Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 16:58 Ávana- og fíknilyf á borð við Oxycontin eru boðin kaupum og sölum á Íslandi, meðal annars á samfélagsmiðlum. Þessi sölumaður var með 80 mg af Oxycontin til sölu á 8000 krónur töfluna sem virðist vera götuverð taflnanna. Vísir Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Konan var á leiðinni til landsins með flugi frá Alicante á Spáni. Á sjöunda þúsund Oxycontin töflur fundust undir fóðri í ferðatösku sem konan hafði meðferðis. Kvað kærða „hann“ eiga töskuna en á farbannsúrskurði yfir konunni er að skilja að konan hafi ekki gefið upp mögulega vitorðsmenn sína. Konan hefur verið úrskurðuð í farbann þar til dómur gengur í máli hennar. Þó ekki lengur en til 22. maí.Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að tilkynning hafi borist frá Tollgæslunni. Konan hafi viðurkennt að vita að hún væri með einhvern varning í töskunni en ekki vitað hvaða varning um ræddi eða magnið. Var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku en sætir nú sem fyrr segir farbanni. Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Konan virðist samkvæmt greinargerð lögreglu búsett utan landsteinanna. Unnið sé að því að rannsaka aðdraganda ferðar kærðu utan og hingað til lands. Þá sé enn fremur unnið að því að rannsaka tengsl hennar við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eða erlendis. Um sé að ræða verulegt magn hættulegra lyfja sem gangi kaupum og sölum með ólögmætum hætti á Íslandi. Megi ætla að götuverðmæti lyfjanna sé vel yfir fimmtíu milljónir króna. Þá telur lögreglan að lyfið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Konan á lögheimili hér á landi en hefur verið búsett erlendis undanfarin ár. Telur lögreglan ástæðu til að ætla að hún reyni að fara af landi brott verði henni ekki bönnuð för af landinu. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00 Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Konan var á leiðinni til landsins með flugi frá Alicante á Spáni. Á sjöunda þúsund Oxycontin töflur fundust undir fóðri í ferðatösku sem konan hafði meðferðis. Kvað kærða „hann“ eiga töskuna en á farbannsúrskurði yfir konunni er að skilja að konan hafi ekki gefið upp mögulega vitorðsmenn sína. Konan hefur verið úrskurðuð í farbann þar til dómur gengur í máli hennar. Þó ekki lengur en til 22. maí.Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að tilkynning hafi borist frá Tollgæslunni. Konan hafi viðurkennt að vita að hún væri með einhvern varning í töskunni en ekki vitað hvaða varning um ræddi eða magnið. Var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku en sætir nú sem fyrr segir farbanni. Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Konan virðist samkvæmt greinargerð lögreglu búsett utan landsteinanna. Unnið sé að því að rannsaka aðdraganda ferðar kærðu utan og hingað til lands. Þá sé enn fremur unnið að því að rannsaka tengsl hennar við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eða erlendis. Um sé að ræða verulegt magn hættulegra lyfja sem gangi kaupum og sölum með ólögmætum hætti á Íslandi. Megi ætla að götuverðmæti lyfjanna sé vel yfir fimmtíu milljónir króna. Þá telur lögreglan að lyfið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Konan á lögheimili hér á landi en hefur verið búsett erlendis undanfarin ár. Telur lögreglan ástæðu til að ætla að hún reyni að fara af landi brott verði henni ekki bönnuð för af landinu.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00 Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00
Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37