Lík fannst í ferðatösku á botni stöðuvatns Andri Eysteinsson skrifar 28. apríl 2019 17:47 Leitað að líkum kvenna í manngerðu stöðuvatni í Kýpur. EPA/ Katia Christodoulou Kýpverska lögreglan fann í dag tvær ferðatöskur í Kokkinolimni-vatni eftir að fjöldamorðinginn Nicos Metaxas hafði greint lögreglu frá því að hann hafi komið fórnarlömbum sínum fyrir í ferðatöskum og varpað þeim ofan í vatnið. AP greinir frá.Önnur ferðataskan hefur verið færð upp á yfirborðið og hún opnuð. Illa farnar líkamsleifar auk steypuklumps blasti við lögreglumönnum þegar taskan hafði verið opnuð. Unnið er að því að koma hinni töskunni upp á yfirborð. Hinn 35 ára gamli Metaxas, sem er fyrrum hermaður, viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa varpað þremur líkum ofan í vatnið, fórnarlömbin eru talin vera kona sem hvarf í desember 2017 auk rúmenskra mæðgna sem hurfu í september 2016.Málið hefur vakið óhug í Kýpur frá því að lík hinnar 38 ára gömlu Mary Tiburcio fannst í yfirgefnum námugöngum í nágrenni Kokkineolimni-vatns 14. Apríl síðastliðinn. Rannsókn leiddi lögreglu fljótlega til Metaxas en hann hafði átt í samskiptum við Tiburcio á stefnumótasíðu áður en að þau hófu samband. Sambandið varði, að sögn meðleigjanda Tiburcio í sex mánuði, áður en að Tiburcio hvarf ásamt sex ára gamallar dóttur hennar. Við yfirheyrslur yfir Metaxas viðurkenndi hermaðurinn að hafa myrt fimm konur og tvær stúlkur í heildina og losað sig við lík þeirra. Lík þriggja kvenna höfðu fundist áður en að leit hófst í stöðuvatninu. Konurnar eru allar af erlendum uppruna og komu til Kýpur til þess að vinna. Kýpverska lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að málið kom upp, almenningur hefur sakað lögreglu um að hafa ekki gert nóg við rannsóknir á mannshvörfunum þegar þau komu upp. Nú hefur verið sett af stað rannsókn á vinnubrögðum lögreglu. Kýpur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Kýpverska lögreglan fann í dag tvær ferðatöskur í Kokkinolimni-vatni eftir að fjöldamorðinginn Nicos Metaxas hafði greint lögreglu frá því að hann hafi komið fórnarlömbum sínum fyrir í ferðatöskum og varpað þeim ofan í vatnið. AP greinir frá.Önnur ferðataskan hefur verið færð upp á yfirborðið og hún opnuð. Illa farnar líkamsleifar auk steypuklumps blasti við lögreglumönnum þegar taskan hafði verið opnuð. Unnið er að því að koma hinni töskunni upp á yfirborð. Hinn 35 ára gamli Metaxas, sem er fyrrum hermaður, viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa varpað þremur líkum ofan í vatnið, fórnarlömbin eru talin vera kona sem hvarf í desember 2017 auk rúmenskra mæðgna sem hurfu í september 2016.Málið hefur vakið óhug í Kýpur frá því að lík hinnar 38 ára gömlu Mary Tiburcio fannst í yfirgefnum námugöngum í nágrenni Kokkineolimni-vatns 14. Apríl síðastliðinn. Rannsókn leiddi lögreglu fljótlega til Metaxas en hann hafði átt í samskiptum við Tiburcio á stefnumótasíðu áður en að þau hófu samband. Sambandið varði, að sögn meðleigjanda Tiburcio í sex mánuði, áður en að Tiburcio hvarf ásamt sex ára gamallar dóttur hennar. Við yfirheyrslur yfir Metaxas viðurkenndi hermaðurinn að hafa myrt fimm konur og tvær stúlkur í heildina og losað sig við lík þeirra. Lík þriggja kvenna höfðu fundist áður en að leit hófst í stöðuvatninu. Konurnar eru allar af erlendum uppruna og komu til Kýpur til þess að vinna. Kýpverska lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að málið kom upp, almenningur hefur sakað lögreglu um að hafa ekki gert nóg við rannsóknir á mannshvörfunum þegar þau komu upp. Nú hefur verið sett af stað rannsókn á vinnubrögðum lögreglu.
Kýpur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira