Kom að innpökkuðum hundi sínum eftir Íslandsferðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2019 18:22 Nova var hamingjusamur hundur. Mynd/Kirsten Kinch Kona frá Dublin hefur hafið herferð fyrir því að hundahóteli sem hún kom hundi sínum fyrir á á meðan hún skrapp í stutta ferð til Íslands verði lokað. Þegar hún sneri aftur frá Íslandi hafði hundur hennar drepist í umsjá hundahótelsins og búið var að pakka hræinu inn í límband. Kirsten Kinch skrapp í þriggja daga ferð til Íslands frá Dublin um síðustu áramót. Ákvað hún að koma Husky-hundi hennar, henni Nova, fyrir á P&E Boarding Kennels and Catery á meðan hún og fjölskylda hennar dvöldu á Íslandi. Þegar hún sneri hins vegar aftur á Nýársdag til þess að sækja Novu fékk hún slæmar fréttir. Var henni tjáð að Nova hefði fundist einn morguninn dauð í blóðpolli í búri hennar. Kinch fékk hins vegar áfall þegar jarðneskum leifum Novu var skilað til hennar. „Henni hafði verið pakkað inn í eitthvað sem ég get aðeins lýst sem kúlu í svörtum poka límt saman með límbandi,“ sagði Kinch í samtali við Evening Standard. „Það er augljóst að henni var ekki sýnd nein ást né umhyggja frá því að hún fannst.“ Kinch sakar eigendur hundahótelsins um vanrækslu og hefur hafið baráttu fyrir því að hundahótelinu verði lokað. Um 70. þúsund undirskriftir hafa safnast vegna málsins. Fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum í dag en í samtali við Metro sagði Paddy Cullen, eigandi hundahótelsins, að hundinum hafi verið pakkað inn eftir ráðleggingar frá dýralækni. „Ég hringdi í dýralækni sem sagði mér að pakka hundinum inn vegna sýkingahættu,“ sagði Cullen sem segist hafa óttast útbreiðslu parvóvírusar. Kinch segir hins vegar af og frá að hundur hennar hafi verið veikur á einhvern hátt. Hún hafi farið til dýralæknis með hana tveimur dögum áður en hún var innrituð á hundahótelið. Dýralæknirinn hafi metið stöðuna sem svo að óhætt væri að senda Novu á hótelið. Dýr Írland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Kona frá Dublin hefur hafið herferð fyrir því að hundahóteli sem hún kom hundi sínum fyrir á á meðan hún skrapp í stutta ferð til Íslands verði lokað. Þegar hún sneri aftur frá Íslandi hafði hundur hennar drepist í umsjá hundahótelsins og búið var að pakka hræinu inn í límband. Kirsten Kinch skrapp í þriggja daga ferð til Íslands frá Dublin um síðustu áramót. Ákvað hún að koma Husky-hundi hennar, henni Nova, fyrir á P&E Boarding Kennels and Catery á meðan hún og fjölskylda hennar dvöldu á Íslandi. Þegar hún sneri hins vegar aftur á Nýársdag til þess að sækja Novu fékk hún slæmar fréttir. Var henni tjáð að Nova hefði fundist einn morguninn dauð í blóðpolli í búri hennar. Kinch fékk hins vegar áfall þegar jarðneskum leifum Novu var skilað til hennar. „Henni hafði verið pakkað inn í eitthvað sem ég get aðeins lýst sem kúlu í svörtum poka límt saman með límbandi,“ sagði Kinch í samtali við Evening Standard. „Það er augljóst að henni var ekki sýnd nein ást né umhyggja frá því að hún fannst.“ Kinch sakar eigendur hundahótelsins um vanrækslu og hefur hafið baráttu fyrir því að hundahótelinu verði lokað. Um 70. þúsund undirskriftir hafa safnast vegna málsins. Fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum í dag en í samtali við Metro sagði Paddy Cullen, eigandi hundahótelsins, að hundinum hafi verið pakkað inn eftir ráðleggingar frá dýralækni. „Ég hringdi í dýralækni sem sagði mér að pakka hundinum inn vegna sýkingahættu,“ sagði Cullen sem segist hafa óttast útbreiðslu parvóvírusar. Kinch segir hins vegar af og frá að hundur hennar hafi verið veikur á einhvern hátt. Hún hafi farið til dýralæknis með hana tveimur dögum áður en hún var innrituð á hundahótelið. Dýralæknirinn hafi metið stöðuna sem svo að óhætt væri að senda Novu á hótelið.
Dýr Írland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira