Pútín segir dóm Bútínu hneyksli Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 17:42 Vladímír Pútín er nú staddur í Peking þar sem fundað er um hið gríðarstóra innviðaverkefni Kínverja, Belti og Braut. Getty/Mikhail Svetlov Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsir fangelsisdómi Mariu Bútínu sem réttarmorði og hneyksli. Bútína, sem játaði að starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar í gær. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Á blaðamannafundi í Peking í dag sagði Pútín að dómurinn yfir Bútínu væri aðeins tilraun Bandaríkjanna til að laga orðspor sitt. Mál hennar hefur verið fyrirferðamikið vestanhafs og talið varpa ljósi á tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs. „Þetta er hneyksli,“ sagði Pútín. „Það er alls ekki ljóst fyrir hvað hún er dæmd eða hvaða glæp hún á að hafa farið. Þetta er fullkomið dæmi um tilraun til að „bjarga andlitinu.“ Þau handtóku stúlkuna og stungu í fangelsi,“ bætti hann við á blaðamannafundinum í dag. „En hún hafði ekkert brotið af sér. Til þess að koma í veg fyrir það að líta fullkomlega fáránlega út gáfu þeir henni 18 mánaða dóm - til að sýna að hún væri sek um eitthvað.“ Þarna má ætla að Pútín sé að vísa til þess að bandarískir saksóknarar voru ekki sannfærðir um að Bútína væri njósnari. Þrátt fyrir það töldu þeir hana vera ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.„Ung og dugleg“ kona Bútína hefur unnið náið með bandarískum yfirvöldum allt frá því að hún gekkst við brotum sínum í desember síðastliðnum. Hún baðst afsökunar í dómsal í Washington D.C. og fór fram á að dómarinn myndi sýna henni vægð. „Orðspor mitt er ónýtt, bæði hér í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi,“ sagði Bútína í gær og bað um tækifæri til að „fara heim og endurræsa líf mitt.“ Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Bútínu vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Engu að síður talaði dómarinn fallega til Bútínu að dómsuppkvaðningunni lokinni. „Slæma hegðun þín skilgreinir þig ekki,“ sagði dómarinn og bætti við: „Þú ert ung kona. Þú ert gáfuð, dugleg og þú átt framtíðina fyrir þér.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Tengdar fréttir Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsir fangelsisdómi Mariu Bútínu sem réttarmorði og hneyksli. Bútína, sem játaði að starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar í gær. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Á blaðamannafundi í Peking í dag sagði Pútín að dómurinn yfir Bútínu væri aðeins tilraun Bandaríkjanna til að laga orðspor sitt. Mál hennar hefur verið fyrirferðamikið vestanhafs og talið varpa ljósi á tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs. „Þetta er hneyksli,“ sagði Pútín. „Það er alls ekki ljóst fyrir hvað hún er dæmd eða hvaða glæp hún á að hafa farið. Þetta er fullkomið dæmi um tilraun til að „bjarga andlitinu.“ Þau handtóku stúlkuna og stungu í fangelsi,“ bætti hann við á blaðamannafundinum í dag. „En hún hafði ekkert brotið af sér. Til þess að koma í veg fyrir það að líta fullkomlega fáránlega út gáfu þeir henni 18 mánaða dóm - til að sýna að hún væri sek um eitthvað.“ Þarna má ætla að Pútín sé að vísa til þess að bandarískir saksóknarar voru ekki sannfærðir um að Bútína væri njósnari. Þrátt fyrir það töldu þeir hana vera ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.„Ung og dugleg“ kona Bútína hefur unnið náið með bandarískum yfirvöldum allt frá því að hún gekkst við brotum sínum í desember síðastliðnum. Hún baðst afsökunar í dómsal í Washington D.C. og fór fram á að dómarinn myndi sýna henni vægð. „Orðspor mitt er ónýtt, bæði hér í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi,“ sagði Bútína í gær og bað um tækifæri til að „fara heim og endurræsa líf mitt.“ Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Bútínu vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Engu að síður talaði dómarinn fallega til Bútínu að dómsuppkvaðningunni lokinni. „Slæma hegðun þín skilgreinir þig ekki,“ sagði dómarinn og bætti við: „Þú ert ung kona. Þú ert gáfuð, dugleg og þú átt framtíðina fyrir þér.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Tengdar fréttir Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12