Óvissunni var eytt um framtíð Hannesar Þórs Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2019 11:00 Hannes Þór Halldórsson með Ólafi Jóhannessyni þjálfar Vals. Vísir/Vilhelm Valsmenn hafa verið stórhuga í íslenskum knattspyrnuheimi undanfarin ár og það er greinilega ekkert lát á því. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára kynntu íslenska landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til leiks á blaðamannafundi í gær. Valur hefur ekki farið í grafgötur með að liðið vilji taka skref fram á við og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni og félagaskipti eins og þau sem tilkynnt var um í gær eru liður í þeim fasa. „Það er ofboðslegur léttir að hafa ákveðið það hvar ég kem til með að spila næstu árin. Tíminn í Aserbaídsjan var ekki eins og efni stóðu til og hann var erfiður og á köflum bara niðurlægjandi. Þegar ég er að taka ákvörðun um framtíð mína þá vil ég hafa puttana í því sjálfur. Það eru því fjölmargir fundir með aserskum umboðsmanni mínum og forráðamönnum að baki og það er þægileg tilfinning að vita að ég þarf ekki að díla við það meira. Ég gæti skrifað heila bók um tíma minn þarna ytra og geri það mögulega þegar tími gefst til,“ segir Hannes Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég var með önnur tilboð hér og þar um heiminn á borðinu hjá mér og það var ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði að ég það væri klappað og klárt að ég myndi enda á Hlíðarenda. Nú er það hins vegar niðurstaðan og ég er afar kátur með það. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hungraður í að spila eftir að hafa spilað jafn lítið og raun ber vitni síðustu mánuði,“ segir Hannes. „Ég er fullkomlega meðvitaður um það að leikmenn sem hafa komið til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku eiga það til að staðna eða jafnvel dala. Ég er vissulega að koma heim ári á undan áætlun. Það sem kemur vonandi til þess að hjálpa mér í að halda mér í sama gæðaflokki er að ég er enn að leika með landsliðinu og stefni að því að spila á EM eftir tvö ár og svo HM eftir fjögur ár þegar þar að kemur,“ segir hann enn fremur. „Nú er ég hins vegar fyrst og fremst að einbeita mér að því að koma mér vel fyrir hér á Hlíðarenda og spila eins vel og mögulegt er í sumar. Mér líður strax mjög vel með þessa ákvörðun og er nú þegar kominn inn íslenskan kúltúr á nýjan leik. Það var alltaf planið að koma heim á næstu árum og umgjörðin hér í fótboltanum er ekkert ólík því sem ég vandist þegar ég lék á Norðurlöndunum. Nú er ég bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir markvörðurinn öflugi um, framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Valsmenn hafa verið stórhuga í íslenskum knattspyrnuheimi undanfarin ár og það er greinilega ekkert lát á því. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára kynntu íslenska landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til leiks á blaðamannafundi í gær. Valur hefur ekki farið í grafgötur með að liðið vilji taka skref fram á við og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni og félagaskipti eins og þau sem tilkynnt var um í gær eru liður í þeim fasa. „Það er ofboðslegur léttir að hafa ákveðið það hvar ég kem til með að spila næstu árin. Tíminn í Aserbaídsjan var ekki eins og efni stóðu til og hann var erfiður og á köflum bara niðurlægjandi. Þegar ég er að taka ákvörðun um framtíð mína þá vil ég hafa puttana í því sjálfur. Það eru því fjölmargir fundir með aserskum umboðsmanni mínum og forráðamönnum að baki og það er þægileg tilfinning að vita að ég þarf ekki að díla við það meira. Ég gæti skrifað heila bók um tíma minn þarna ytra og geri það mögulega þegar tími gefst til,“ segir Hannes Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég var með önnur tilboð hér og þar um heiminn á borðinu hjá mér og það var ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði að ég það væri klappað og klárt að ég myndi enda á Hlíðarenda. Nú er það hins vegar niðurstaðan og ég er afar kátur með það. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hungraður í að spila eftir að hafa spilað jafn lítið og raun ber vitni síðustu mánuði,“ segir Hannes. „Ég er fullkomlega meðvitaður um það að leikmenn sem hafa komið til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku eiga það til að staðna eða jafnvel dala. Ég er vissulega að koma heim ári á undan áætlun. Það sem kemur vonandi til þess að hjálpa mér í að halda mér í sama gæðaflokki er að ég er enn að leika með landsliðinu og stefni að því að spila á EM eftir tvö ár og svo HM eftir fjögur ár þegar þar að kemur,“ segir hann enn fremur. „Nú er ég hins vegar fyrst og fremst að einbeita mér að því að koma mér vel fyrir hér á Hlíðarenda og spila eins vel og mögulegt er í sumar. Mér líður strax mjög vel með þessa ákvörðun og er nú þegar kominn inn íslenskan kúltúr á nýjan leik. Það var alltaf planið að koma heim á næstu árum og umgjörðin hér í fótboltanum er ekkert ólík því sem ég vandist þegar ég lék á Norðurlöndunum. Nú er ég bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir markvörðurinn öflugi um, framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira