Marvel biðlar til almennings um að spilla ekki Avengers: Endgame Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 22:05 Þvottabjörninn Rocket er meðlimur Varða Vetrarbrautarinnar (e. Guardians of the Galaxy). Hann er meðal annarra hetja í eldlínunni í Avengers: Endgame. Disney/Marvel Nýjasta mynd kvikmyndafyrirtækisins Marvel um Hefnendurna (e. Avengers), Avengers: Endgame, var frumsýnd í kvikmyndahúsum heimsins fyrr í vikunni. Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt fyrir myndinni og gagnrýnendur hafa stráfallið fyrir henni. Í kjölfar frumsýningar á myndinni hefur Internetið vart talað um annað, en myndin hefur hlotið frábærar viðtökur hjá kvikmyndaáhugafólki. Þegar þetta er skrifað situr myndin í fimmta sæti á lista kvikmyndavefsíðunnar IMDb yfir bestu kvikmyndir sögunnar, ofar en myndir á borð við Schindler‘s List og Pulp Fiction. Vinsældir myndarinnar og eftirvænting fyrir henni hafa þó í för með sér fylgifisk sem þeir sem ekki hafa séð myndina en hugnast að gera svo myndu telja ansi hvimleiðan. Internetið er uppfullt af spennuspillum (e.spoilers) um myndina. Hrekkjalómar á alnetinu hafa tekið upp á því að troða slíkum spillum inn í ýmiskonar efni, tengt eða ótengt, myndinni. Þannig geta þeir upplýst um endalok myndarinnar og eyðilagt á augabragði fyrir internetnotendum sem eiga sér einskis ills von. Raunar hefur spennuspillingin gengið svo langt að aldrei hafa fleiri notast við hjálp leitarvéla á netinu til þess að reyna að fyrirbyggja að verða á barðinu fyrir spennuspillum. Þá hefur Marvel, fyrirtækið sem gefur út myndirnar, hrundið af stað herferð þar sem biðlað er til fólks um að spilla myndinni ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Opinber Twitter-aðgangur Avengers-myndanna tísti í gær myndbandi þar sem stjörnur myndarinnar biðja fólk vinsamlegast um að láta ógert að eyðileggja upplifun annarra með því að leysa frá skjóðunni um afdrif hetjanna vinsælu.Don’t do it. #DontSpoilTheEndgamepic.twitter.com/BoCzPHO4PJ — The Avengers (@Avengers) April 25, 2019 Bandaríkin Tengdar fréttir Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Nýjasta mynd kvikmyndafyrirtækisins Marvel um Hefnendurna (e. Avengers), Avengers: Endgame, var frumsýnd í kvikmyndahúsum heimsins fyrr í vikunni. Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt fyrir myndinni og gagnrýnendur hafa stráfallið fyrir henni. Í kjölfar frumsýningar á myndinni hefur Internetið vart talað um annað, en myndin hefur hlotið frábærar viðtökur hjá kvikmyndaáhugafólki. Þegar þetta er skrifað situr myndin í fimmta sæti á lista kvikmyndavefsíðunnar IMDb yfir bestu kvikmyndir sögunnar, ofar en myndir á borð við Schindler‘s List og Pulp Fiction. Vinsældir myndarinnar og eftirvænting fyrir henni hafa þó í för með sér fylgifisk sem þeir sem ekki hafa séð myndina en hugnast að gera svo myndu telja ansi hvimleiðan. Internetið er uppfullt af spennuspillum (e.spoilers) um myndina. Hrekkjalómar á alnetinu hafa tekið upp á því að troða slíkum spillum inn í ýmiskonar efni, tengt eða ótengt, myndinni. Þannig geta þeir upplýst um endalok myndarinnar og eyðilagt á augabragði fyrir internetnotendum sem eiga sér einskis ills von. Raunar hefur spennuspillingin gengið svo langt að aldrei hafa fleiri notast við hjálp leitarvéla á netinu til þess að reyna að fyrirbyggja að verða á barðinu fyrir spennuspillum. Þá hefur Marvel, fyrirtækið sem gefur út myndirnar, hrundið af stað herferð þar sem biðlað er til fólks um að spilla myndinni ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Opinber Twitter-aðgangur Avengers-myndanna tísti í gær myndbandi þar sem stjörnur myndarinnar biðja fólk vinsamlegast um að láta ógert að eyðileggja upplifun annarra með því að leysa frá skjóðunni um afdrif hetjanna vinsælu.Don’t do it. #DontSpoilTheEndgamepic.twitter.com/BoCzPHO4PJ — The Avengers (@Avengers) April 25, 2019
Bandaríkin Tengdar fréttir Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00