótmælt þeim, en ég hef ekki séð þau.“„Við framleiðum góðar vörur“ Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að fyrirtækið hafi sent tillögu að eftirliti eftir hreinsun sem Matvælastofnun hafi samþykkt. Það kerfi hafi reynst ágætlega og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit hjá fyrirtækinu. Sala hefur dregist saman hjá Ópal sjávarfangi eftir fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um listeríusmit hjá fyrirtækinu. „Við framleiðlum góðar vörur og gerum það af natni og þekkingu. Maður verður bara að taka því hvernig neytendur og markaðurinn bregst við,“ segir Birgir Sævar, eigandi fyrirtækisins.Viðtal við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra að neðan.
Innköllun Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30 Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00 Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30
Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00
Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00