Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:00 Magic Johnson talar við blaðamenn í nótt. AP//Mark J. Terrill Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. Það hefur gengið mikið á hjá Los Angeles Lakers í vetur en þetta útspil Magic kom samt flestum á óvart. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég grét áður en ég kom hingað,“ sagði Magic Johnson þegar sagði frá brottför sinni fyrir síðasta heimaleik Lakers liðsins á tímabilinu sem var á móti Portland Trail Blazers í nótt. Hann lét framkvæmdastjórann vita af þessu áður en hann talaði við blaðamenn.'I'm free, my love': The best bites from Magic's stunning resignation https://t.co/BDIv0hJhbLpic.twitter.com/im4vcgMHMs — ESPNLosAngeles (@ESPNLosAngeles) April 10, 2019„Þetta er erfitt þegar þú elskar félag eins mikið og ég elska þetta félag. Þetta er efitt þegar ég elska manneskju eins mikið og ég elska Jeanie [Buss]. Ég vil ekki valda henni vonbrigðum,“ sagði Magic. Hann sagðist ekki hafa sagt Jeanie Buss frá þessu áður fyrst þar sem hann var hræddur við að hún myndi sannfæra hann um að vera áfram. Erfiðir tímar hjá Lakers í vetur sá hins vegar til þess að Magic Johnson líður eins og hann sé að sleppa út úr prísund. „Ég vil fara aftur að hafa gaman af lífinu. Ég vil verða aftur hinn sami og ég var áður en ég tók að mér þetta starf,“ sagði Magic.Earvin, I loved working side by side with you. You’ve brought us a long way. We will continue the journey. We love you https://t.co/ofmQl6BtBz — Jeanie Buss (@JeanieBuss) April 10, 2019Allt fór í rugl hjá Los Angeles Lakers í vetur þegar félagið reyndi að skipta hálfu liðinu til New Orleans Pelicans fyrir Anthony Davis. Ekki einu sinni LeBron James gat kveikt aftur neistann og liðið var ekki lengi að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina. Síðustu fréttir frá Lakers er síðan að það líti ekki vel út með það að LeBron James fái aðra súðerstjörnu til sín og orðspor hans sjálfs og félagsins hafa beðið hnekki. Lakers liðið vann aðeins 37 leiki í vetur, tveimur leikjum meira en tímavbilið á undan. Félagið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Rachel Nichols á ESPN tók við Magic í nótt NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. Það hefur gengið mikið á hjá Los Angeles Lakers í vetur en þetta útspil Magic kom samt flestum á óvart. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég grét áður en ég kom hingað,“ sagði Magic Johnson þegar sagði frá brottför sinni fyrir síðasta heimaleik Lakers liðsins á tímabilinu sem var á móti Portland Trail Blazers í nótt. Hann lét framkvæmdastjórann vita af þessu áður en hann talaði við blaðamenn.'I'm free, my love': The best bites from Magic's stunning resignation https://t.co/BDIv0hJhbLpic.twitter.com/im4vcgMHMs — ESPNLosAngeles (@ESPNLosAngeles) April 10, 2019„Þetta er erfitt þegar þú elskar félag eins mikið og ég elska þetta félag. Þetta er efitt þegar ég elska manneskju eins mikið og ég elska Jeanie [Buss]. Ég vil ekki valda henni vonbrigðum,“ sagði Magic. Hann sagðist ekki hafa sagt Jeanie Buss frá þessu áður fyrst þar sem hann var hræddur við að hún myndi sannfæra hann um að vera áfram. Erfiðir tímar hjá Lakers í vetur sá hins vegar til þess að Magic Johnson líður eins og hann sé að sleppa út úr prísund. „Ég vil fara aftur að hafa gaman af lífinu. Ég vil verða aftur hinn sami og ég var áður en ég tók að mér þetta starf,“ sagði Magic.Earvin, I loved working side by side with you. You’ve brought us a long way. We will continue the journey. We love you https://t.co/ofmQl6BtBz — Jeanie Buss (@JeanieBuss) April 10, 2019Allt fór í rugl hjá Los Angeles Lakers í vetur þegar félagið reyndi að skipta hálfu liðinu til New Orleans Pelicans fyrir Anthony Davis. Ekki einu sinni LeBron James gat kveikt aftur neistann og liðið var ekki lengi að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina. Síðustu fréttir frá Lakers er síðan að það líti ekki vel út með það að LeBron James fái aðra súðerstjörnu til sín og orðspor hans sjálfs og félagsins hafa beðið hnekki. Lakers liðið vann aðeins 37 leiki í vetur, tveimur leikjum meira en tímavbilið á undan. Félagið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Rachel Nichols á ESPN tók við Magic í nótt
NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira