Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 27. apríl 2019 18:50 Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari HK. mynd/hk HK tapaði í dag sinum fyrsta leik í Pepsi Max deildar karla gegn FH. FH vann 2-0 og komust yfir snemma í leiknum. Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var samt ánægður með frammistöðuna gegn þessu sterka liði FH. „Mér fannst frammistaðan vera nokkuð góð. Við settum þá undir nokkuð góða pressu og unnum boltann oft á góðum stöðum. Við sofnuðum á verðinum þarna einu sinni í fyrri hálfleik og síðan fannst mér þeir þurfa að hafa full lítið fyrir öðru markinu,” sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK um frammistöðu sinna manna í leiknum. HK voru mikið með boltann í seinni hálfleik en áttu erfitt með að skapa sér færi. „Við vorum að spila á móti góðu liði og þá er oft erfitt að skapa færi. Við áttum töluvert af hornum og aukaspyrnum. Við erum vanir að fá aðeins meira út úr því. Heilt yfir fannst mér við vera inni í leiknum og við áttum séns. Jafnvel í stöðunni 2-0 hafði ég trú á að við myndum sækja eitt mark eða jafnvel jafna leikinn.” Brandur Olsen skoraði annað mark leiksins eftir slæm mistök í vörn HK. Brynjar er sannfærður um að það verði ekki fleiri svona mörk í sumar. „Það verða ekki fleiri svona mörk. Þetta voru ein mistök og við tökum það. Það þarf að klára færið og það var gert gríðarlega vel. Það eru bara góðir leikmenn sem gera það.” HK byrja tímabilið á að spila á móti FH, Breiðablik og Stjörnunni. Þetta er ekki auðveldasta prógrammið til að byrja sumarið á en Brynjar hefur ekki áhyggjur af því. „Þetta er bara gott. Þetta var erfiður en frábær leikur í dag. Þetta er svona leikur sem við getum unnið en við getum líka tapað. Ég geri alltaf ráð fyrir að við vinnum.” HK fá granna sína í Breiðablik í heimsókn í næsta leik. Þetta ætti að vera grannaslagur af bestu gerð og Brynjar gerir ráð fyrir að Kópavogsbúar munu fjölmenna. „Ég geri ráð fyrir rúmlega fullum Kór. Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta. Maður er bara spenntur fyrir fyrsta heimaleik HK í efstu deild í 11 ár.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
HK tapaði í dag sinum fyrsta leik í Pepsi Max deildar karla gegn FH. FH vann 2-0 og komust yfir snemma í leiknum. Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var samt ánægður með frammistöðuna gegn þessu sterka liði FH. „Mér fannst frammistaðan vera nokkuð góð. Við settum þá undir nokkuð góða pressu og unnum boltann oft á góðum stöðum. Við sofnuðum á verðinum þarna einu sinni í fyrri hálfleik og síðan fannst mér þeir þurfa að hafa full lítið fyrir öðru markinu,” sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK um frammistöðu sinna manna í leiknum. HK voru mikið með boltann í seinni hálfleik en áttu erfitt með að skapa sér færi. „Við vorum að spila á móti góðu liði og þá er oft erfitt að skapa færi. Við áttum töluvert af hornum og aukaspyrnum. Við erum vanir að fá aðeins meira út úr því. Heilt yfir fannst mér við vera inni í leiknum og við áttum séns. Jafnvel í stöðunni 2-0 hafði ég trú á að við myndum sækja eitt mark eða jafnvel jafna leikinn.” Brandur Olsen skoraði annað mark leiksins eftir slæm mistök í vörn HK. Brynjar er sannfærður um að það verði ekki fleiri svona mörk í sumar. „Það verða ekki fleiri svona mörk. Þetta voru ein mistök og við tökum það. Það þarf að klára færið og það var gert gríðarlega vel. Það eru bara góðir leikmenn sem gera það.” HK byrja tímabilið á að spila á móti FH, Breiðablik og Stjörnunni. Þetta er ekki auðveldasta prógrammið til að byrja sumarið á en Brynjar hefur ekki áhyggjur af því. „Þetta er bara gott. Þetta var erfiður en frábær leikur í dag. Þetta er svona leikur sem við getum unnið en við getum líka tapað. Ég geri alltaf ráð fyrir að við vinnum.” HK fá granna sína í Breiðablik í heimsókn í næsta leik. Þetta ætti að vera grannaslagur af bestu gerð og Brynjar gerir ráð fyrir að Kópavogsbúar munu fjölmenna. „Ég geri ráð fyrir rúmlega fullum Kór. Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta. Maður er bara spenntur fyrir fyrsta heimaleik HK í efstu deild í 11 ár.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30