Sósíalistaflokkur forsætisráðherra atkvæðamestur í kosningunum á Spáni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 18:25 Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. AP Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. Kjörstöðum var lokað klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. Þá hlýtur Lýðflokkurinn sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn 17,8% sem er lakasta útkoman í kosningum í sögu flokksins að því er BBC greinir frá. Hægriöfgaflokkurinn Vox fær samkvæmt þessu 12,1% atkvæða, flokkurinn Við getum fær 16,1% og Borgarar 14,4% samkvæmt útgönguspá. Viðlíka sundrung og ríkt hefur að undanförnu í spænskum stjórnmálum hefur vart sést á síðustu árum og þykir líklegt að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Kjörstaðir opnuðu í morgun en fimm flokkar börðust um atkvæði kjósenda. Á vinstri vængnum sækist Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra, og flokkurinn Podemos, eða „Við getum”, eftir því að mynda saman ríkisstjórn.Kjörsókn var með ágætum á Spáni í dag.APÁ hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgarar tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem sótt hefur í sig veðrið í aðdraganda kosninga, en flokkurinn lýsir sig andvígan fjölmenningu og femínisma og hefur hótað að binda endi á sjálfstjórnarhéruð á Spáni á borð við Katalóníu. „Eftir klukkan átta í kvöld, þegar kjörkassar verða opnaðir og atkvæðin talin, þurfa allir flokkar að virða niðurstöður kosninganna, standa vörð um lýðræðið, standa vörð um þjóðina og standa vörð um einingu meðal Spánverja,” sagði Santiago Abascal, leiðtogi Vox, í samtali við spænska fjölmiðla eftir að hafa greitt atkvæði.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.Síðustu útgönguspár spænskra fjölmiðla gerðu ráð fyrir að Vox gæti fengið um 11% atkvæða, Sósíalistar 30%, Lýðflokkurinn um 20% og „Við getum” og Borgarar um 14% hvor. Aftur á móti höfðu um fjórir af hverjum tíu kjósendum ekki gert upp hug sinn samkvæmt síðustu spám fyrir kosningarnar. Kjörsókn var 60,7% tveimur tímum fyrir lokun kjörstaða sem er nokkuð betra en á sama tíma í kosningunum 2016 þegar hún var 51,2%. Líklegt þykir að erfitt geti reynst að mynda stjórn en ennþá á eftir að klára að telja upp úr kjörkössunum.Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. Kjörstöðum var lokað klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. Þá hlýtur Lýðflokkurinn sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn 17,8% sem er lakasta útkoman í kosningum í sögu flokksins að því er BBC greinir frá. Hægriöfgaflokkurinn Vox fær samkvæmt þessu 12,1% atkvæða, flokkurinn Við getum fær 16,1% og Borgarar 14,4% samkvæmt útgönguspá. Viðlíka sundrung og ríkt hefur að undanförnu í spænskum stjórnmálum hefur vart sést á síðustu árum og þykir líklegt að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Kjörstaðir opnuðu í morgun en fimm flokkar börðust um atkvæði kjósenda. Á vinstri vængnum sækist Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra, og flokkurinn Podemos, eða „Við getum”, eftir því að mynda saman ríkisstjórn.Kjörsókn var með ágætum á Spáni í dag.APÁ hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgarar tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem sótt hefur í sig veðrið í aðdraganda kosninga, en flokkurinn lýsir sig andvígan fjölmenningu og femínisma og hefur hótað að binda endi á sjálfstjórnarhéruð á Spáni á borð við Katalóníu. „Eftir klukkan átta í kvöld, þegar kjörkassar verða opnaðir og atkvæðin talin, þurfa allir flokkar að virða niðurstöður kosninganna, standa vörð um lýðræðið, standa vörð um þjóðina og standa vörð um einingu meðal Spánverja,” sagði Santiago Abascal, leiðtogi Vox, í samtali við spænska fjölmiðla eftir að hafa greitt atkvæði.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.Síðustu útgönguspár spænskra fjölmiðla gerðu ráð fyrir að Vox gæti fengið um 11% atkvæða, Sósíalistar 30%, Lýðflokkurinn um 20% og „Við getum” og Borgarar um 14% hvor. Aftur á móti höfðu um fjórir af hverjum tíu kjósendum ekki gert upp hug sinn samkvæmt síðustu spám fyrir kosningarnar. Kjörsókn var 60,7% tveimur tímum fyrir lokun kjörstaða sem er nokkuð betra en á sama tíma í kosningunum 2016 þegar hún var 51,2%. Líklegt þykir að erfitt geti reynst að mynda stjórn en ennþá á eftir að klára að telja upp úr kjörkössunum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00
Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15