Koma á laggirnar sorgarmiðstöð fyrir börn sem misst hafa foreldri sitt Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 19:00 Málþing um bætt og breytt verklag í aðstoð við börn sem misst hafa foreldri sitt var haldið í dag undir yfirskriftinni "Hvað verður um mig". Þar sem staða barna í þessari viðkvæmu stöðu var rædd. Að málþinginu komu Hópur áhugafólks um hag barna við fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands. Þar voru meðal annars kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má þær upplýsingar til að skapa umgjörð fyrir fagfólk og alla sem standa að börnunum. Silja Úlfarsdóttir, móðir tveggja drengja sem misstu pabba sinn fyrir þremur árum, upplifði sig í frjálsu falli eftir skyndilegt fráfall hans. Hún sagði í raun ekkert hafa tekið á móti þeim í áfallinu. „Skólarnir komu sterkir inn og aðstoðuð okkur. Annars var það ekki neitt annað. Ég fór bara sjálf að gúggla, ég hafði samband við prest sjálf. Ég vissi af Ljónhjarta samtökunum og ég var glöð þegar ég komst í þann félagskap. því að jafningafræðslan skiptir mestu máli. Það er í raun og veru ekkert sem að grípur fólk í okkar stöðu,“ segir hún. Faðir drengjanna varð bráðkvaddur á heimili sínu og bar því andlát hans óvænt að. „Þeir voru fjögurra og sex ára þegar hann lést og skilja misjafnlega dauðan og lífið. Öll orkan mín og púðrið fór bara í að láta þá ganga, líf þeirra halda áfram. Ég fann það að ég setti bara mig á hilluna. Það var bara ekki pláss eða tími fyrir mig,“ segir hún. Á árunum 2009 til 2018 misstu að meðaltali um 100 börn foreldri árlega. Á tímabilinu voru börnin rúm 1000 í heildina, þar af 525 drengir og 482 stúlkur. En alls létust 649 foreldrar á tímabilinu. 448 feður og 201 móðir. Silja segir þessar tölur sláandi og þá líka í samhengi við að að hlúa þurfi betur að börnunum. Það sé að svo mörgu að huga eftir andlát „Það eru fjögur svona minni sorgarfélög á Íslandi að taka saman höndum núna og eru að búa til sorgarmiðstöð. Við erum í raun og veru bara að safna pening fyrir þessu verkefni. sem vonandi fer bara á laggirnar í lok sumars. Þá er það bara vonandi eitthvað sem að mun aðstoðað ríkið við að grípa fólk í þessum aðstæðum,“ segir hún. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Málþing um bætt og breytt verklag í aðstoð við börn sem misst hafa foreldri sitt var haldið í dag undir yfirskriftinni "Hvað verður um mig". Þar sem staða barna í þessari viðkvæmu stöðu var rædd. Að málþinginu komu Hópur áhugafólks um hag barna við fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands. Þar voru meðal annars kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má þær upplýsingar til að skapa umgjörð fyrir fagfólk og alla sem standa að börnunum. Silja Úlfarsdóttir, móðir tveggja drengja sem misstu pabba sinn fyrir þremur árum, upplifði sig í frjálsu falli eftir skyndilegt fráfall hans. Hún sagði í raun ekkert hafa tekið á móti þeim í áfallinu. „Skólarnir komu sterkir inn og aðstoðuð okkur. Annars var það ekki neitt annað. Ég fór bara sjálf að gúggla, ég hafði samband við prest sjálf. Ég vissi af Ljónhjarta samtökunum og ég var glöð þegar ég komst í þann félagskap. því að jafningafræðslan skiptir mestu máli. Það er í raun og veru ekkert sem að grípur fólk í okkar stöðu,“ segir hún. Faðir drengjanna varð bráðkvaddur á heimili sínu og bar því andlát hans óvænt að. „Þeir voru fjögurra og sex ára þegar hann lést og skilja misjafnlega dauðan og lífið. Öll orkan mín og púðrið fór bara í að láta þá ganga, líf þeirra halda áfram. Ég fann það að ég setti bara mig á hilluna. Það var bara ekki pláss eða tími fyrir mig,“ segir hún. Á árunum 2009 til 2018 misstu að meðaltali um 100 börn foreldri árlega. Á tímabilinu voru börnin rúm 1000 í heildina, þar af 525 drengir og 482 stúlkur. En alls létust 649 foreldrar á tímabilinu. 448 feður og 201 móðir. Silja segir þessar tölur sláandi og þá líka í samhengi við að að hlúa þurfi betur að börnunum. Það sé að svo mörgu að huga eftir andlát „Það eru fjögur svona minni sorgarfélög á Íslandi að taka saman höndum núna og eru að búa til sorgarmiðstöð. Við erum í raun og veru bara að safna pening fyrir þessu verkefni. sem vonandi fer bara á laggirnar í lok sumars. Þá er það bara vonandi eitthvað sem að mun aðstoðað ríkið við að grípa fólk í þessum aðstæðum,“ segir hún.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira