Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2019 22:45 Þeistareykjavegur, milli Húsavíkur og gatnamóta á Hólasandi, verður alls 47 kílómetra langur. Grafík/Guðmundur Björnsson. Landsvirkjun er að hefja lagningu sautján kílómetra heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn um stórbrotið svæði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Vegna smíði Þeistareykjavirkjunar var hafist handa við lagningu nýs vegar milli Húsavíkur og Þeistareykja fyrir sex árum en þar með fengu vegfarendur uppbyggðan veg með bundnu slitlagi í stað jeppaslóða.Frá lagningu Þeistareykjavegar nyrðri haustið 2014. Húsavík sést til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En þetta var bara fyrri áfanginn því núna ráðgerir Landsvirkjun að hefja framkvæmdir í sumar við síðari áfangann; sem er að tengja Þeistareyki við Mývatnssvæðið. Þeistareykjavegur nyrðri, milli Húsavíkur og Þeistareykja, er um þrjátíu kílómetra langur en síðari áfanginn, Þeistareykjavegur syðri, milli Þeistareykja og þjóðvegarins á Hólasandi, verður sautján kílómetra langur. Níu tilboð bárust í lagningu Þeistareykjavegar syðri.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar tilboð voru opnuð í verkið hjá Landsvirkjun í síðasta mánuði reyndist Árni Helgason ehf. eiga lægsta boð, upp á 455 milljónir króna, sem var 90 prósent af 504 milljóna króna kostnaðaráætlun. Alls bárust níu tilboð og reyndust tvö þeirra undir kostnaðaráætlun, en samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er nú unnið að gerð samnings við lægstbjóðanda, Árna Helgason. Markmið fyrirtækisins með vegagerðinni er að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra.Frá Þeistareykjum. Gamla bæjarstæðið og gangnamannaskálinn eru við hverasvæðið undir Bæjarfjalli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Um leið opnast spennandi hringleið fyrir ferðamenn inn á stórbrotið svæði, og ekki bara með borholur og gufuaflspípur í forgrunni. Þar má einnig sjá ósnortna eldgíga og miklar jarðsprungur og hverasvæðið við gamla gangnamannaskálann á Þeistareykjum þætti eflaust mörgum ferðarinnar virði að skoða, en þar stóð bærinn Þeistareykir forðum. Stefnt er að því að vegagerðinni verði lokið haustið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Jarðhiti Norðurþing Orkumál Samgöngur Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Landsvirkjun er að hefja lagningu sautján kílómetra heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn um stórbrotið svæði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Vegna smíði Þeistareykjavirkjunar var hafist handa við lagningu nýs vegar milli Húsavíkur og Þeistareykja fyrir sex árum en þar með fengu vegfarendur uppbyggðan veg með bundnu slitlagi í stað jeppaslóða.Frá lagningu Þeistareykjavegar nyrðri haustið 2014. Húsavík sést til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En þetta var bara fyrri áfanginn því núna ráðgerir Landsvirkjun að hefja framkvæmdir í sumar við síðari áfangann; sem er að tengja Þeistareyki við Mývatnssvæðið. Þeistareykjavegur nyrðri, milli Húsavíkur og Þeistareykja, er um þrjátíu kílómetra langur en síðari áfanginn, Þeistareykjavegur syðri, milli Þeistareykja og þjóðvegarins á Hólasandi, verður sautján kílómetra langur. Níu tilboð bárust í lagningu Þeistareykjavegar syðri.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar tilboð voru opnuð í verkið hjá Landsvirkjun í síðasta mánuði reyndist Árni Helgason ehf. eiga lægsta boð, upp á 455 milljónir króna, sem var 90 prósent af 504 milljóna króna kostnaðaráætlun. Alls bárust níu tilboð og reyndust tvö þeirra undir kostnaðaráætlun, en samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er nú unnið að gerð samnings við lægstbjóðanda, Árna Helgason. Markmið fyrirtækisins með vegagerðinni er að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra.Frá Þeistareykjum. Gamla bæjarstæðið og gangnamannaskálinn eru við hverasvæðið undir Bæjarfjalli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Um leið opnast spennandi hringleið fyrir ferðamenn inn á stórbrotið svæði, og ekki bara með borholur og gufuaflspípur í forgrunni. Þar má einnig sjá ósnortna eldgíga og miklar jarðsprungur og hverasvæðið við gamla gangnamannaskálann á Þeistareykjum þætti eflaust mörgum ferðarinnar virði að skoða, en þar stóð bærinn Þeistareykir forðum. Stefnt er að því að vegagerðinni verði lokið haustið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Jarðhiti Norðurþing Orkumál Samgöngur Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00
Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15