Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2019 18:30 Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í lok mars fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt áætluninni er uppsöfnuð heildarafkoma hins opinbera árin 2018–2022 áætluð um 171 milljarður króna. Það er um 8 milljörðum króna lakari útkoma en áður samþykkt fjármálastefna gerir ráð fyrir. Fjármálastefna er áætlun ríkisstjórnar um stöðu og þróun opinberra fjármála og áhrif þeirra á aðra hluta hagkerfisins t.d. heimili og fyrirtæki. Í fjármálaáætlunni, sem á að fylgja fjármálastefnunni, eru síðan sett fram töluleg markmið um umfang, afkomu og efnahag ríkis og sveitarfélaga fyrir næstu fimm ár hið skemmsta. Höfundar fjármálaáætlunarinnar 2020-2024, sem eru að öllum líkindum embættismenn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, virðast sjálfir átta sig á að fjármálastefnan og fjármálaáætlanir síðustu ára hafi verið of bjartsýnar enda segir í nýrri fjármálaáætlun á bls. 54: „Í ljósi hagvaxtar síðustu ára eins og lýst er í kafla 2 og greiningar á áhrifum útgjalda hins opinbera á eftirspurn í hagkerfinu (...) má leiða að því líkur að æskilegra hefði verið ef fjármálastefnan hefði gert ráð fyrir meiri afgangi á heildarafkomu hins opinbera á uppsveifluárum til þess að veita þenslunni meira viðnám og auka möguleika á skarpari viðspyrnu við kólnun hagkerfisins. Hins vegar hafði myndast mikil uppsöfnuð þörf fyrir innviðauppbyggingu í kjölfar efnahagsþrenginga sem þjóðarbúið gekk í gegnum eftir bankahrunið haustið 2008.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra. Vísir/VilhelmDökk mynd teiknuð upp Fjármálaráð er skipað sérfræðingum í efnahagsmálum og er ráðinu ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi. Í ráðinu sitja Gunnar Ólafur Haraldsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Þórhildur Hansdóttir Jetzek. Í nýrri umsögn ráðsins um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 er teiknuð upp dökk mynd af stöðu og horfum í opinberum fjármálum en þar segir: „Í framvindukafla í framlagðri áætlun, þegar horft er aftur í tímann og yfirtímabil áætlunarinnar allrar, endurspeglast sú staðreynd að spennitreyjan semfjármálaráð varaði við hefur raungerst. Hvort varfærnin hafi ekki veriðnægjanleg eða stjórnvöld hafi fallið í áðurnefndan freistnivanda skal ósagtlátið. Niðurstöðurnar í kaflanum gefa til kynna að svo til ekkert borð er fyrirbáru og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúiðhefur búið við frá hinu fordæmalausa efnahagsáfalli 2008.“ Þarna er án nokkurs vafa verið að vísa til þeirrar óvissu sem er framundan í efnahagslífinu ekki síst vegna lakari horfa í ferðaþjónustu í kjölfar gjaldþrots WOW air en ferðaþjónustan hefur skapað stærstan hluta gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið á undanförnum árum. Þá hefur hlutdeild ferðaþjónustunnar vegið þyngst í landsframleiðslunni. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir að umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun sé í takt við gagnrýni Viðskiptaráðs Íslands sem hafi talið fjármálaáætlanir síðustu ára bjartsýnar fram úr hófi. Af þeim sökum hafi ríkissjóður ekki verið rekinn með nægilega miklum afgangi. „Menn hafa teygt sig of langt með útgjöldin á síðustu árum og þá óttast maður að það sé búið að taka meira úr bankabókinni en innistæða var fyrir,“ segir Konráð. Efnahagsmál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í lok mars fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt áætluninni er uppsöfnuð heildarafkoma hins opinbera árin 2018–2022 áætluð um 171 milljarður króna. Það er um 8 milljörðum króna lakari útkoma en áður samþykkt fjármálastefna gerir ráð fyrir. Fjármálastefna er áætlun ríkisstjórnar um stöðu og þróun opinberra fjármála og áhrif þeirra á aðra hluta hagkerfisins t.d. heimili og fyrirtæki. Í fjármálaáætlunni, sem á að fylgja fjármálastefnunni, eru síðan sett fram töluleg markmið um umfang, afkomu og efnahag ríkis og sveitarfélaga fyrir næstu fimm ár hið skemmsta. Höfundar fjármálaáætlunarinnar 2020-2024, sem eru að öllum líkindum embættismenn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, virðast sjálfir átta sig á að fjármálastefnan og fjármálaáætlanir síðustu ára hafi verið of bjartsýnar enda segir í nýrri fjármálaáætlun á bls. 54: „Í ljósi hagvaxtar síðustu ára eins og lýst er í kafla 2 og greiningar á áhrifum útgjalda hins opinbera á eftirspurn í hagkerfinu (...) má leiða að því líkur að æskilegra hefði verið ef fjármálastefnan hefði gert ráð fyrir meiri afgangi á heildarafkomu hins opinbera á uppsveifluárum til þess að veita þenslunni meira viðnám og auka möguleika á skarpari viðspyrnu við kólnun hagkerfisins. Hins vegar hafði myndast mikil uppsöfnuð þörf fyrir innviðauppbyggingu í kjölfar efnahagsþrenginga sem þjóðarbúið gekk í gegnum eftir bankahrunið haustið 2008.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra. Vísir/VilhelmDökk mynd teiknuð upp Fjármálaráð er skipað sérfræðingum í efnahagsmálum og er ráðinu ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi. Í ráðinu sitja Gunnar Ólafur Haraldsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Þórhildur Hansdóttir Jetzek. Í nýrri umsögn ráðsins um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 er teiknuð upp dökk mynd af stöðu og horfum í opinberum fjármálum en þar segir: „Í framvindukafla í framlagðri áætlun, þegar horft er aftur í tímann og yfirtímabil áætlunarinnar allrar, endurspeglast sú staðreynd að spennitreyjan semfjármálaráð varaði við hefur raungerst. Hvort varfærnin hafi ekki veriðnægjanleg eða stjórnvöld hafi fallið í áðurnefndan freistnivanda skal ósagtlátið. Niðurstöðurnar í kaflanum gefa til kynna að svo til ekkert borð er fyrirbáru og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúiðhefur búið við frá hinu fordæmalausa efnahagsáfalli 2008.“ Þarna er án nokkurs vafa verið að vísa til þeirrar óvissu sem er framundan í efnahagslífinu ekki síst vegna lakari horfa í ferðaþjónustu í kjölfar gjaldþrots WOW air en ferðaþjónustan hefur skapað stærstan hluta gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið á undanförnum árum. Þá hefur hlutdeild ferðaþjónustunnar vegið þyngst í landsframleiðslunni. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir að umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun sé í takt við gagnrýni Viðskiptaráðs Íslands sem hafi talið fjármálaáætlanir síðustu ára bjartsýnar fram úr hófi. Af þeim sökum hafi ríkissjóður ekki verið rekinn með nægilega miklum afgangi. „Menn hafa teygt sig of langt með útgjöldin á síðustu árum og þá óttast maður að það sé búið að taka meira úr bankabókinni en innistæða var fyrir,“ segir Konráð.
Efnahagsmál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira