Opinbera fyrstu myndina af svartholi Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2019 10:56 Teikning af svartholi. Myndin verður kynnt síðar í dag. Getty Vísindamenn hafa náð fyrstu ljósmyndinni af svartholi og verður hún birt opinberlega á fréttamannafundi klukkan 13 í dag. Ítarlega umfjöllun um myndina má finna hér. Í tilkynningu frá Sævari Helga Bragasyni, fulltrúa Stjórnstöðvar Evrópulanda á suðurhveli (e. European Southern Observatory). Segir að myndin sé af risasvartholi í miðju vetrarbrautar sem heitir Messier 87. Sé vetrarbrautin sú stærsta í „nágrenni okkar“ í geimnum, um 55 milljón ljósár í burtu. Hægt verður að sjá myndina og fréttatilkynninguna á vef ESO klukkan 13. „Svartholið er því jafnframt hið stærsta í okkar næsta nágrenni í geimnum. Það vegur á við 6,5 milljarða sóla. Það er 40 milljarðar km í þvermál eða sjö sinnum breiðara en bilið á milli sólar og Plútós. Það tæki geimfar eins og Voyager - hraðfleygasta hlut sem menn hafa smíðað - 74 ár að ferðast þá vegalengd.Á myndinni sést skugginn sem svartholið varpar á gasskífu sem umlykur það. Myndin er afrakstur vinnu meira en 200 vísindamanna um allan heim sem saman unnu að smíði Event Horizon Telescope eða Sjóndeildarsjónaukans. Sjónaukinn dregur nafn sitt af mörkunum eða jaðri svartholsins þaðan sem ekkert sleppur burt. Sjónaukinn er settur saman úr 8 samtengdum útvarpssjónaukum um allan heim svo úr fæst sjónauki á stærð við Jörðina. Þessi sögulega ljósmynd birtist á 100 ára afmæli fyrstu tilraunarinnar sem staðfesti almennu afstæðiskenningu Einsteins,“ segir í tilkynningunni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Vísindamenn hafa náð fyrstu ljósmyndinni af svartholi og verður hún birt opinberlega á fréttamannafundi klukkan 13 í dag. Ítarlega umfjöllun um myndina má finna hér. Í tilkynningu frá Sævari Helga Bragasyni, fulltrúa Stjórnstöðvar Evrópulanda á suðurhveli (e. European Southern Observatory). Segir að myndin sé af risasvartholi í miðju vetrarbrautar sem heitir Messier 87. Sé vetrarbrautin sú stærsta í „nágrenni okkar“ í geimnum, um 55 milljón ljósár í burtu. Hægt verður að sjá myndina og fréttatilkynninguna á vef ESO klukkan 13. „Svartholið er því jafnframt hið stærsta í okkar næsta nágrenni í geimnum. Það vegur á við 6,5 milljarða sóla. Það er 40 milljarðar km í þvermál eða sjö sinnum breiðara en bilið á milli sólar og Plútós. Það tæki geimfar eins og Voyager - hraðfleygasta hlut sem menn hafa smíðað - 74 ár að ferðast þá vegalengd.Á myndinni sést skugginn sem svartholið varpar á gasskífu sem umlykur það. Myndin er afrakstur vinnu meira en 200 vísindamanna um allan heim sem saman unnu að smíði Event Horizon Telescope eða Sjóndeildarsjónaukans. Sjónaukinn dregur nafn sitt af mörkunum eða jaðri svartholsins þaðan sem ekkert sleppur burt. Sjónaukinn er settur saman úr 8 samtengdum útvarpssjónaukum um allan heim svo úr fæst sjónauki á stærð við Jörðina. Þessi sögulega ljósmynd birtist á 100 ára afmæli fyrstu tilraunarinnar sem staðfesti almennu afstæðiskenningu Einsteins,“ segir í tilkynningunni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira