Telur sig ekki hafa farið illa með Anitu Hill Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 23:35 Joe Biden tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna. Hann þykir einna sigurstranglegastur meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum. Vísir/Getty Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa farið illa með Anitu Hill, lögfræðinginn sem sakaði Clarence Thomas, þáverandi Hæstaréttardómaraefni, um kynferðislega áreitni árið 1991. Hill var kölluð fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings árið 1991 og bar þar vitni um ósæmilega hegðun dómarans í sinn garð. Biden var þá formaður nefndarinnar og hefur verið gagnrýndur ítrekað fyrir meðferð sína á vitnisburði Hill. Allir nefndarmenn voru hvítir karlmenn, en bæði Hill og Thomas eru svört, og þá láðist honum einnig að kalla konur, sem sögðust geta staðfest frásögn Hill, fyrir nefndina. Thomas var að endingu staðfestur sem Hæstaréttardómari og situr enn sem dómari í réttinum.Sjá einnig: Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Biden var í dag gestur sjónvarpsþáttarins The View sem sýndur er á ABC-sjónvarpsstöðinni. Einn stjórnandi þáttarins innti Biden eftir því af hverju hann væri ragur við að biðja Hill afsökunar á framferði sínu. „Mér þykir fyrir því hvernig farið var með hana,“ sagði Biden. „Ef þú ferð yfir það sem ég sagði, og sagði ekki, þá finnst mér ég ekki hafa farið illa með hana.“Biden tilkynnti í gær um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Samdægurs tjáði Hill bandaríska dagblaðinu New York Times að Biden hefði haft samband við sig áður en hann tilkynnti framboðið og lýst yfir „eftirsjá“ vegna þess sem hún hafi þurft að þola. Hill lýsti því jafnframt yfir að hún tæki afsökunarbeiðnina ekki gilda, í það minnsta ekki fyrr en Biden tæki almennilega ábyrgð á framferði sínu. Biden þykir einna sigurstranglegastur í hópi meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum, þrátt fyrir nýlegar ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni. Í dag var tilkynnt að framboð hans hefði safnað 6,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 765 milljónum íslenskra króna, fyrsta sólarhringinn, mest allra frambjóðenda hingað til. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46 Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa farið illa með Anitu Hill, lögfræðinginn sem sakaði Clarence Thomas, þáverandi Hæstaréttardómaraefni, um kynferðislega áreitni árið 1991. Hill var kölluð fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings árið 1991 og bar þar vitni um ósæmilega hegðun dómarans í sinn garð. Biden var þá formaður nefndarinnar og hefur verið gagnrýndur ítrekað fyrir meðferð sína á vitnisburði Hill. Allir nefndarmenn voru hvítir karlmenn, en bæði Hill og Thomas eru svört, og þá láðist honum einnig að kalla konur, sem sögðust geta staðfest frásögn Hill, fyrir nefndina. Thomas var að endingu staðfestur sem Hæstaréttardómari og situr enn sem dómari í réttinum.Sjá einnig: Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Biden var í dag gestur sjónvarpsþáttarins The View sem sýndur er á ABC-sjónvarpsstöðinni. Einn stjórnandi þáttarins innti Biden eftir því af hverju hann væri ragur við að biðja Hill afsökunar á framferði sínu. „Mér þykir fyrir því hvernig farið var með hana,“ sagði Biden. „Ef þú ferð yfir það sem ég sagði, og sagði ekki, þá finnst mér ég ekki hafa farið illa með hana.“Biden tilkynnti í gær um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Samdægurs tjáði Hill bandaríska dagblaðinu New York Times að Biden hefði haft samband við sig áður en hann tilkynnti framboðið og lýst yfir „eftirsjá“ vegna þess sem hún hafi þurft að þola. Hill lýsti því jafnframt yfir að hún tæki afsökunarbeiðnina ekki gilda, í það minnsta ekki fyrr en Biden tæki almennilega ábyrgð á framferði sínu. Biden þykir einna sigurstranglegastur í hópi meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum, þrátt fyrir nýlegar ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni. Í dag var tilkynnt að framboð hans hefði safnað 6,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 765 milljónum íslenskra króna, fyrsta sólarhringinn, mest allra frambjóðenda hingað til.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46 Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46
Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42