Sjáið dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 11:30 Dirk Nowitzki veifar til þeirra Charles Barkley, Scottie Pippen, Larry Bird, Shawn Kemp og Detlef Schrempf sem voru mættir til að heiðra hann í nótt. Getty/Ronald Martinez NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni. Þeir voru heldur ekkert að sparka sig og sýndi með 30 stiga leikjum hvor um sig af hverju þeir eru svo elskaðir og dáðir hjá Miami Heat og Dallas Mavericks sem og hjá flestum áhugamönnum um NBA-deildina. Þeir Dwyane Wade og Dirk Nowitzki eru án vafa bestu leikmennirnir í sögu síns félags og voru aðalmennirnir í fyrsta meistaratitli þess, Dwyane Wade með Miami Heat 2006 og Dirk Nowitzki með Dallas Mavericks 2011. Wade vann seinna tvo titla í viðbót í Miami með LeBron James."This is my last home game..."@swish41 addresses the crowd post-game in Dallas. 41.21.1 x #Dirk x #MFFLpic.twitter.com/xFWPOhEDIb — NBA (@NBA) April 10, 2019 Dwyane Wade á enn smá von um að spila í úrslitakeppninni með Miami Heat en liðið þarf þá að gera betur en Detriot Pistons í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik á heimavelli Miami Heat. Það var einhver orðrómur að hinn fertugi Dirk Nowitzki ætlaði jafnvel að taka eitt tímabil í viðbót með Dallas Mavericks en hann eyddi þeim vonum í nótt með því að staðfesta að hann myndi hætta eftir leiktíðina.We’re not crying. You’re crying. pic.twitter.com/fC47gyDGgy — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 9, 2019 Dirk Nowitzki hefur spilað með Dallas Mavericks frá árinu 1998 og er sjötti stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Aðeins Karl Malone (með Utah Jazz) og Kobe Bryant (með Los Angeles Lakers) hafa skorað fleiri stig fyrir eitt félag. Dwyane Wade hefur spilað nær allan feril sinn með Miami Heat fyrir utan eitt tímabil með Chicago Bulls og hálft tímabil með Cleveland Cavaliers. Wade á öll helstu metin hjá Miami Heat eins leiki, stig, stoðsendingar og stolna bolta.Thank you, @DwyaneWade! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/Cpi3sYACNt — NBA (@NBA) April 10, 2019Það var því öllu tjaldað til hjá Miami Heat og Dallas Mavericks í nótt þegar þessar lifandi goðsagnir voru kvaddar. Það var ekki nóg með að þeir hafi báðir boðið upp á sýningu inn á vellinum þá snerist allt í kringum leikinn og í höllinni um þessa tvo miklu kappa. Hér fyrir neðan má sjá dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt. The @MiamiHEAT honored @DwyaneWade ahead of his final home game! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturehttps://t.co/e9tUsNSUFP — NBA (@NBA) April 10, 201941.21.1. Watch as @swish41 is honored by the @dallasmavs and NBA Legends in an emotional ceremony following his final home game! #Dirk#MFFLhttps://t.co/J4xdbxn7w5 — NBA (@NBA) April 10, 2019 NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni. Þeir voru heldur ekkert að sparka sig og sýndi með 30 stiga leikjum hvor um sig af hverju þeir eru svo elskaðir og dáðir hjá Miami Heat og Dallas Mavericks sem og hjá flestum áhugamönnum um NBA-deildina. Þeir Dwyane Wade og Dirk Nowitzki eru án vafa bestu leikmennirnir í sögu síns félags og voru aðalmennirnir í fyrsta meistaratitli þess, Dwyane Wade með Miami Heat 2006 og Dirk Nowitzki með Dallas Mavericks 2011. Wade vann seinna tvo titla í viðbót í Miami með LeBron James."This is my last home game..."@swish41 addresses the crowd post-game in Dallas. 41.21.1 x #Dirk x #MFFLpic.twitter.com/xFWPOhEDIb — NBA (@NBA) April 10, 2019 Dwyane Wade á enn smá von um að spila í úrslitakeppninni með Miami Heat en liðið þarf þá að gera betur en Detriot Pistons í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik á heimavelli Miami Heat. Það var einhver orðrómur að hinn fertugi Dirk Nowitzki ætlaði jafnvel að taka eitt tímabil í viðbót með Dallas Mavericks en hann eyddi þeim vonum í nótt með því að staðfesta að hann myndi hætta eftir leiktíðina.We’re not crying. You’re crying. pic.twitter.com/fC47gyDGgy — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 9, 2019 Dirk Nowitzki hefur spilað með Dallas Mavericks frá árinu 1998 og er sjötti stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Aðeins Karl Malone (með Utah Jazz) og Kobe Bryant (með Los Angeles Lakers) hafa skorað fleiri stig fyrir eitt félag. Dwyane Wade hefur spilað nær allan feril sinn með Miami Heat fyrir utan eitt tímabil með Chicago Bulls og hálft tímabil með Cleveland Cavaliers. Wade á öll helstu metin hjá Miami Heat eins leiki, stig, stoðsendingar og stolna bolta.Thank you, @DwyaneWade! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/Cpi3sYACNt — NBA (@NBA) April 10, 2019Það var því öllu tjaldað til hjá Miami Heat og Dallas Mavericks í nótt þegar þessar lifandi goðsagnir voru kvaddar. Það var ekki nóg með að þeir hafi báðir boðið upp á sýningu inn á vellinum þá snerist allt í kringum leikinn og í höllinni um þessa tvo miklu kappa. Hér fyrir neðan má sjá dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt. The @MiamiHEAT honored @DwyaneWade ahead of his final home game! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturehttps://t.co/e9tUsNSUFP — NBA (@NBA) April 10, 201941.21.1. Watch as @swish41 is honored by the @dallasmavs and NBA Legends in an emotional ceremony following his final home game! #Dirk#MFFLhttps://t.co/J4xdbxn7w5 — NBA (@NBA) April 10, 2019
NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira