Marvel biðlar til almennings um að spilla ekki Avengers: Endgame Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 22:05 Þvottabjörninn Rocket er meðlimur Varða Vetrarbrautarinnar (e. Guardians of the Galaxy). Hann er meðal annarra hetja í eldlínunni í Avengers: Endgame. Disney/Marvel Nýjasta mynd kvikmyndafyrirtækisins Marvel um Hefnendurna (e. Avengers), Avengers: Endgame, var frumsýnd í kvikmyndahúsum heimsins fyrr í vikunni. Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt fyrir myndinni og gagnrýnendur hafa stráfallið fyrir henni. Í kjölfar frumsýningar á myndinni hefur Internetið vart talað um annað, en myndin hefur hlotið frábærar viðtökur hjá kvikmyndaáhugafólki. Þegar þetta er skrifað situr myndin í fimmta sæti á lista kvikmyndavefsíðunnar IMDb yfir bestu kvikmyndir sögunnar, ofar en myndir á borð við Schindler‘s List og Pulp Fiction. Vinsældir myndarinnar og eftirvænting fyrir henni hafa þó í för með sér fylgifisk sem þeir sem ekki hafa séð myndina en hugnast að gera svo myndu telja ansi hvimleiðan. Internetið er uppfullt af spennuspillum (e.spoilers) um myndina. Hrekkjalómar á alnetinu hafa tekið upp á því að troða slíkum spillum inn í ýmiskonar efni, tengt eða ótengt, myndinni. Þannig geta þeir upplýst um endalok myndarinnar og eyðilagt á augabragði fyrir internetnotendum sem eiga sér einskis ills von. Raunar hefur spennuspillingin gengið svo langt að aldrei hafa fleiri notast við hjálp leitarvéla á netinu til þess að reyna að fyrirbyggja að verða á barðinu fyrir spennuspillum. Þá hefur Marvel, fyrirtækið sem gefur út myndirnar, hrundið af stað herferð þar sem biðlað er til fólks um að spilla myndinni ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Opinber Twitter-aðgangur Avengers-myndanna tísti í gær myndbandi þar sem stjörnur myndarinnar biðja fólk vinsamlegast um að láta ógert að eyðileggja upplifun annarra með því að leysa frá skjóðunni um afdrif hetjanna vinsælu.Don’t do it. #DontSpoilTheEndgamepic.twitter.com/BoCzPHO4PJ — The Avengers (@Avengers) April 25, 2019 Bandaríkin Tengdar fréttir Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýjasta mynd kvikmyndafyrirtækisins Marvel um Hefnendurna (e. Avengers), Avengers: Endgame, var frumsýnd í kvikmyndahúsum heimsins fyrr í vikunni. Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt fyrir myndinni og gagnrýnendur hafa stráfallið fyrir henni. Í kjölfar frumsýningar á myndinni hefur Internetið vart talað um annað, en myndin hefur hlotið frábærar viðtökur hjá kvikmyndaáhugafólki. Þegar þetta er skrifað situr myndin í fimmta sæti á lista kvikmyndavefsíðunnar IMDb yfir bestu kvikmyndir sögunnar, ofar en myndir á borð við Schindler‘s List og Pulp Fiction. Vinsældir myndarinnar og eftirvænting fyrir henni hafa þó í för með sér fylgifisk sem þeir sem ekki hafa séð myndina en hugnast að gera svo myndu telja ansi hvimleiðan. Internetið er uppfullt af spennuspillum (e.spoilers) um myndina. Hrekkjalómar á alnetinu hafa tekið upp á því að troða slíkum spillum inn í ýmiskonar efni, tengt eða ótengt, myndinni. Þannig geta þeir upplýst um endalok myndarinnar og eyðilagt á augabragði fyrir internetnotendum sem eiga sér einskis ills von. Raunar hefur spennuspillingin gengið svo langt að aldrei hafa fleiri notast við hjálp leitarvéla á netinu til þess að reyna að fyrirbyggja að verða á barðinu fyrir spennuspillum. Þá hefur Marvel, fyrirtækið sem gefur út myndirnar, hrundið af stað herferð þar sem biðlað er til fólks um að spilla myndinni ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Opinber Twitter-aðgangur Avengers-myndanna tísti í gær myndbandi þar sem stjörnur myndarinnar biðja fólk vinsamlegast um að láta ógert að eyðileggja upplifun annarra með því að leysa frá skjóðunni um afdrif hetjanna vinsælu.Don’t do it. #DontSpoilTheEndgamepic.twitter.com/BoCzPHO4PJ — The Avengers (@Avengers) April 25, 2019
Bandaríkin Tengdar fréttir Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00