Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til að þrýsta á innköllun Sighvatur Jónsson skrifar 26. apríl 2019 12:30 Eigandi Ópal sjávarfangs segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun til að koma í veg fyrir frekari listeríusmit í vinnslu fyrirtækisins. Vísir/Egill Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til Ópal sjávarfangs um innköllun á vörum fyrirtækisins þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun eftir að staðfest hafði verið um listeríu í afurðum. Eigandi Ópal sjávarfangs segir að fylgst sé með framleiðslu fyrirtækisins í samstarfi við Matvælastofnun og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit. Eftir andlát 48 ára konu með undirliggjandi ónæmisbælingu vegna neyslu á listeríusýktum laxi frá Ópal sjávarfangi hefur fréttastofa fjallað nánar um skoðun Matvælastofnunar á vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði. Matvælastofnun gerði alvarlega athugasemd við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að listeríusmit var staðfest hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu sem Ópal sjávarfang sendi fjölmiðlum í gær kemur fram að fyrirtækið hafi innkallað grafinn lax úr öllum verslunum um leið og niðurstöður úr ræktun sýna lágu fyrir.Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun.Fréttablaðið/AntonEkki brugðist við innköllun Matvælastofnun upplýsti fyrirtækið um jákvæða greiningu listeríu í afurðum þess 4. febrúar. Þegar Ópal sjávarfang brást ekki við innköllun var fyrirtækinu send stjórnvaldsákvörðun um innköllun daginn eftir og andmælafrestur veittur til klukkan tólf á hádegi 6. febrúar. Tölvupóstur hafi borist frá lögfræðingi Ópal klukkan 11.26 um frekari frest til andmæla. Því hafi verið hafnað klukkan 11.57. Andmæli hafi borist frá fyrirtækinu klukkan 12.10. Stuttu síðar hafi Ópal sjávarfang fallist á innköllun á graflaxi. Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að á öllum stigum hafi málið verið unnið með Matvælastofnun.Kannastu við stjórnvaldsákvörðun frá Matvælastofnun um innköllun 5. febrúar? „Já, ég kannast við það.“Þannig að það kemur til ykkar deginum fyrir 6. febrúar til að ýta á innköllun vörunnar? „Já, það getur verið.“Þannig að það er ljóst að þið brugðust ekki strax við og þegar ykkur var tilkynnt um smitið? „Þetta voru mikil og hröð samskipti á milli. Ég tel að við höfum í öllu farið eftir og unnið með Matvælastofnun að því að leysa málið og stofna til innköllunar.“En ekki um leið og Matvælastofnun fór fram á það? „Ef það eru þarna gögn sem sýna annað þá get ég ekki mótmælt þeim, en ég hef ekki séð þau.“„Við framleiðum góðar vörur“ Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að fyrirtækið hafi sent tillögu að eftirliti eftir hreinsun sem Matvælastofnun hafi samþykkt. Það kerfi hafi reynst ágætlega og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit hjá fyrirtækinu. Sala hefur dregist saman hjá Ópal sjávarfangi eftir fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um listeríusmit hjá fyrirtækinu. „Við framleiðlum góðar vörur og gerum það af natni og þekkingu. Maður verður bara að taka því hvernig neytendur og markaðurinn bregst við,“ segir Birgir Sævar, eigandi fyrirtækisins.Viðtal við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra að neðan. Innköllun Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30 Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00 Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til Ópal sjávarfangs um innköllun á vörum fyrirtækisins þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun eftir að staðfest hafði verið um listeríu í afurðum. Eigandi Ópal sjávarfangs segir að fylgst sé með framleiðslu fyrirtækisins í samstarfi við Matvælastofnun og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit. Eftir andlát 48 ára konu með undirliggjandi ónæmisbælingu vegna neyslu á listeríusýktum laxi frá Ópal sjávarfangi hefur fréttastofa fjallað nánar um skoðun Matvælastofnunar á vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði. Matvælastofnun gerði alvarlega athugasemd við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að listeríusmit var staðfest hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu sem Ópal sjávarfang sendi fjölmiðlum í gær kemur fram að fyrirtækið hafi innkallað grafinn lax úr öllum verslunum um leið og niðurstöður úr ræktun sýna lágu fyrir.Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun.Fréttablaðið/AntonEkki brugðist við innköllun Matvælastofnun upplýsti fyrirtækið um jákvæða greiningu listeríu í afurðum þess 4. febrúar. Þegar Ópal sjávarfang brást ekki við innköllun var fyrirtækinu send stjórnvaldsákvörðun um innköllun daginn eftir og andmælafrestur veittur til klukkan tólf á hádegi 6. febrúar. Tölvupóstur hafi borist frá lögfræðingi Ópal klukkan 11.26 um frekari frest til andmæla. Því hafi verið hafnað klukkan 11.57. Andmæli hafi borist frá fyrirtækinu klukkan 12.10. Stuttu síðar hafi Ópal sjávarfang fallist á innköllun á graflaxi. Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að á öllum stigum hafi málið verið unnið með Matvælastofnun.Kannastu við stjórnvaldsákvörðun frá Matvælastofnun um innköllun 5. febrúar? „Já, ég kannast við það.“Þannig að það kemur til ykkar deginum fyrir 6. febrúar til að ýta á innköllun vörunnar? „Já, það getur verið.“Þannig að það er ljóst að þið brugðust ekki strax við og þegar ykkur var tilkynnt um smitið? „Þetta voru mikil og hröð samskipti á milli. Ég tel að við höfum í öllu farið eftir og unnið með Matvælastofnun að því að leysa málið og stofna til innköllunar.“En ekki um leið og Matvælastofnun fór fram á það? „Ef það eru þarna gögn sem sýna annað þá get ég ekki mótmælt þeim, en ég hef ekki séð þau.“„Við framleiðum góðar vörur“ Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að fyrirtækið hafi sent tillögu að eftirliti eftir hreinsun sem Matvælastofnun hafi samþykkt. Það kerfi hafi reynst ágætlega og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit hjá fyrirtækinu. Sala hefur dregist saman hjá Ópal sjávarfangi eftir fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um listeríusmit hjá fyrirtækinu. „Við framleiðlum góðar vörur og gerum það af natni og þekkingu. Maður verður bara að taka því hvernig neytendur og markaðurinn bregst við,“ segir Birgir Sævar, eigandi fyrirtækisins.Viðtal við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra að neðan.
Innköllun Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30 Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00 Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30
Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00
Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00