Kerr líkti Kevin Durant við Jordan eftir sigur GSW á Houston í leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 07:30 Kevin Durant fagnar einni af körfum sínum í leiknum í nótt. AP/Jae C. Hong Kevin Durant hefur farið mikinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston Rockets í nótt var þar engin undantekning. Durant skoraði 35 stig í 104-100 sigri Golden State Warriors og var langstigahæstur í liði meistaranna. Næsti maður var Steph Curry með 18 stig. Í síðustu tveimur leikjunum á undan þar sem Warriors liðið tryggði sér sigur í einvíginu á móti Los Angeles Clippers þá var Durant með 50 stig og 45 stig. Hann hefur skorað 35,0 stig að meðaltali í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar.#DubNation@KDTrey5 (35 PTS) scores 30+ for the 5th consecutive game as the @warriors take a 1-0 series lead vs. Houston! #StrengthInNumbers Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/GUbIIuOBye — NBA (@NBA) April 28, 2019 Golden State komst með sigrinum í nótt í 1-0 í einvíginu en þessi lið hafa mæst mörgum sinnum í úrslitakeppninni undanfarin ár og þar hefur oft munað litlu á liðunum. Ef marka má þennan hnífjafnan leik liðann í nótt þá er von á enn einni hörku seríunni en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sig inn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur mikla reynslu á því að vera í návígi við stórkostlegan körfuboltamann í ham í úrslitakeppninni og hann gekk svo langt að líka Kevin Durant við Michael Jordan í viðtölum við blaðamann eftir leikinn í nótt. „Það var þessi gæi sem hét Michael og ég man ekki alveg eftirnafnið,“ grínaðist Steve Kerr með eftir leikinn.With today's performance, Kevin Durant becomes one of four players to average 40+ PTS, 5+ REB, 5+ AST over a five game span within one postseason. He joins Jerry West (1965), Michael Jordan (1988, 1989, 1990, 1993), and LeBron James (2009, 2018). @EliasSportspic.twitter.com/GC431JsOnA — NBA.com/Stats (@nbastats) April 28, 2019„Spilamennskan hjá Kevin í þessari viku hefur verið stórbrotin. Ég hef líka sagt það nokkrum sinnum í þessari viku og hann er hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jörðinni í dag. Hann er líka einn af þeim hæfileikaríkustu sem hafa spilað þennan leik,“ sagði Steve Kerr. „Það hefur aldrei áður verið leikmaður eins og hann. Hann er 211 sentímetrar, góður með boltann, öflug þriggja stiga skytta, er með góðar sendingar og spilar góða vörn. Hann hefur ótrúlega mikla hæfileika. Eftir að við töpuðum leik tvö á móti Clippers þá fannst mér hann taka þá ákvörðun að hann þyrfti að stíga fram og fara með liðið á næsta stig. Það gerði hann líka,“ sagði Kerr. Kevin Durant hefur skorað 40,2 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum og hann fékk líka mikið hrós frá liðsfélaga sínum Draymond Green eftir leikinn í nótt. „Hann er að spila frábærlega þessa dagana. Hann er sérstaklega áræðinn og þegar hann er eins agressífur og hann hefur verið í síðustu leikjum þá getur enginn í NBA, kannski öllum heiminum, stoppað hann. Það er mjög jákvætt fyrir okkur að sjá hann svona áræðinn og með því býr hann til mikla áskorun fyrir mótherja okkar sem fá að glíma við það að reyna stoppa hann,“ sagði Draymond Green sem var með 14 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum í nótt.@Money23Green (14 PTS, 9 REB, 9 AST) does a little bit of everything to help the @warriors prevail in Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/viyRAVEaWJ — NBA (@NBA) April 28, 2019 NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Sjá meira
Kevin Durant hefur farið mikinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston Rockets í nótt var þar engin undantekning. Durant skoraði 35 stig í 104-100 sigri Golden State Warriors og var langstigahæstur í liði meistaranna. Næsti maður var Steph Curry með 18 stig. Í síðustu tveimur leikjunum á undan þar sem Warriors liðið tryggði sér sigur í einvíginu á móti Los Angeles Clippers þá var Durant með 50 stig og 45 stig. Hann hefur skorað 35,0 stig að meðaltali í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar.#DubNation@KDTrey5 (35 PTS) scores 30+ for the 5th consecutive game as the @warriors take a 1-0 series lead vs. Houston! #StrengthInNumbers Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/GUbIIuOBye — NBA (@NBA) April 28, 2019 Golden State komst með sigrinum í nótt í 1-0 í einvíginu en þessi lið hafa mæst mörgum sinnum í úrslitakeppninni undanfarin ár og þar hefur oft munað litlu á liðunum. Ef marka má þennan hnífjafnan leik liðann í nótt þá er von á enn einni hörku seríunni en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sig inn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur mikla reynslu á því að vera í návígi við stórkostlegan körfuboltamann í ham í úrslitakeppninni og hann gekk svo langt að líka Kevin Durant við Michael Jordan í viðtölum við blaðamann eftir leikinn í nótt. „Það var þessi gæi sem hét Michael og ég man ekki alveg eftirnafnið,“ grínaðist Steve Kerr með eftir leikinn.With today's performance, Kevin Durant becomes one of four players to average 40+ PTS, 5+ REB, 5+ AST over a five game span within one postseason. He joins Jerry West (1965), Michael Jordan (1988, 1989, 1990, 1993), and LeBron James (2009, 2018). @EliasSportspic.twitter.com/GC431JsOnA — NBA.com/Stats (@nbastats) April 28, 2019„Spilamennskan hjá Kevin í þessari viku hefur verið stórbrotin. Ég hef líka sagt það nokkrum sinnum í þessari viku og hann er hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jörðinni í dag. Hann er líka einn af þeim hæfileikaríkustu sem hafa spilað þennan leik,“ sagði Steve Kerr. „Það hefur aldrei áður verið leikmaður eins og hann. Hann er 211 sentímetrar, góður með boltann, öflug þriggja stiga skytta, er með góðar sendingar og spilar góða vörn. Hann hefur ótrúlega mikla hæfileika. Eftir að við töpuðum leik tvö á móti Clippers þá fannst mér hann taka þá ákvörðun að hann þyrfti að stíga fram og fara með liðið á næsta stig. Það gerði hann líka,“ sagði Kerr. Kevin Durant hefur skorað 40,2 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum og hann fékk líka mikið hrós frá liðsfélaga sínum Draymond Green eftir leikinn í nótt. „Hann er að spila frábærlega þessa dagana. Hann er sérstaklega áræðinn og þegar hann er eins agressífur og hann hefur verið í síðustu leikjum þá getur enginn í NBA, kannski öllum heiminum, stoppað hann. Það er mjög jákvætt fyrir okkur að sjá hann svona áræðinn og með því býr hann til mikla áskorun fyrir mótherja okkar sem fá að glíma við það að reyna stoppa hann,“ sagði Draymond Green sem var með 14 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum í nótt.@Money23Green (14 PTS, 9 REB, 9 AST) does a little bit of everything to help the @warriors prevail in Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/viyRAVEaWJ — NBA (@NBA) April 28, 2019
NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn